Hluthöfum býðst skjótfenginn gróði 27. júlí 2004 00:01 Skjótfenginn og fyrirhafnarlaus gróði býðst þeim hluthöfum KB banka sem nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði bankans á morgun sem að líkindum er stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Boðnir verða út 40 milljarðar króna og eiga allir hluthafar forkaupsrétt úr þeirri upphæð í hlutfallslegu samræmi við hlutafjáreign þeirra í bankanum núna. Hver hlutur býðst á 360 krónur, en kauptilboð í bréf bankans í morgun voru upp á 420 krónur, þannig að forkaupsrétthafar fá hvern hlut á 60 króna undirverði. Þannig getur maður, sem á hlutabréf í bankanum upp á tíu milljónir króna að markaðsverði, átt rétt á að kaupa bréf fyrir tvær og hálfa milljón í viðbót á þessum kjörum. Þau bréf getur hann selt strax með rúmlega 400 þúsund króna hagnaði, m.a.s. án þess að leggja fyrst út eina krónu því hann þarf ekki að greiða bankanum viðbótina fyrr en 20. ágúst, eða eftir að hann hefur selt þau aftur með hagnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hjá verðbréfafyrirtækjum ætla þau undantekningarlaust að nýta forkaupsréttinn fyrir hönd þeirra sem þau annast eignastýringu fyrir og miðlarar búast við að svo til allir muni nýta sér forkaupsréttinn. Einnig er búist við að langflestir ætli að eiga viðbótina áfram því nú séu miklar vonir bundnar við vöxt bankans, sérstaklega vegna væntinga um að hann eignist meirihluta í breska bankanum Singer og Freelander sem KB banki á nú þegar liðlega tuttugu prósent í. Heimild til viðbótarhlutafjárútboðs upp á 40 milljarða í viðbót er m.a. sögð tengjast þeim hugmyndum. Loks má nefna að Svíar hafa tekið KB banka í sátt á sænska markaðinum eftir talsverða tortryggni framan af. KB banki hefur nýverið verið skráður á Atract 40-listann þar í landi yfir vænlegustu fjárfestingarkostina. Það er ekki út í hött því gengi á bréfum KB banka í Kauphöllinni í Svíðþjóð hafa hækkað langmest þarlendra bréfa frá áramótum eða um 103 prósent. Næst á eftir kemur Ericsson með 59 prósenta hækkun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Skjótfenginn og fyrirhafnarlaus gróði býðst þeim hluthöfum KB banka sem nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði bankans á morgun sem að líkindum er stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Boðnir verða út 40 milljarðar króna og eiga allir hluthafar forkaupsrétt úr þeirri upphæð í hlutfallslegu samræmi við hlutafjáreign þeirra í bankanum núna. Hver hlutur býðst á 360 krónur, en kauptilboð í bréf bankans í morgun voru upp á 420 krónur, þannig að forkaupsrétthafar fá hvern hlut á 60 króna undirverði. Þannig getur maður, sem á hlutabréf í bankanum upp á tíu milljónir króna að markaðsverði, átt rétt á að kaupa bréf fyrir tvær og hálfa milljón í viðbót á þessum kjörum. Þau bréf getur hann selt strax með rúmlega 400 þúsund króna hagnaði, m.a.s. án þess að leggja fyrst út eina krónu því hann þarf ekki að greiða bankanum viðbótina fyrr en 20. ágúst, eða eftir að hann hefur selt þau aftur með hagnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hjá verðbréfafyrirtækjum ætla þau undantekningarlaust að nýta forkaupsréttinn fyrir hönd þeirra sem þau annast eignastýringu fyrir og miðlarar búast við að svo til allir muni nýta sér forkaupsréttinn. Einnig er búist við að langflestir ætli að eiga viðbótina áfram því nú séu miklar vonir bundnar við vöxt bankans, sérstaklega vegna væntinga um að hann eignist meirihluta í breska bankanum Singer og Freelander sem KB banki á nú þegar liðlega tuttugu prósent í. Heimild til viðbótarhlutafjárútboðs upp á 40 milljarða í viðbót er m.a. sögð tengjast þeim hugmyndum. Loks má nefna að Svíar hafa tekið KB banka í sátt á sænska markaðinum eftir talsverða tortryggni framan af. KB banki hefur nýverið verið skráður á Atract 40-listann þar í landi yfir vænlegustu fjárfestingarkostina. Það er ekki út í hött því gengi á bréfum KB banka í Kauphöllinni í Svíðþjóð hafa hækkað langmest þarlendra bréfa frá áramótum eða um 103 prósent. Næst á eftir kemur Ericsson með 59 prósenta hækkun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira