Úrslit í samræmi við kannanir 28. júní 2004 00:01 "Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir," segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í könnun Fréttablaðsins þriðjudaginn 22. júní, fjórum dögum fyrir kosningar, mældist Ólafur Ragnar með 71,9 prósent fylgi en fékk 67,9. Ástþóri Magnússyni var spáð 1,2 prósent fylgi en fékk 1,5 prósent. Baldur Ágústsson mældist með 6,2 prósent í könnuninni en hlaut 9,9 prósent. Aðeins munaði einum tíunda hluta úr prósentustigi á könnun Fréttablaðsins hlutfall auðra seðla og úrslitum kosninganna. Í könnuninni ætluðu 20,6 prósent að skila auðu en 22,5 prósent gerðu það þegar upp var staðið. Könnun IMG Gallups frá 16. júní spáði Ólafi Ragnari svipuðu fylgi og Fréttablaðið eða 71,4 prósent atkvæða. Hún spáði Ástþóri 0,6 prósent fylgi og Baldri 7,9 prósentum. Athygli vekur að bæði könnun Fréttablaðsins og Gallups bentu til mun meiri kjörsóknar en raunin varð. Þórólfur segir rétt að staldra við það og spyrja hvort eitthvað hafi gerst síðustu dagana fyrir kosningar sem hafi dregið úr kjörsókn. "Það er ýmislegt sem kemur til greina. Í fyrsta lagi má vera að það hafi hreinlega verið ofmat á kjörsókn í skoðanakönnunum. Í öðru lagi má spyrja hvort áhrifin og stemningin í kringum fjölmiðlafrumvarpið, sem hefði hugsanlega ýtt undir kjörsókn, hafi fjarað út síðustu dagana fyrir kosningar. Í þriðja lagi kemur til greina að skoðanakannanirnar sjálfar hafi átt þátt í að draga úr kjörsókn, því þær sýndu yfirburða stöðu Ólafs Ragnars og það hefur ef til vill latt fólk til að mæta á kjörstað." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
"Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir," segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í könnun Fréttablaðsins þriðjudaginn 22. júní, fjórum dögum fyrir kosningar, mældist Ólafur Ragnar með 71,9 prósent fylgi en fékk 67,9. Ástþóri Magnússyni var spáð 1,2 prósent fylgi en fékk 1,5 prósent. Baldur Ágústsson mældist með 6,2 prósent í könnuninni en hlaut 9,9 prósent. Aðeins munaði einum tíunda hluta úr prósentustigi á könnun Fréttablaðsins hlutfall auðra seðla og úrslitum kosninganna. Í könnuninni ætluðu 20,6 prósent að skila auðu en 22,5 prósent gerðu það þegar upp var staðið. Könnun IMG Gallups frá 16. júní spáði Ólafi Ragnari svipuðu fylgi og Fréttablaðið eða 71,4 prósent atkvæða. Hún spáði Ástþóri 0,6 prósent fylgi og Baldri 7,9 prósentum. Athygli vekur að bæði könnun Fréttablaðsins og Gallups bentu til mun meiri kjörsóknar en raunin varð. Þórólfur segir rétt að staldra við það og spyrja hvort eitthvað hafi gerst síðustu dagana fyrir kosningar sem hafi dregið úr kjörsókn. "Það er ýmislegt sem kemur til greina. Í fyrsta lagi má vera að það hafi hreinlega verið ofmat á kjörsókn í skoðanakönnunum. Í öðru lagi má spyrja hvort áhrifin og stemningin í kringum fjölmiðlafrumvarpið, sem hefði hugsanlega ýtt undir kjörsókn, hafi fjarað út síðustu dagana fyrir kosningar. Í þriðja lagi kemur til greina að skoðanakannanirnar sjálfar hafi átt þátt í að draga úr kjörsókn, því þær sýndu yfirburða stöðu Ólafs Ragnars og það hefur ef til vill latt fólk til að mæta á kjörstað."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira