Þungarokk í belgískri sveit 7. júlí 2004 00:01 Fannar Örn Karlsson er nítján ára og liðsmaður í Götuhernaðinum. Hann fór á tónleika og rankaði svo við sér matar- og húsnæðislaus í belgískri sveit. "Ég fór til Belgíu með félögum mínum á IPER Hardcore Festival þar sem er einkum leikið svæsið þungarokk og svo fréttum við af tónleikum með íslensku hljómsveitinni I-Adapt sem var á Evróputúr. Þetta voru pínulítilir tónleikar í pínulitlum bæ en við vorum kátir og ákváðum að skella okkur. Bærinn var svo lítill að þar var ekki einu sinni lestarstöð heldur þurftum við nánast að hoppa út úr lestinni á ferð. Tónleikarnir voru frábærir en þegar þeim var lokið komumst við að því að bærinn var of lítill til að það borgaði sig að hafa þar hótel. Við vorum sem sagt lengst úti í sveit í Belgíu, með enga gistingu og matarlausir því það var auðvitað löngu búið að loka einu búðinni í bænum. Þetta bjargaðist þannig að félagar okkar í hljómsveitinni þekktu fólk sem var til í að skjóta skjólshúsi yfir okkur. Það fólk bjó langt í burtu, eiginlega í úthverfinu af þessu smáþorpi og við þurftum fyrst að taka lest og svo fara hálftíma í bíl. Við enduðum heima hjá þessu fólki, fengum að gista og borða og þau voru mjög góð við okkur þannig að þetta fór allt vel." En skyldi Fannar ætla að ferðast eitthvað í sumar? "Ég var að koma frá Danmörku og ætla til Bretlands að vinna fyrir þungarokkshljómsveit, selja boli og þess háttar. Annars fer sumarið hjá mér aðallega í það að vinna með Götuhernaðinum," segir Fannar og er búinn að tryggja sér bed-and-breakfast í Bretlandi. Ferðalög Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fannar Örn Karlsson er nítján ára og liðsmaður í Götuhernaðinum. Hann fór á tónleika og rankaði svo við sér matar- og húsnæðislaus í belgískri sveit. "Ég fór til Belgíu með félögum mínum á IPER Hardcore Festival þar sem er einkum leikið svæsið þungarokk og svo fréttum við af tónleikum með íslensku hljómsveitinni I-Adapt sem var á Evróputúr. Þetta voru pínulítilir tónleikar í pínulitlum bæ en við vorum kátir og ákváðum að skella okkur. Bærinn var svo lítill að þar var ekki einu sinni lestarstöð heldur þurftum við nánast að hoppa út úr lestinni á ferð. Tónleikarnir voru frábærir en þegar þeim var lokið komumst við að því að bærinn var of lítill til að það borgaði sig að hafa þar hótel. Við vorum sem sagt lengst úti í sveit í Belgíu, með enga gistingu og matarlausir því það var auðvitað löngu búið að loka einu búðinni í bænum. Þetta bjargaðist þannig að félagar okkar í hljómsveitinni þekktu fólk sem var til í að skjóta skjólshúsi yfir okkur. Það fólk bjó langt í burtu, eiginlega í úthverfinu af þessu smáþorpi og við þurftum fyrst að taka lest og svo fara hálftíma í bíl. Við enduðum heima hjá þessu fólki, fengum að gista og borða og þau voru mjög góð við okkur þannig að þetta fór allt vel." En skyldi Fannar ætla að ferðast eitthvað í sumar? "Ég var að koma frá Danmörku og ætla til Bretlands að vinna fyrir þungarokkshljómsveit, selja boli og þess háttar. Annars fer sumarið hjá mér aðallega í það að vinna með Götuhernaðinum," segir Fannar og er búinn að tryggja sér bed-and-breakfast í Bretlandi.
Ferðalög Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira