Viðskipti Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi. Viðskipti innlent 11.10.2024 10:02 Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Alls hlutu í dag 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Metfjöldi viðurkenningarhafa tóku við viðurkenningu í dag, eða alls 130, fyrir að hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Viðskipti innlent 10.10.2024 21:09 Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. Viðskipti innlent 10.10.2024 14:26 Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga lækki úr 5,4 prósentum í 5,1 prósent milli mánaða í október. Verðbólgan var síðast í 5,1 prósenti í desember árið 2021. Neytendur 10.10.2024 10:43 Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni. Viðskipti innlent 10.10.2024 08:49 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. Atvinnulíf 10.10.2024 07:01 Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Forsvarsmenn Ikea á Íslandi hafa sett fyrstu fatalínuna í sögu húsgagnarisans í sölu hér á landi. Þannig er í fyrsta skipti hægt að versla sér Ikea peysur, Ikea hatt og Ikea regnhlíf svo eitthvað sé nefnt en þó einungis á meðan birgðir endast. Viðskipti innlent 9.10.2024 14:01 Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Ísleifur Orri Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar hjá VÍS, þar sem hann mun bera ábyrgð á því að framfylgja stefnu fyrirtækisins um samhæfða áhættustýringu. Viðskipti innlent 9.10.2024 13:46 Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. Neytendur 9.10.2024 10:40 Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. Viðskipti innlent 9.10.2024 10:17 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. Viðskipti innlent 9.10.2024 07:11 Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Atvinnulíf 9.10.2024 07:02 Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026. Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári. Viðskipti innlent 8.10.2024 13:47 Már nýr meðeigandi hjá Athygli Már Másson hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli og bætist samtímis í eigendahóp félagsins. Viðskipti innlent 8.10.2024 10:10 Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. Viðskipti erlent 8.10.2024 08:52 Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 8.10.2024 08:02 Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Hlutabréfaverð augnlyfjafyrirtækisins Oculis heldur áfram að hækka og tók stökk upp á 8,72 prósent í dag. Gengi Play hækkaði þó enn meira en það í örviðskiptum upp á fimm milljónir króna. Viðskipti innlent 7.10.2024 17:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. Viðskipti innlent 7.10.2024 15:20 Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Eigandi fiskbúðar sem opnar í Laugardalnum í dag segir að þó fiskbúðum fækki ört í borginni sé ákall frá íbúum um sérverslanir í nærumhverfinu. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu eigi enn við. Viðskipti innlent 7.10.2024 15:10 Alma til Pipars\TBWA Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið Ölmu Finnbogadóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum, til starfa í samskipta- og almannatengsladeild stofunnar. Viðskipti innlent 7.10.2024 11:38 Uppsagnir hjá Veitum Þrettán manns var sagt upp hjá Veitum í lok septembermánaðar. Uppsagnirnar tengjast breytingum tengdum flutningi mælaþjónustu Veitna til Securitas. Viðskipti innlent 7.10.2024 08:34 Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. Atvinnulíf 7.10.2024 07:02 „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Ég vildi að Bjössi notaði húðvörur en vissi að það myndi ekkert þýða að vera þá með margar tegundir. Þá þyrfti ég alltaf að vera að segja honum hvað hann þyrfti að nota,“ segir Hafdís Jónsdóttir og hlær. Atvinnulíf 6.10.2024 08:00 Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Framkvæmdastjórar fjögurra af stærstu markaðs- og auglýsingastofa landsins kannast við samdrátt undanfarna mánuði. Ekki hafi þó þurft að grípa til uppsagna nýlega og sums staðar hefur starfsfólki verið fjölgað. Viðskipti innlent 6.10.2024 07:01 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. Atvinnulíf 5.10.2024 10:00 Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda, ekki hægar en stýrivaxtahækkanir. Viðskipti innlent 4.10.2024 14:52 Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Landsbankinn hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og þá hafa allir stóru viðskiptabankarnir brugðist við lækkuninni. Viðskipti innlent 4.10.2024 13:36 Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðskipti innlent 4.10.2024 12:35 Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja allt að 45 prósent refsitoll á kínverska rafbíla þrátt fyrir andstöðu stærsta bílaframleiðanda álfunnar. Tollarnir eru svar við ríkisaðstoð við kínverska rafbílaframleiðslu sem ESB er ósátt við. Viðskipti erlent 4.10.2024 10:45 Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Heimar hf. hafa samþykkt kauptilboð Módelhúsa ehf. í fimm fasteignir, fyrir alls 3.275 milljónir króna. Módelhús eru í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddsonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. Viðskipti innlent 4.10.2024 10:37 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi. Viðskipti innlent 11.10.2024 10:02
Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Alls hlutu í dag 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Metfjöldi viðurkenningarhafa tóku við viðurkenningu í dag, eða alls 130, fyrir að hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Viðskipti innlent 10.10.2024 21:09
Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. Viðskipti innlent 10.10.2024 14:26
Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga lækki úr 5,4 prósentum í 5,1 prósent milli mánaða í október. Verðbólgan var síðast í 5,1 prósenti í desember árið 2021. Neytendur 10.10.2024 10:43
Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni. Viðskipti innlent 10.10.2024 08:49
Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. Atvinnulíf 10.10.2024 07:01
Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Forsvarsmenn Ikea á Íslandi hafa sett fyrstu fatalínuna í sögu húsgagnarisans í sölu hér á landi. Þannig er í fyrsta skipti hægt að versla sér Ikea peysur, Ikea hatt og Ikea regnhlíf svo eitthvað sé nefnt en þó einungis á meðan birgðir endast. Viðskipti innlent 9.10.2024 14:01
Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Ísleifur Orri Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar hjá VÍS, þar sem hann mun bera ábyrgð á því að framfylgja stefnu fyrirtækisins um samhæfða áhættustýringu. Viðskipti innlent 9.10.2024 13:46
Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. Neytendur 9.10.2024 10:40
Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. Viðskipti innlent 9.10.2024 10:17
Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. Viðskipti innlent 9.10.2024 07:11
Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Atvinnulíf 9.10.2024 07:02
Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026. Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári. Viðskipti innlent 8.10.2024 13:47
Már nýr meðeigandi hjá Athygli Már Másson hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli og bætist samtímis í eigendahóp félagsins. Viðskipti innlent 8.10.2024 10:10
Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. Viðskipti erlent 8.10.2024 08:52
Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 8.10.2024 08:02
Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Hlutabréfaverð augnlyfjafyrirtækisins Oculis heldur áfram að hækka og tók stökk upp á 8,72 prósent í dag. Gengi Play hækkaði þó enn meira en það í örviðskiptum upp á fimm milljónir króna. Viðskipti innlent 7.10.2024 17:02
Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. Viðskipti innlent 7.10.2024 15:20
Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Eigandi fiskbúðar sem opnar í Laugardalnum í dag segir að þó fiskbúðum fækki ört í borginni sé ákall frá íbúum um sérverslanir í nærumhverfinu. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu eigi enn við. Viðskipti innlent 7.10.2024 15:10
Alma til Pipars\TBWA Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið Ölmu Finnbogadóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum, til starfa í samskipta- og almannatengsladeild stofunnar. Viðskipti innlent 7.10.2024 11:38
Uppsagnir hjá Veitum Þrettán manns var sagt upp hjá Veitum í lok septembermánaðar. Uppsagnirnar tengjast breytingum tengdum flutningi mælaþjónustu Veitna til Securitas. Viðskipti innlent 7.10.2024 08:34
Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. Atvinnulíf 7.10.2024 07:02
„Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Ég vildi að Bjössi notaði húðvörur en vissi að það myndi ekkert þýða að vera þá með margar tegundir. Þá þyrfti ég alltaf að vera að segja honum hvað hann þyrfti að nota,“ segir Hafdís Jónsdóttir og hlær. Atvinnulíf 6.10.2024 08:00
Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Framkvæmdastjórar fjögurra af stærstu markaðs- og auglýsingastofa landsins kannast við samdrátt undanfarna mánuði. Ekki hafi þó þurft að grípa til uppsagna nýlega og sums staðar hefur starfsfólki verið fjölgað. Viðskipti innlent 6.10.2024 07:01
„Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. Atvinnulíf 5.10.2024 10:00
Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda, ekki hægar en stýrivaxtahækkanir. Viðskipti innlent 4.10.2024 14:52
Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Landsbankinn hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og þá hafa allir stóru viðskiptabankarnir brugðist við lækkuninni. Viðskipti innlent 4.10.2024 13:36
Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðskipti innlent 4.10.2024 12:35
Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja allt að 45 prósent refsitoll á kínverska rafbíla þrátt fyrir andstöðu stærsta bílaframleiðanda álfunnar. Tollarnir eru svar við ríkisaðstoð við kínverska rafbílaframleiðslu sem ESB er ósátt við. Viðskipti erlent 4.10.2024 10:45
Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Heimar hf. hafa samþykkt kauptilboð Módelhúsa ehf. í fimm fasteignir, fyrir alls 3.275 milljónir króna. Módelhús eru í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddsonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. Viðskipti innlent 4.10.2024 10:37