Sendiherra hefur gaman af fólki 5. júlí 2004 00:01 Hjálmar W. Hannesson hefur verið í utanríkisþjónustunni í tæp þrjátíu ár og er nú sendiherra og fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann er staddur á Íslandi í sumarleyfi. Hvernig lá leið hans í þetta starf? "Ég byrjaði í ársbyrjun 1976 sem sendiráðsritari í Brussel. Svo var ég sendiráðunautur í Stokkhólmi, sendifulltrúi í Vínarborg með aðsetur á Íslandi og loks sendiherra í Bonn. Þetta er einskonar tröppugangur. Stjórnmálafræði og lögfræði eru algengur grunnur og ég er stjórnmálafræðingur með áherslu á alþjóðastjórnmál." Hvað þarf sendiherra að hafa til að bera? "Sendiherra þarf að hafa gaman af að umgangast fólk, hafa áhuga á því og geta talað við það. Málakunnátta er nauðsynleg og að þekkja og geta haldið fram málstað Íslands. Í sendiráði gagnvart ríki, eins og í Kína til dæmis, er maður að kynna Ísland, halda fram gæðum íslenskrar vöru, reyna að koma á viðskipta- og menningartengslum og þess háttar. Sumir sendiherrar eru hinsvegar hjá alþjóðastofnunum og þá snýst starfið um aðra hluti. Núna er ég fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og held fram málstað og skoðunum Íslands þar." Erfitt er að lýsa hefðbundnum vinnudegi sendiherra því hann er afskaplega mismunandi milli landa og staða. "Dagurinn hjá mér núna hefst eldsnemma á morgnana því ég þarf að hringja heim í ráðuneytið áður en lokar en tímamunurinn er fimm tímar. Svo er ég á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum frá tíu til sex og fer á skrifstofuna í fundahléi í hádeginu. Svo eru nánast alltaf móttökur á kvöldin þar sem skipst er á skoðunum og oft hægt að finna lausnir bak við tjöldin. Vinnudagurinn er því oft ansi langur og ég hef aldrei haft jafnmikið að gera og núna." Og Hjálmar hefur vissulega samanburðinn því hann hefur starfað um allan heim. "Ég byrjaði í Brussel og Stokkhólmi, kom svo heim en var alltaf með annan fótinn í Vín. Næst fór ég til Bonn og þaðan beint til Peking og stofnaði sendiráðið í Kína. Eftir það fór ég til Kanada og stofnaði sendiráðið í Ottawa og nú er ég í New York. Á öllum þessum stöðum hefur konan mín, hún Anna verið með mér, en starf maka sendiherrans er ekki síður mikilvægt en sendiherrans sjálfs. Við höfum reynt að halda í ræturnar, eigum heimili, börn og barnabörn hér á Íslandi og komum heim á hverju sumri." Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? "Þessu er erfitt að svara því það er svo margt ánægjulegt sem fylgir starfinu. En það er sennilega í fyrsta sæti að kynnast nýju fólki, framandi slóðum og menningu. Fyrst voru ferðalögin skemmtilegust en þau eru ekki efst á blaði núna get ég sagt þér. Ferðalög geta verið mjög erfið og lýjandi," segir Hjálmar og nýtur þess að halda kyrru fyrir á Íslandi í sumar. Atvinna Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hjálmar W. Hannesson hefur verið í utanríkisþjónustunni í tæp þrjátíu ár og er nú sendiherra og fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann er staddur á Íslandi í sumarleyfi. Hvernig lá leið hans í þetta starf? "Ég byrjaði í ársbyrjun 1976 sem sendiráðsritari í Brussel. Svo var ég sendiráðunautur í Stokkhólmi, sendifulltrúi í Vínarborg með aðsetur á Íslandi og loks sendiherra í Bonn. Þetta er einskonar tröppugangur. Stjórnmálafræði og lögfræði eru algengur grunnur og ég er stjórnmálafræðingur með áherslu á alþjóðastjórnmál." Hvað þarf sendiherra að hafa til að bera? "Sendiherra þarf að hafa gaman af að umgangast fólk, hafa áhuga á því og geta talað við það. Málakunnátta er nauðsynleg og að þekkja og geta haldið fram málstað Íslands. Í sendiráði gagnvart ríki, eins og í Kína til dæmis, er maður að kynna Ísland, halda fram gæðum íslenskrar vöru, reyna að koma á viðskipta- og menningartengslum og þess háttar. Sumir sendiherrar eru hinsvegar hjá alþjóðastofnunum og þá snýst starfið um aðra hluti. Núna er ég fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og held fram málstað og skoðunum Íslands þar." Erfitt er að lýsa hefðbundnum vinnudegi sendiherra því hann er afskaplega mismunandi milli landa og staða. "Dagurinn hjá mér núna hefst eldsnemma á morgnana því ég þarf að hringja heim í ráðuneytið áður en lokar en tímamunurinn er fimm tímar. Svo er ég á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum frá tíu til sex og fer á skrifstofuna í fundahléi í hádeginu. Svo eru nánast alltaf móttökur á kvöldin þar sem skipst er á skoðunum og oft hægt að finna lausnir bak við tjöldin. Vinnudagurinn er því oft ansi langur og ég hef aldrei haft jafnmikið að gera og núna." Og Hjálmar hefur vissulega samanburðinn því hann hefur starfað um allan heim. "Ég byrjaði í Brussel og Stokkhólmi, kom svo heim en var alltaf með annan fótinn í Vín. Næst fór ég til Bonn og þaðan beint til Peking og stofnaði sendiráðið í Kína. Eftir það fór ég til Kanada og stofnaði sendiráðið í Ottawa og nú er ég í New York. Á öllum þessum stöðum hefur konan mín, hún Anna verið með mér, en starf maka sendiherrans er ekki síður mikilvægt en sendiherrans sjálfs. Við höfum reynt að halda í ræturnar, eigum heimili, börn og barnabörn hér á Íslandi og komum heim á hverju sumri." Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? "Þessu er erfitt að svara því það er svo margt ánægjulegt sem fylgir starfinu. En það er sennilega í fyrsta sæti að kynnast nýju fólki, framandi slóðum og menningu. Fyrst voru ferðalögin skemmtilegust en þau eru ekki efst á blaði núna get ég sagt þér. Ferðalög geta verið mjög erfið og lýjandi," segir Hjálmar og nýtur þess að halda kyrru fyrir á Íslandi í sumar.
Atvinna Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira