Íslensk hlutabréf í hæstu hæðum 23. júní 2004 00:01 Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira