Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, lækkuðu mikið á fjármálamarkaðinum vestanhafs í gær og fór gengið nokkuð niður fyrir sex dollara á hlut. Í febrúar á þessu ári hafði gengið hins vegar þokast upp í rúmlega 13 dollara en síðan hefur það nær óslitið lækkað.