Öðruvísi sumarvinna 25. júní 2004 00:01 "Það er mikill misskilningur að þetta sé auðvelt því þetta er alveg feikilega erfitt," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona. Margrét hefur síðustu fjögur sumur stjórnað flokki í Vinnuskóla Kópavogs. Flokkarnir sem Margrét hefur stjórnað eru þó ekki í útigöllunum að rífa arfa og tæta upp beð heldur setja þau upp leik- og söngsýningar út um allan bæ. "Þessir krakkar eru á alveg sömu launum og aðrir starfsmenn Vinnuskólans en ég held að þau vinni jafnvel aðeins meira. Þau fá laun frá Kópavogsbæ og ég leikstýri þeim," segir Margrét og bætir við að mikið sé beðið um hópinn á leikskóla og öðrum stöðum. "Við vorum til dæmis með atriði á 17. júní og leikrit á litla sviðinu. Síðan heimsækjum við staði sem vilja fá okkur til að skemmta og í næstu viku byrjum við á stórri sýningu. Þetta er eins konar lokaverkefni og verður sýningin haldin í Hjáleigunni í Kópavogi í lok júlí," segir Margrét, en þá mun kosta einhvern smápening inn og það rennur í ferðasjóð hópsins. "Við erum að safna því okkur langar að komast á landsmót unglinga á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Þar getum við haft atriði og tekið þátt í hæfileikakeppni svo eitthvað sé nefnt." Margrét er ekki ein í þessu heldur er hún með aðstoðarmann sem heitir Valdimar Kristjánsson. "Valdimar sér um tæknihliðina á þessu en annars er þetta óttalegur sjálfsþurftarbúskapur. Við fáum ekki mikið fjármagn og þurfum að redda öllum búningum og slíku sjálf," segir Margrét en er þó mjög ánægð með þennan hóp í ár. "Hópurinn er mjög lifandi og duglegur. Við erum tíu í hópum í ár en það eru opin pláss fyrir fjórtán krakka," segir Margrét, en yfirleitt eru það frekar stelpur sem sýna þessari vinnu áhuga en strákar. Fjölmiðlahópur í Hafnarfirði: Í Hafnarfirði er svipað starf og í Kópavogi. Þar eru starfræktir ýmsir hópar á vegum Vinnuskóla Hafnarfjarðar eins og fjöllistahópur, fjölmiðlahópur, listahópur, heilsuráð og kaffihúsarekstur. "Ástæðan fyrir því að við höfum svona breitt úrval af verkefnum er að Vinnuskóli Hafnarfjarðar rekur eiginlega allt sumarstarf í Hafnarfirði. Við erum til dæmis með krakka í skógrækt og inni á söfnum sem og skólagörðunum. Þannig að möguleikarnir eru geysilega margir fyrir okkur og getum við eiginlega gert það sem okkur dettur í hug," segir Ellert Baldur Magnússon, forstöðumaður Vinnuskólans í Hafnarfirði. Í fjölmiðlahópnum fá krakkarnir leiðsögn frá Hlyni Sigurðssyni, fréttamanni á Sjónvarpinu, ásamt flokkstjóra frá Vinnuskólanum. "Flestir krakkarnir í þessum hópi hafa verið að vinna við fjölmiðlun í félagsmiðstöðunum þannig að þetta er eins konar framhald af því starfi," segir Ellert, en í hópnum frá krakkarnir að gefa út blað og gera fræðslumyndband. Einnig fá krakkarnir að kenna deildarstjórum hjá ýmsum stofnunum á digital-myndavélar á ýmis myndvinnsluforrit. Listahópurinn hefur verið starfræktur í nánast áratug. "Í hópnum starfa krakkarnir sem skemmtikraftar og fara á milli staða og skemmta, eins og til dæmis á leikskóla og elliheimili. Það kemur líka oft fyrir að við förum með skemmtiatriði eitthvað þegar Hafnarfjarðarbær óskar eftir því," segir Ellert, en leiðbeinandi í þeim hóp er Sara Guðmundsdóttir ásamt flokkstjóra frá Vinnuskólanum. Kaffihúsarekstur Fjöllistahópurinn er tilraunaverkefni í ár. "Í þessum hópi er frekar einblínt á galdra og töfra og erum við til dæmis með Pétur Pókus til þess að hjálpa okkur," segir Ellert. Nýtt tilraunaverkefni hjá Vinnuskólanum kallast heilsuráð. Þar eru krakkar á aldrinum 14-16 ára sem hafa skarað fram úr í íþróttum. "Krakkarnir fá bæði verkefni eins og að skipuleggja íþróttadag fyrir leikjanámskeið og einnig eiga þau að vera fyrirmyndir fyrir unga krakka," segir Ellert en krakkarnir fara til dæmis á gæsluvelli og kynna íþróttirnar sem þeir iðka. Ein ein nýjung hefur sprottið upp í ár í Vinnuskólanum í Hafnarfirði og er það kaffihúsarekstur. Það verkefni var reyndar prófað í fyrra og gekk ágætlega. "Krakkarnir reka kaffihús í Hellisgerði og gera allt sjálfir," segir Ellert, en enn á eftir að koma reynsla á þetta verkefni. "Það má síðan ekki gleyma þeim krökkum sem vinna þessi hefðbundni störf í Vinnuskólanum. Þau eru mjög dugleg og gera mikið og það er einmitt stefnt að því að koma inn meiri fræðslu í það starf um garðyrkju og þess háttar. Þessir krakkar vinna mjög fjölbreytt starf og fá að skilja mikið eftir sig í umhverfinu," segir Ellert og bætir að yfir 1.100 manns séu starfandi hjá Vinnuskólanum í Hafnarfirði um þessar mundir. lilja@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Það er mikill misskilningur að þetta sé auðvelt því þetta er alveg feikilega erfitt," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona. Margrét hefur síðustu fjögur sumur stjórnað flokki í Vinnuskóla Kópavogs. Flokkarnir sem Margrét hefur stjórnað eru þó ekki í útigöllunum að rífa arfa og tæta upp beð heldur setja þau upp leik- og söngsýningar út um allan bæ. "Þessir krakkar eru á alveg sömu launum og aðrir starfsmenn Vinnuskólans en ég held að þau vinni jafnvel aðeins meira. Þau fá laun frá Kópavogsbæ og ég leikstýri þeim," segir Margrét og bætir við að mikið sé beðið um hópinn á leikskóla og öðrum stöðum. "Við vorum til dæmis með atriði á 17. júní og leikrit á litla sviðinu. Síðan heimsækjum við staði sem vilja fá okkur til að skemmta og í næstu viku byrjum við á stórri sýningu. Þetta er eins konar lokaverkefni og verður sýningin haldin í Hjáleigunni í Kópavogi í lok júlí," segir Margrét, en þá mun kosta einhvern smápening inn og það rennur í ferðasjóð hópsins. "Við erum að safna því okkur langar að komast á landsmót unglinga á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Þar getum við haft atriði og tekið þátt í hæfileikakeppni svo eitthvað sé nefnt." Margrét er ekki ein í þessu heldur er hún með aðstoðarmann sem heitir Valdimar Kristjánsson. "Valdimar sér um tæknihliðina á þessu en annars er þetta óttalegur sjálfsþurftarbúskapur. Við fáum ekki mikið fjármagn og þurfum að redda öllum búningum og slíku sjálf," segir Margrét en er þó mjög ánægð með þennan hóp í ár. "Hópurinn er mjög lifandi og duglegur. Við erum tíu í hópum í ár en það eru opin pláss fyrir fjórtán krakka," segir Margrét, en yfirleitt eru það frekar stelpur sem sýna þessari vinnu áhuga en strákar. Fjölmiðlahópur í Hafnarfirði: Í Hafnarfirði er svipað starf og í Kópavogi. Þar eru starfræktir ýmsir hópar á vegum Vinnuskóla Hafnarfjarðar eins og fjöllistahópur, fjölmiðlahópur, listahópur, heilsuráð og kaffihúsarekstur. "Ástæðan fyrir því að við höfum svona breitt úrval af verkefnum er að Vinnuskóli Hafnarfjarðar rekur eiginlega allt sumarstarf í Hafnarfirði. Við erum til dæmis með krakka í skógrækt og inni á söfnum sem og skólagörðunum. Þannig að möguleikarnir eru geysilega margir fyrir okkur og getum við eiginlega gert það sem okkur dettur í hug," segir Ellert Baldur Magnússon, forstöðumaður Vinnuskólans í Hafnarfirði. Í fjölmiðlahópnum fá krakkarnir leiðsögn frá Hlyni Sigurðssyni, fréttamanni á Sjónvarpinu, ásamt flokkstjóra frá Vinnuskólanum. "Flestir krakkarnir í þessum hópi hafa verið að vinna við fjölmiðlun í félagsmiðstöðunum þannig að þetta er eins konar framhald af því starfi," segir Ellert, en í hópnum frá krakkarnir að gefa út blað og gera fræðslumyndband. Einnig fá krakkarnir að kenna deildarstjórum hjá ýmsum stofnunum á digital-myndavélar á ýmis myndvinnsluforrit. Listahópurinn hefur verið starfræktur í nánast áratug. "Í hópnum starfa krakkarnir sem skemmtikraftar og fara á milli staða og skemmta, eins og til dæmis á leikskóla og elliheimili. Það kemur líka oft fyrir að við förum með skemmtiatriði eitthvað þegar Hafnarfjarðarbær óskar eftir því," segir Ellert, en leiðbeinandi í þeim hóp er Sara Guðmundsdóttir ásamt flokkstjóra frá Vinnuskólanum. Kaffihúsarekstur Fjöllistahópurinn er tilraunaverkefni í ár. "Í þessum hópi er frekar einblínt á galdra og töfra og erum við til dæmis með Pétur Pókus til þess að hjálpa okkur," segir Ellert. Nýtt tilraunaverkefni hjá Vinnuskólanum kallast heilsuráð. Þar eru krakkar á aldrinum 14-16 ára sem hafa skarað fram úr í íþróttum. "Krakkarnir fá bæði verkefni eins og að skipuleggja íþróttadag fyrir leikjanámskeið og einnig eiga þau að vera fyrirmyndir fyrir unga krakka," segir Ellert en krakkarnir fara til dæmis á gæsluvelli og kynna íþróttirnar sem þeir iðka. Ein ein nýjung hefur sprottið upp í ár í Vinnuskólanum í Hafnarfirði og er það kaffihúsarekstur. Það verkefni var reyndar prófað í fyrra og gekk ágætlega. "Krakkarnir reka kaffihús í Hellisgerði og gera allt sjálfir," segir Ellert, en enn á eftir að koma reynsla á þetta verkefni. "Það má síðan ekki gleyma þeim krökkum sem vinna þessi hefðbundni störf í Vinnuskólanum. Þau eru mjög dugleg og gera mikið og það er einmitt stefnt að því að koma inn meiri fræðslu í það starf um garðyrkju og þess háttar. Þessir krakkar vinna mjög fjölbreytt starf og fá að skilja mikið eftir sig í umhverfinu," segir Ellert og bætir að yfir 1.100 manns séu starfandi hjá Vinnuskólanum í Hafnarfirði um þessar mundir. lilja@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira