Fótbolti eða bíó 8. júlí 2004 00:01 Svanborg Sigmarsdóttir veltir fyrir sér íþróttum sem skemmtun. Um daginn var einn vinur minn að reyna að halda því fram að stórkeppnir í íþróttum, líkt og nýafstaðið Evrópumót í knattspyrnu, sé greinilega komið innan ramma skemmtanaiðnaðarins. Hans rök fyrir þessu var að líf fólks á öllum aldri, jafnt konur sem karlar sem aldrei hafa sýnt þessari íþrótt nokkurn áhuga, riðlast allt í einu af því það er úrslitaleikur í gangi. Auglýsingatekjur þekktra nafna í boltanum eru gígantískar og nöfn Tom Cruise og Davids Beckham eru álíka þekkt á hverju heimili. Þessu ætla ég ekkert að mótmæla, enda hafa áhorfendaíþróttir alltaf fallið innan ramma skemmtana. Eini munurinn á atriðum rómversku bardagaþrælanna og bandarískra glímukappa í dag er raunveruleikinn. Í báðum tilfellum er barist til að skemmta áhorfendum. Í síðari tilfellinu hafa þeir farið á leiklistarnámskeið. Það verður að viðurkennast að sumar íþróttir eru leiðinlegar til áhorfs. Þó svo sjálf hafi ég ekki horft á fótboltaleik í mörg ár, þá skil ég nokkurn veginn hverju fólk er að sækjast eftir. Af hverju fólk mætir til að horfa á keilu, pílukast og golf get ég engan veginn skilið. Það er möguleiki, með nærmyndum og réttri klippingu að láta golf virka spennandi í sjónvarpi, en sá fítus er ekki fyrir hendi á vellinum. Íþróttir eru tvíþættar, þær eru bæði hollar og góðar fyrir þá sem taka þátt, fyrir utan að sjálfsögðu öll íþróttameiðslin og þegar keppnisskapið dregur mann í ógöngur en fyrir þá sem ekki taka þátt - sem eru fjölmargir - er aðalmálið að fylgjast með. Hver er þá munurinn á því að horfa á fótbolta eða bíómynd? Leikaraskapurinn í íþróttunum og líkamleg þjálfun leikara virðist kominn á það stig að lítið ber á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Svanborg Sigmarsdóttir veltir fyrir sér íþróttum sem skemmtun. Um daginn var einn vinur minn að reyna að halda því fram að stórkeppnir í íþróttum, líkt og nýafstaðið Evrópumót í knattspyrnu, sé greinilega komið innan ramma skemmtanaiðnaðarins. Hans rök fyrir þessu var að líf fólks á öllum aldri, jafnt konur sem karlar sem aldrei hafa sýnt þessari íþrótt nokkurn áhuga, riðlast allt í einu af því það er úrslitaleikur í gangi. Auglýsingatekjur þekktra nafna í boltanum eru gígantískar og nöfn Tom Cruise og Davids Beckham eru álíka þekkt á hverju heimili. Þessu ætla ég ekkert að mótmæla, enda hafa áhorfendaíþróttir alltaf fallið innan ramma skemmtana. Eini munurinn á atriðum rómversku bardagaþrælanna og bandarískra glímukappa í dag er raunveruleikinn. Í báðum tilfellum er barist til að skemmta áhorfendum. Í síðari tilfellinu hafa þeir farið á leiklistarnámskeið. Það verður að viðurkennast að sumar íþróttir eru leiðinlegar til áhorfs. Þó svo sjálf hafi ég ekki horft á fótboltaleik í mörg ár, þá skil ég nokkurn veginn hverju fólk er að sækjast eftir. Af hverju fólk mætir til að horfa á keilu, pílukast og golf get ég engan veginn skilið. Það er möguleiki, með nærmyndum og réttri klippingu að láta golf virka spennandi í sjónvarpi, en sá fítus er ekki fyrir hendi á vellinum. Íþróttir eru tvíþættar, þær eru bæði hollar og góðar fyrir þá sem taka þátt, fyrir utan að sjálfsögðu öll íþróttameiðslin og þegar keppnisskapið dregur mann í ógöngur en fyrir þá sem ekki taka þátt - sem eru fjölmargir - er aðalmálið að fylgjast með. Hver er þá munurinn á því að horfa á fótbolta eða bíómynd? Leikaraskapurinn í íþróttunum og líkamleg þjálfun leikara virðist kominn á það stig að lítið ber á milli.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun