Heimurinn er svolítið stór 12. júlí 2004 00:01 "Þar sem eftirspurn er eftir afurðum úr íslenskum jurtum ákváðum við að bjóða upp á námskeið í tínslu og meðhöndlun þeirra meðal kvenna sem hafa aðgang að hentugu landi," segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, starfsmaður verkefnisins Fósturlandsins freyjur. Hún segir kennsluna verða á hendi sérfræðinga Vistfræðistofunnar og býst við að námskeiðin verði haldin á þremur stöðum á landsbyggðinni og staðsett eftir þátttöku á hverju svæði fyrir sig. Mikill áhugi sé fyrir þeim. "Á fimmta tug kvenna hefur haft samband eftir að við auglýstum. Þær eru óskaplega glaðar yfir því að eitthvað skuli vera gert á þessu sviði," segir hún. Fósturlandsins freyjur er þriggja ára verkefni á vegum atvinnu og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar og er ætlað konum í dreifbýli. Bjarnheiður segir hægt að skipta þeim í þrjá hópa sem hafi haft samband vegna jurtatínslunnar. Í einum þeirra séu konur sem hafi áhuga á að tína villtan gróður. Annar hafi áhuga á að rækta og tína jurtir á jörðum sínum og í þriðja hópnum séu konur sem vilji vinna afurðir úr jurtum. "Þannig að þetta kann að hafa margfeldisáhrif þegar upp er staðið," segir hún ánægjulega og bætir við að í kjölfar námskeiðanna verði farið í þróunarvinnu með þeim konum sem áhuga hafi á því. Síðan taki við lífrænisvottun þar sem fyrirhugaðir tínslustaðir verði teknir út. En hvaða tegundum er helst sóst eftir? "Það eru til dæmis vallhumall, ætihvönn, mjaðurt, fjallagrös, smári, blóðberg, baldursbrá, klóelfting og maríustakkur," upplýsir Bjarnheiður. Hún segir tvö íslensk fyrirtæki í eigu kvenna vera í samstarfi við Freyjurnar, annað í matvælaframleiðslu og hitt í snyrtivörugeiranum og muni þau koma til með að kaupa jurtir af konum víða um land. En skyldi markaðurinn vera ótakmarkaður? "Nei, örugglega ekki en bæði fyrirtækin eru í útflutningi og heimurinn er svolítið stór," svarar hún brosandi. Aðspurð segir Bjarnheiður körlum ekki meinaður aðgangur að grasatínslunni og því síður ætlunina að stuðla að hjónaskilnuðum, þannig að hjón sem stundi þessa iðju saman séu velkomin. Hinsvegar sé verkefnið sérstaklega ætlað konum og þeim finnist það greinilega heillandi. "Hljómgrunnurinn er góður en við erum bara að stíga fyrstu skrefin." segir hún að lokum. Atvinna Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Þar sem eftirspurn er eftir afurðum úr íslenskum jurtum ákváðum við að bjóða upp á námskeið í tínslu og meðhöndlun þeirra meðal kvenna sem hafa aðgang að hentugu landi," segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, starfsmaður verkefnisins Fósturlandsins freyjur. Hún segir kennsluna verða á hendi sérfræðinga Vistfræðistofunnar og býst við að námskeiðin verði haldin á þremur stöðum á landsbyggðinni og staðsett eftir þátttöku á hverju svæði fyrir sig. Mikill áhugi sé fyrir þeim. "Á fimmta tug kvenna hefur haft samband eftir að við auglýstum. Þær eru óskaplega glaðar yfir því að eitthvað skuli vera gert á þessu sviði," segir hún. Fósturlandsins freyjur er þriggja ára verkefni á vegum atvinnu og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar og er ætlað konum í dreifbýli. Bjarnheiður segir hægt að skipta þeim í þrjá hópa sem hafi haft samband vegna jurtatínslunnar. Í einum þeirra séu konur sem hafi áhuga á að tína villtan gróður. Annar hafi áhuga á að rækta og tína jurtir á jörðum sínum og í þriðja hópnum séu konur sem vilji vinna afurðir úr jurtum. "Þannig að þetta kann að hafa margfeldisáhrif þegar upp er staðið," segir hún ánægjulega og bætir við að í kjölfar námskeiðanna verði farið í þróunarvinnu með þeim konum sem áhuga hafi á því. Síðan taki við lífrænisvottun þar sem fyrirhugaðir tínslustaðir verði teknir út. En hvaða tegundum er helst sóst eftir? "Það eru til dæmis vallhumall, ætihvönn, mjaðurt, fjallagrös, smári, blóðberg, baldursbrá, klóelfting og maríustakkur," upplýsir Bjarnheiður. Hún segir tvö íslensk fyrirtæki í eigu kvenna vera í samstarfi við Freyjurnar, annað í matvælaframleiðslu og hitt í snyrtivörugeiranum og muni þau koma til með að kaupa jurtir af konum víða um land. En skyldi markaðurinn vera ótakmarkaður? "Nei, örugglega ekki en bæði fyrirtækin eru í útflutningi og heimurinn er svolítið stór," svarar hún brosandi. Aðspurð segir Bjarnheiður körlum ekki meinaður aðgangur að grasatínslunni og því síður ætlunina að stuðla að hjónaskilnuðum, þannig að hjón sem stundi þessa iðju saman séu velkomin. Hinsvegar sé verkefnið sérstaklega ætlað konum og þeim finnist það greinilega heillandi. "Hljómgrunnurinn er góður en við erum bara að stíga fyrstu skrefin." segir hún að lokum.
Atvinna Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira