Ekki á markað fyrr en eftir áramót 9. ágúst 2004 00:01 Ekki er ákveðið hvenær Actavis verður skráð á hlutabréfamarkað í Lundúnum en það verður ekki fyrr en eftir áramót og hugsanlega ekki fyrr en eftir að ársreikningur ársins 2004 liggur fyrir. Allur undirbúningur fyrir skráninguna gengur vel og starfar félagið nú þegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á markaði í Lundúnum. Að sögn Róberts Wessman, forstjóra Actavis, taka nýjar uppgjörsreglur gildi á Englandi um áramót og myndi skráning á markað fyrir þann tíma fela í sér mikinn kostnað þar sem félagið þyrfti þá að leggja fram fjárhagsupplýsingar samkvæmt tveimur ólíkum uppgjörsaðferðum. Afkoma Actavis á öðrum ársfjórðungi var kynnt í gær og er hún nokkurn veginn í samræmi við væntingar greiningardeilda bankanna. Rekstrarhagnaður á tímabilinu nam 13,9 milljónum evra, eða um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra var hagnaðurinn örlítið meiri en nú. Það sem af er ári er hagnaður Actavis rúmlega 9 prósentum hærri en fyrstu sex mánuðina í fyrra. Bréf í Actavis hækkuðu um tæp tvö prósent í Kauphöll Íslands í gær. Meðal þess sem dregur úr hagnaði nú er að kostnaður vegna nafnabreytingar, um 250 milljónir króna, er allur gjaldfærður á síðustu þremur mánuðum. Sala á árinu er heldur minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Að sögn Róberts er það meðal annars vegna reglubreytinga í Búlgaríu en þar stendur nú yfir vinna við að ákvarða hvaða lyf fáist endurgreidd hjá almannatryggingum. Stór hluti tekna Actavis verður til í Búlgaríu þar sem félagið á lyfjaverksmiðju. Á meðan óvissuástand sé uppi hafi flest fyrirtæki á Búlgaríumarkaði þurft að þola samdrátt í sölu. Hann segist þó telja að þegar endanlegar reglur liggi fyrir verði þær Actavis ekki óhagstæðar. Að sögn Róberts hafa kaup Actavis á tyrkneska lyfjafyrirtækinu Fako í byrjun árs gert það að verkum að samsetning útgjalda hefur breyst. Kostnaður við markaðssetningu vex hraðar en önnur útgjöld. Róbert segir þetta meðal annars stafa af því að lyfjamarkaðurinn í Tyrklandi sé þess eðlis að mun meiri markaðssetningu þurfi gagnvart læknunum sjálfum en annars staðar beinist hún í meiri mæli að heildsölum og öðrum milliliðum. Actavis stefnir á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum. Bæði við framleiðslu og þróun lyfja og einnig með yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. Þar líta stjórnendur til markaða í Evrópu og Norður-Ameríku en líklegt er að stór skref verði ekki stigin í þá átt fyrr en eftir skráningu og hlutafjárútboð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Ekki er ákveðið hvenær Actavis verður skráð á hlutabréfamarkað í Lundúnum en það verður ekki fyrr en eftir áramót og hugsanlega ekki fyrr en eftir að ársreikningur ársins 2004 liggur fyrir. Allur undirbúningur fyrir skráninguna gengur vel og starfar félagið nú þegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á markaði í Lundúnum. Að sögn Róberts Wessman, forstjóra Actavis, taka nýjar uppgjörsreglur gildi á Englandi um áramót og myndi skráning á markað fyrir þann tíma fela í sér mikinn kostnað þar sem félagið þyrfti þá að leggja fram fjárhagsupplýsingar samkvæmt tveimur ólíkum uppgjörsaðferðum. Afkoma Actavis á öðrum ársfjórðungi var kynnt í gær og er hún nokkurn veginn í samræmi við væntingar greiningardeilda bankanna. Rekstrarhagnaður á tímabilinu nam 13,9 milljónum evra, eða um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra var hagnaðurinn örlítið meiri en nú. Það sem af er ári er hagnaður Actavis rúmlega 9 prósentum hærri en fyrstu sex mánuðina í fyrra. Bréf í Actavis hækkuðu um tæp tvö prósent í Kauphöll Íslands í gær. Meðal þess sem dregur úr hagnaði nú er að kostnaður vegna nafnabreytingar, um 250 milljónir króna, er allur gjaldfærður á síðustu þremur mánuðum. Sala á árinu er heldur minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Að sögn Róberts er það meðal annars vegna reglubreytinga í Búlgaríu en þar stendur nú yfir vinna við að ákvarða hvaða lyf fáist endurgreidd hjá almannatryggingum. Stór hluti tekna Actavis verður til í Búlgaríu þar sem félagið á lyfjaverksmiðju. Á meðan óvissuástand sé uppi hafi flest fyrirtæki á Búlgaríumarkaði þurft að þola samdrátt í sölu. Hann segist þó telja að þegar endanlegar reglur liggi fyrir verði þær Actavis ekki óhagstæðar. Að sögn Róberts hafa kaup Actavis á tyrkneska lyfjafyrirtækinu Fako í byrjun árs gert það að verkum að samsetning útgjalda hefur breyst. Kostnaður við markaðssetningu vex hraðar en önnur útgjöld. Róbert segir þetta meðal annars stafa af því að lyfjamarkaðurinn í Tyrklandi sé þess eðlis að mun meiri markaðssetningu þurfi gagnvart læknunum sjálfum en annars staðar beinist hún í meiri mæli að heildsölum og öðrum milliliðum. Actavis stefnir á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum. Bæði við framleiðslu og þróun lyfja og einnig með yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. Þar líta stjórnendur til markaða í Evrópu og Norður-Ameríku en líklegt er að stór skref verði ekki stigin í þá átt fyrr en eftir skráningu og hlutafjárútboð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira