Úrslit í samræmi við kannanir 28. júní 2004 00:01 "Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir," segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í könnun Fréttablaðsins þriðjudaginn 22. júní, fjórum dögum fyrir kosningar, mældist Ólafur Ragnar með 71,9 prósent fylgi en fékk 67,9. Ástþóri Magnússyni var spáð 1,2 prósent fylgi en fékk 1,5 prósent. Baldur Ágústsson mældist með 6,2 prósent í könnuninni en hlaut 9,9 prósent. Aðeins munaði einum tíunda hluta úr prósentustigi á könnun Fréttablaðsins hlutfall auðra seðla og úrslitum kosninganna. Í könnuninni ætluðu 20,6 prósent að skila auðu en 22,5 prósent gerðu það þegar upp var staðið. Könnun IMG Gallups frá 16. júní spáði Ólafi Ragnari svipuðu fylgi og Fréttablaðið eða 71,4 prósent atkvæða. Hún spáði Ástþóri 0,6 prósent fylgi og Baldri 7,9 prósentum. Athygli vekur að bæði könnun Fréttablaðsins og Gallups bentu til mun meiri kjörsóknar en raunin varð. Þórólfur segir rétt að staldra við það og spyrja hvort eitthvað hafi gerst síðustu dagana fyrir kosningar sem hafi dregið úr kjörsókn. "Það er ýmislegt sem kemur til greina. Í fyrsta lagi má vera að það hafi hreinlega verið ofmat á kjörsókn í skoðanakönnunum. Í öðru lagi má spyrja hvort áhrifin og stemningin í kringum fjölmiðlafrumvarpið, sem hefði hugsanlega ýtt undir kjörsókn, hafi fjarað út síðustu dagana fyrir kosningar. Í þriðja lagi kemur til greina að skoðanakannanirnar sjálfar hafi átt þátt í að draga úr kjörsókn, því þær sýndu yfirburða stöðu Ólafs Ragnars og það hefur ef til vill latt fólk til að mæta á kjörstað." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
"Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir," segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í könnun Fréttablaðsins þriðjudaginn 22. júní, fjórum dögum fyrir kosningar, mældist Ólafur Ragnar með 71,9 prósent fylgi en fékk 67,9. Ástþóri Magnússyni var spáð 1,2 prósent fylgi en fékk 1,5 prósent. Baldur Ágústsson mældist með 6,2 prósent í könnuninni en hlaut 9,9 prósent. Aðeins munaði einum tíunda hluta úr prósentustigi á könnun Fréttablaðsins hlutfall auðra seðla og úrslitum kosninganna. Í könnuninni ætluðu 20,6 prósent að skila auðu en 22,5 prósent gerðu það þegar upp var staðið. Könnun IMG Gallups frá 16. júní spáði Ólafi Ragnari svipuðu fylgi og Fréttablaðið eða 71,4 prósent atkvæða. Hún spáði Ástþóri 0,6 prósent fylgi og Baldri 7,9 prósentum. Athygli vekur að bæði könnun Fréttablaðsins og Gallups bentu til mun meiri kjörsóknar en raunin varð. Þórólfur segir rétt að staldra við það og spyrja hvort eitthvað hafi gerst síðustu dagana fyrir kosningar sem hafi dregið úr kjörsókn. "Það er ýmislegt sem kemur til greina. Í fyrsta lagi má vera að það hafi hreinlega verið ofmat á kjörsókn í skoðanakönnunum. Í öðru lagi má spyrja hvort áhrifin og stemningin í kringum fjölmiðlafrumvarpið, sem hefði hugsanlega ýtt undir kjörsókn, hafi fjarað út síðustu dagana fyrir kosningar. Í þriðja lagi kemur til greina að skoðanakannanirnar sjálfar hafi átt þátt í að draga úr kjörsókn, því þær sýndu yfirburða stöðu Ólafs Ragnars og það hefur ef til vill latt fólk til að mæta á kjörstað."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira