Óeðlileg hækkun bensíngjalda 30. júlí 2004 00:01 Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira