Mótorcross ekki mjög hættulegt 23. júlí 2004 00:01 Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. "Pabbi minn byrjaði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjólið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það," hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldrar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. "Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikíta. Við fórum að æfa okkur saman, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team." Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem einstaklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. "Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila," segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistarmótinu í fyrra. "Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli." Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. "Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi," segir hin frakka sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar. thorat@frettabladid.is Bílar Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. "Pabbi minn byrjaði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjólið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það," hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldrar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. "Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikíta. Við fórum að æfa okkur saman, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team." Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem einstaklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. "Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila," segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistarmótinu í fyrra. "Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli." Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. "Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi," segir hin frakka sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar. thorat@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“