Næturferð til Syðri-Straumfjarðar 14. júlí 2004 00:01 Fyrir marga er Grænland afar spennandi og framandi land sem vel þess virði er að heimsækja. Landið er aðeins í seilingarfjarlægð frá Íslandi og því tilvalið fyrir þá sem þangað vilja komast í sumar að skella sér og njóta bjartra sumarnótta og miðnætursólar. Ferðaskrifstofan Iceland Excursions og Allrahanda býður í sumar upp á vikulegar ferðir til Grænlands og er flogið öll fimmtudagskvöld til 12. ágúst. "Við seljum í leiguflug hjá þýsku fyrirtæki sem er með fastar ferðir frá Þýskalandi um Ísland og þaðan til Grænlands og buðu þeir okkur að vera með til að fullnýta vélina. Þar sáum við gott tækifæri til að bjóða Íslendingum sem erlendum ferðamönnum sem hér eru staddir, að heimsækja Grænland. Þetta er stutt ferð, aðeins nokkrir klukkutímar en oft er þetta þó upphafið að annarri og lengri ferð sem farþegar fara þá í seinna meir. Fyrir þá sem vilja dvelja lengur bjóðum við einnig upp á vikudvöl á þessum sömu slóðum og þá er um að ræða sérsniðna dagskrá af öllu því besta sem Vestur-Grænland hefur upp á að bjóða," segir Þórir Garðarson, markaðsstjóri Iceland Excursions og Allrahanda. Í síðustu viku fóru blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins ásamt fleiri farþegum til Kangerlussuaq í Syðri-Straumsfirði sem er á vesturströnd Grænlands. Flogið var frá Keflavík kl. 23 um kvöldið og komið aftur kl. 5 að morgni næsta dags. Þegar vélin tók á loft í Keflavík blasti Snæfellsjökullinn við í allri sinni dýrð með miðnætursólina í bakið. Flugið var hið þægilegasta og biðu sjálfsagt flestir um borð í ofvæni eftir að fljúga yfir sjálfan Grænlandsjökulinn. Því miður var skyggnið ekki sem best því það var bæði skýjað og mistur í lofti. Engu að síður var magnað að fljúga yfir jökulinn og horfa niður á ískalda og hrikalega jökulbreiðuna sem var óendanlega löng að sjá. Þegar nær dró lendingarstað endaði jökullinn og við tók nakið landslag, túndra með berum klöppum og steinum. Í Syðri-Straumsfirði var gola, skýjað og tíu stiga hiti en því miður sást engin miðnætursól. Farþegum var ekið um svæðið í rútu ásamt leiðsögumanninum Hans, sem fræddi farþegana um svæðið. Keyrt var upp í hlíðina fyrir ofan byggðina þar sem nokkur sauðnaut sáust í fjarska en þau eru algeng á þessum slóðum. Útsýnið var fallegt og sérstaklega út fjörðinn sem er sá næst lengsti á Grænlandi, um 170 kílómetrar. Eftir þessa stuttu dvöl var síðan haldið aftur af stað heim og lent í Keflavík um fimmleytið um morguninn. Þótt stoppið á Grænlandi hafi verið stutt í þetta skiptið var ferðin hin ánægjulegasta og óhætt að segja að flestir farþeganna hafi skemmt sér vel. Ferðalög Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Fyrir marga er Grænland afar spennandi og framandi land sem vel þess virði er að heimsækja. Landið er aðeins í seilingarfjarlægð frá Íslandi og því tilvalið fyrir þá sem þangað vilja komast í sumar að skella sér og njóta bjartra sumarnótta og miðnætursólar. Ferðaskrifstofan Iceland Excursions og Allrahanda býður í sumar upp á vikulegar ferðir til Grænlands og er flogið öll fimmtudagskvöld til 12. ágúst. "Við seljum í leiguflug hjá þýsku fyrirtæki sem er með fastar ferðir frá Þýskalandi um Ísland og þaðan til Grænlands og buðu þeir okkur að vera með til að fullnýta vélina. Þar sáum við gott tækifæri til að bjóða Íslendingum sem erlendum ferðamönnum sem hér eru staddir, að heimsækja Grænland. Þetta er stutt ferð, aðeins nokkrir klukkutímar en oft er þetta þó upphafið að annarri og lengri ferð sem farþegar fara þá í seinna meir. Fyrir þá sem vilja dvelja lengur bjóðum við einnig upp á vikudvöl á þessum sömu slóðum og þá er um að ræða sérsniðna dagskrá af öllu því besta sem Vestur-Grænland hefur upp á að bjóða," segir Þórir Garðarson, markaðsstjóri Iceland Excursions og Allrahanda. Í síðustu viku fóru blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins ásamt fleiri farþegum til Kangerlussuaq í Syðri-Straumsfirði sem er á vesturströnd Grænlands. Flogið var frá Keflavík kl. 23 um kvöldið og komið aftur kl. 5 að morgni næsta dags. Þegar vélin tók á loft í Keflavík blasti Snæfellsjökullinn við í allri sinni dýrð með miðnætursólina í bakið. Flugið var hið þægilegasta og biðu sjálfsagt flestir um borð í ofvæni eftir að fljúga yfir sjálfan Grænlandsjökulinn. Því miður var skyggnið ekki sem best því það var bæði skýjað og mistur í lofti. Engu að síður var magnað að fljúga yfir jökulinn og horfa niður á ískalda og hrikalega jökulbreiðuna sem var óendanlega löng að sjá. Þegar nær dró lendingarstað endaði jökullinn og við tók nakið landslag, túndra með berum klöppum og steinum. Í Syðri-Straumsfirði var gola, skýjað og tíu stiga hiti en því miður sást engin miðnætursól. Farþegum var ekið um svæðið í rútu ásamt leiðsögumanninum Hans, sem fræddi farþegana um svæðið. Keyrt var upp í hlíðina fyrir ofan byggðina þar sem nokkur sauðnaut sáust í fjarska en þau eru algeng á þessum slóðum. Útsýnið var fallegt og sérstaklega út fjörðinn sem er sá næst lengsti á Grænlandi, um 170 kílómetrar. Eftir þessa stuttu dvöl var síðan haldið aftur af stað heim og lent í Keflavík um fimmleytið um morguninn. Þótt stoppið á Grænlandi hafi verið stutt í þetta skiptið var ferðin hin ánægjulegasta og óhætt að segja að flestir farþeganna hafi skemmt sér vel.
Ferðalög Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira