Popp og pólitík 9. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson veltir því fyrir sér hvort popp og pólitík passi saman?Það er ekkert undarlegt að í Bandaríkjunum skuli vera búið að breyta pólitík í skemmtiefni. Michael Moore er líklegast með mikilvægari hreyfiöflum í landinu núna. Að minnsta kosti óttast Bush Bandaríkjaforseti nýjustu mynd hans Fahrenheit 9/11 svo mikið að hann reyndi hvað hann gat til þess að stöðva dreifingu hennar. Ég hef einnig heyrt af því sögur að verðirnir hjá vegabréfaskoðuninni spyrji túrista hvað þeim finnist um Moore og myndir hans.Við megum aldrei gleyma því að Moore er sjálfur stjórnmálamaður. Þetta gæti því hugsanlega hrint af stað nýrri tískubylgju. Nú fara allir flokkarnir að gera svipaðar áróðursmyndir og henda þeim í bíó sem "spaugilegum heimildamyndum".Repúblíkanaflokkurinn gæti til dæmis gert myndina "Dræsur demókratanna", þar sem fjallað verður um lauslæti Bill Clinton, John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson. Þannig væri hægt að telja bandarísku þjóðinni trú um að demókrataflokkurinn sé í raun samtök öfgasinnaðra mormóna sem berjast á bak við tjöldin fyrir fjölkvæni karlmanna. Þar verða sýndar myndir af Bill Clinton sem ungum manni í jakkafötum á hjóli, með nafnskilti á ferð á milli húsa að breiða út boðskapinn.Svo gætu íslenskir stjórnmálamenn tekið upp á þessu líka. Sjálfstæðisflokkurinn gæti til dæmis gert myndina "Strengjabrúðustjórinn". Hún myndi fjalla um mann sem ætti öll fjölmiðlafyrirtæki landsins. Þar væri sýnt fram á að Stjórinn gæti stjórnað hugsunum allra blaðamanna og fengið þá til að skrifa nákvæmlega það sem hann einn vildi. Hálft þjóðfélagið væri svo auðvitað að taka þátt í því ráðabruggi að steypa góðhjartaða leiðtoganum af stóli. Hmm... galin hugmynd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Birgir Örn Steinarsson veltir því fyrir sér hvort popp og pólitík passi saman?Það er ekkert undarlegt að í Bandaríkjunum skuli vera búið að breyta pólitík í skemmtiefni. Michael Moore er líklegast með mikilvægari hreyfiöflum í landinu núna. Að minnsta kosti óttast Bush Bandaríkjaforseti nýjustu mynd hans Fahrenheit 9/11 svo mikið að hann reyndi hvað hann gat til þess að stöðva dreifingu hennar. Ég hef einnig heyrt af því sögur að verðirnir hjá vegabréfaskoðuninni spyrji túrista hvað þeim finnist um Moore og myndir hans.Við megum aldrei gleyma því að Moore er sjálfur stjórnmálamaður. Þetta gæti því hugsanlega hrint af stað nýrri tískubylgju. Nú fara allir flokkarnir að gera svipaðar áróðursmyndir og henda þeim í bíó sem "spaugilegum heimildamyndum".Repúblíkanaflokkurinn gæti til dæmis gert myndina "Dræsur demókratanna", þar sem fjallað verður um lauslæti Bill Clinton, John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson. Þannig væri hægt að telja bandarísku þjóðinni trú um að demókrataflokkurinn sé í raun samtök öfgasinnaðra mormóna sem berjast á bak við tjöldin fyrir fjölkvæni karlmanna. Þar verða sýndar myndir af Bill Clinton sem ungum manni í jakkafötum á hjóli, með nafnskilti á ferð á milli húsa að breiða út boðskapinn.Svo gætu íslenskir stjórnmálamenn tekið upp á þessu líka. Sjálfstæðisflokkurinn gæti til dæmis gert myndina "Strengjabrúðustjórinn". Hún myndi fjalla um mann sem ætti öll fjölmiðlafyrirtæki landsins. Þar væri sýnt fram á að Stjórinn gæti stjórnað hugsunum allra blaðamanna og fengið þá til að skrifa nákvæmlega það sem hann einn vildi. Hálft þjóðfélagið væri svo auðvitað að taka þátt í því ráðabruggi að steypa góðhjartaða leiðtoganum af stóli. Hmm... galin hugmynd?