Eftirminnileg ferð 30. júní 2004 00:01 Hörður Bragason organisti í Grafarvogskirkju hefur farið í mörg ferðalög um allan heim en minnistæðust er honum ferð sem hann fór í þegar hann var lítill. "Ég fór í jeppaferð yfir Sprengisand með pabba, mömmu, bróður og litlu systur sem var fjögurra ára. Pabbi var landmælingamaður og átti Land Rover, árgerð 1962 og við vorum eina fólkið í stóru blokkinni sem við bjuggum í sem átti jeppa. Það þótti nú ekki mjög fínt en gerði það samt að verkum að við komumst í þessa vikuferð. Það var ryk og sól og bekkirnir aftur í Land Rovernum voru óþægilegir en þetta var samt æðislegt. Það sem var hvað ótrúlegast við þetta ferðalag var að við bræðurnir, sem vorum níu og tíu ára þegar þetta var, trúðum öllu sem litla systir okkar sagði okkur og ferðin var svoleiðis að hún lýsti því sem myndi bera fyrir augu og við biðum eftir því að sjá það sem hún var búin að segja okkur frá. Hvergi var hræðu að sjá og við vorum alein í heiminum fyrir utan tvo fjallabíla frá Úlfari Jakobsen sem voru troðfullir af útlendingum. Okkur var meinilla við þessa bíla og fólkið sem var í þeim enda hétu bílarnir Fanturinn og Frekjan. Við vorum fljót að fara burt þegar við sáum þá einhvers staðar. Við fórum á staði sem hétu skrýtnum nöfnum eins og Eyvindakofaver og fórum líka í Jökulheima nema litla systir mín sem vissi alltaf best hvað staðirnir hétu var búin að ákveða að þeir hétu Nagheimar því þar bjuggu tröll sem nöguðu beinin. Þegar við komum af sandinum var farið til Akureyrar og Bryndís systir sagði okkur nákvæmlega hvernig allt yrði þar. Hún sagði að þar væru fjólubláir útikamrar og ég man ekki betur en að hún hafi haft hárrétt fyrir sér. Ég hef ekki farið yfir Sprengisand síðan þetta var en stefni eindregið þangað og er mjög spenntur að sjá hvort staðirnir sem Bryndís systir lýsti eru enn þar sem við skildum við þá og hvort fjólubláu kamrarnir standa enn við hvert hús á Akureyri. Ferðalög Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hörður Bragason organisti í Grafarvogskirkju hefur farið í mörg ferðalög um allan heim en minnistæðust er honum ferð sem hann fór í þegar hann var lítill. "Ég fór í jeppaferð yfir Sprengisand með pabba, mömmu, bróður og litlu systur sem var fjögurra ára. Pabbi var landmælingamaður og átti Land Rover, árgerð 1962 og við vorum eina fólkið í stóru blokkinni sem við bjuggum í sem átti jeppa. Það þótti nú ekki mjög fínt en gerði það samt að verkum að við komumst í þessa vikuferð. Það var ryk og sól og bekkirnir aftur í Land Rovernum voru óþægilegir en þetta var samt æðislegt. Það sem var hvað ótrúlegast við þetta ferðalag var að við bræðurnir, sem vorum níu og tíu ára þegar þetta var, trúðum öllu sem litla systir okkar sagði okkur og ferðin var svoleiðis að hún lýsti því sem myndi bera fyrir augu og við biðum eftir því að sjá það sem hún var búin að segja okkur frá. Hvergi var hræðu að sjá og við vorum alein í heiminum fyrir utan tvo fjallabíla frá Úlfari Jakobsen sem voru troðfullir af útlendingum. Okkur var meinilla við þessa bíla og fólkið sem var í þeim enda hétu bílarnir Fanturinn og Frekjan. Við vorum fljót að fara burt þegar við sáum þá einhvers staðar. Við fórum á staði sem hétu skrýtnum nöfnum eins og Eyvindakofaver og fórum líka í Jökulheima nema litla systir mín sem vissi alltaf best hvað staðirnir hétu var búin að ákveða að þeir hétu Nagheimar því þar bjuggu tröll sem nöguðu beinin. Þegar við komum af sandinum var farið til Akureyrar og Bryndís systir sagði okkur nákvæmlega hvernig allt yrði þar. Hún sagði að þar væru fjólubláir útikamrar og ég man ekki betur en að hún hafi haft hárrétt fyrir sér. Ég hef ekki farið yfir Sprengisand síðan þetta var en stefni eindregið þangað og er mjög spenntur að sjá hvort staðirnir sem Bryndís systir lýsti eru enn þar sem við skildum við þá og hvort fjólubláu kamrarnir standa enn við hvert hús á Akureyri.
Ferðalög Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira