Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. Viðskipti innlent 1.7.2021 10:11 atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Viðskipti innlent 1.7.2021 09:28 2.700 fjárfestar vildu hluti í Solid Clouds fyrir 2,8 milljarða Um það bil 2.700 fjárfestar tóku þátt í hlutafjárútboði tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds og sendu þeir inn tilboð að andvirði 2,8 milljarða króna. Útboðinu lauk í dag en eftirspurnin var fjórföld. Viðskipti innlent 30.6.2021 19:47 Anna Björk formaður stjórnar FKA Framtíðar Anna Björk Árnadóttir er nýr formaður FKA Framtíðar en ný stjórn var kjörin á aðalfundi sem fram fór á dögunum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:48 Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:35 Nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs til að komast á svartan lista Halldór Kristmannsson segir að Róbert Wessman hafi beitt undirmenn sína þrýstingi árum saman til að koma höggi á hóp athafnamanna í íslensku viðskiptalífi. Halldór telur upp fjölda fólks sem hann segir Róbert hafa horn í síðu. Meðal annars Björgólfsfeðga, Birgi Bieltvedt og Heiðar Guðjónsson. Þá hafi Róbert haft frumkvæði að málsókn á hendur Björgólfi yngri í nafni hluthafa bankans. Viðskipti innlent 30.6.2021 13:13 Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Viðskipti innlent 30.6.2021 12:30 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti innlent 30.6.2021 11:29 Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo. Viðskipti innlent 30.6.2021 11:27 Félag Róberts kaupir 17 prósenta í Alvogen í Bandaríkjunum Aztiq Pharma Partners hefur keypt sautján prósenta hlut í Alvogen í Bandaríkjunum, eftir að hafa lokið fjármögnun upp á 12,4 milljarða króna, um hundrað milljóna Bandaríkjadala. Viðskipti innlent 30.6.2021 07:35 Hörður svarar fyrir sig: „Ég hef fylgt öllum siðareglum sem eru um hagsmunaárekstra í starfi“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir að ekkert í siðareglum Fréttablaðsins né Blaðamannafélagsins (BÍ) segi til um hlutabréfaeign blaðamanna. Hann segir túlkun formanns BÍ um að engu máli skipti hve stóran hlut blaðamenn eigi í fyrirtækjum undarlega. Viðskipti innlent 29.6.2021 20:11 Huppa sektuð um fimm milljónir fyrir að vakta fataskiptiaðstöðu Huppuís efh. hefur verið sektaður um fimm milljónir króna af Persónuvernd fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni af fimm ísbúðum fyrirtækisins. Vöktunin fór fram í rými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta. Viðskipti innlent 29.6.2021 19:45 Arftaki Camillu fær loksins nafn Langþráður draumur aðstandenda Bíó Paradísar um að eignast nýja poppvél rættist á dögunum. En til að nefna gripinn var brugðið til þess ráðs að leita til almennings eftir nafni. Vinningstillagan var hið hljómfagra nafn Maísól Camilludóttir. Viðskipti innlent 29.6.2021 14:19 Bætist í hóp eigenda EY Gunnar S. Magnússon hefur bæst í hóp eigenda EY, en hann leiðir sjálfbærniteymi EY sem stofnað var á árinu hjá félaginu. Viðskipti innlent 29.6.2021 12:31 Ráðin verkefnastjóri Stafræns Suðurlands Margrét Valgerður Helgadóttir, sérfræðingur í upplýsingatækni, hefur verið ráðin verkefnastjóri Stafræns Suðurlands. Viðskipti innlent 29.6.2021 12:17 Bein útsending: Opinn kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Solid Clouds Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka stendur fyrir opnum kynningarfundi klukkan 12:30 í dag vegna hlutafjárútboðs íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Viðskipti innlent 29.6.2021 11:46 900 milljóna gjaldþrot umdeildrar bílaleigu Skiptum er lokið í þrotabúi Grunda ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota í júní í fyrra. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu 898 milljónum króna. Viðskipti innlent 29.6.2021 11:43 Hafa náð samkomulagi um rekstur nýs veitingastaðar í Hörpu Nýr veitingastaður, „Hnoss“, mun opna á jarðhæð Hörpu í ágúst næstkomandi. Það er veitingafólkið Stefán Viðarsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem munu reka staðinn sem áætlað er að opni skömmu fyrir Menningarnótt. Viðskipti innlent 29.6.2021 11:27 Krónan og Elko flytja í gamla Mylluhúsið í Skeifunni Krónan og Elko munu opna nýjar verslanir í Skeifunni 19 um mitt næsta ár. Um er að ræða gamla Mylluhúsið sem er í gagngerri enduruppbyggingu, en verslunarrýmið verður alls rúmir fjögur þúsund fermetrar. Viðskipti innlent 29.6.2021 10:35 Berglind ráðin hugmynda- og textasmiður Berglind Pétursdóttir hefur verið ráðin hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofunni H:N Markaðssamskipti. Viðskipti innlent 29.6.2021 10:26 Opna 800 fermetra rafíþróttahöll við Hallveigarstíg Reynsluboltar úr atvinnulífinu hafa sameinað krafta sína í opnun nýs rafíþróttastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Boðið verður upp á aðstöðu til æfinga, keppni og skemmtun í rafíþróttum, ásamt bar þar sem hægt verður að fylgjast með stærstu rafíþróttamótum heims. Viðskipti innlent 29.6.2021 10:01 Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Viðskipti innlent 29.6.2021 09:50 Aðeins tvö útibú Arion banka eftir á höfuðborgarsvæðinu Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en útibú bankans í Kringlunni lokaði á dögunum. Ekki er langt um liðið frá því að útibú Arion banka að Borgartúni 18 lokaði en þar er starfsendurhæfingarsjóður VIRK nú til húsa. Viðskipti innlent 28.6.2021 17:59 Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 28.6.2021 16:42 Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum. Viðskipti innlent 28.6.2021 14:43 Hlutafjárútboð Solid Clouds hafið Klukkan tíu hófst hlutafjárútboð í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds hf. Útboðið hefst örfáum dögum eftir að tilkynnt var um næsta tölvuleik úr smiðju fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 28.6.2021 10:45 Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. Viðskipti innlent 27.6.2021 20:30 Fólk þurfi ekki að vera feimið við að vilja skoða skriðuna Ferðaþjónustan á Austurlandi er smám saman að taka við sér og er ljóst að mikil veðurblíða á landshlutanum skemmi ekki fyrir atvinnugreininni. Hálfgerð hitabylgja liggur nú yfir Austurlandinu og má búast við að hitinn verði í kringum tuttugu stig út vikuna. Viðskipti innlent 27.6.2021 14:31 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. Viðskipti innlent 26.6.2021 18:23 Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. Viðskipti innlent 25.6.2021 22:49 « ‹ 170 171 172 173 174 175 176 177 178 … 334 ›
Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. Viðskipti innlent 1.7.2021 10:11
atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Viðskipti innlent 1.7.2021 09:28
2.700 fjárfestar vildu hluti í Solid Clouds fyrir 2,8 milljarða Um það bil 2.700 fjárfestar tóku þátt í hlutafjárútboði tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds og sendu þeir inn tilboð að andvirði 2,8 milljarða króna. Útboðinu lauk í dag en eftirspurnin var fjórföld. Viðskipti innlent 30.6.2021 19:47
Anna Björk formaður stjórnar FKA Framtíðar Anna Björk Árnadóttir er nýr formaður FKA Framtíðar en ný stjórn var kjörin á aðalfundi sem fram fór á dögunum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:48
Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:35
Nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs til að komast á svartan lista Halldór Kristmannsson segir að Róbert Wessman hafi beitt undirmenn sína þrýstingi árum saman til að koma höggi á hóp athafnamanna í íslensku viðskiptalífi. Halldór telur upp fjölda fólks sem hann segir Róbert hafa horn í síðu. Meðal annars Björgólfsfeðga, Birgi Bieltvedt og Heiðar Guðjónsson. Þá hafi Róbert haft frumkvæði að málsókn á hendur Björgólfi yngri í nafni hluthafa bankans. Viðskipti innlent 30.6.2021 13:13
Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Viðskipti innlent 30.6.2021 12:30
Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti innlent 30.6.2021 11:29
Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo. Viðskipti innlent 30.6.2021 11:27
Félag Róberts kaupir 17 prósenta í Alvogen í Bandaríkjunum Aztiq Pharma Partners hefur keypt sautján prósenta hlut í Alvogen í Bandaríkjunum, eftir að hafa lokið fjármögnun upp á 12,4 milljarða króna, um hundrað milljóna Bandaríkjadala. Viðskipti innlent 30.6.2021 07:35
Hörður svarar fyrir sig: „Ég hef fylgt öllum siðareglum sem eru um hagsmunaárekstra í starfi“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir að ekkert í siðareglum Fréttablaðsins né Blaðamannafélagsins (BÍ) segi til um hlutabréfaeign blaðamanna. Hann segir túlkun formanns BÍ um að engu máli skipti hve stóran hlut blaðamenn eigi í fyrirtækjum undarlega. Viðskipti innlent 29.6.2021 20:11
Huppa sektuð um fimm milljónir fyrir að vakta fataskiptiaðstöðu Huppuís efh. hefur verið sektaður um fimm milljónir króna af Persónuvernd fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni af fimm ísbúðum fyrirtækisins. Vöktunin fór fram í rými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta. Viðskipti innlent 29.6.2021 19:45
Arftaki Camillu fær loksins nafn Langþráður draumur aðstandenda Bíó Paradísar um að eignast nýja poppvél rættist á dögunum. En til að nefna gripinn var brugðið til þess ráðs að leita til almennings eftir nafni. Vinningstillagan var hið hljómfagra nafn Maísól Camilludóttir. Viðskipti innlent 29.6.2021 14:19
Bætist í hóp eigenda EY Gunnar S. Magnússon hefur bæst í hóp eigenda EY, en hann leiðir sjálfbærniteymi EY sem stofnað var á árinu hjá félaginu. Viðskipti innlent 29.6.2021 12:31
Ráðin verkefnastjóri Stafræns Suðurlands Margrét Valgerður Helgadóttir, sérfræðingur í upplýsingatækni, hefur verið ráðin verkefnastjóri Stafræns Suðurlands. Viðskipti innlent 29.6.2021 12:17
Bein útsending: Opinn kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Solid Clouds Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka stendur fyrir opnum kynningarfundi klukkan 12:30 í dag vegna hlutafjárútboðs íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Viðskipti innlent 29.6.2021 11:46
900 milljóna gjaldþrot umdeildrar bílaleigu Skiptum er lokið í þrotabúi Grunda ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota í júní í fyrra. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu 898 milljónum króna. Viðskipti innlent 29.6.2021 11:43
Hafa náð samkomulagi um rekstur nýs veitingastaðar í Hörpu Nýr veitingastaður, „Hnoss“, mun opna á jarðhæð Hörpu í ágúst næstkomandi. Það er veitingafólkið Stefán Viðarsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem munu reka staðinn sem áætlað er að opni skömmu fyrir Menningarnótt. Viðskipti innlent 29.6.2021 11:27
Krónan og Elko flytja í gamla Mylluhúsið í Skeifunni Krónan og Elko munu opna nýjar verslanir í Skeifunni 19 um mitt næsta ár. Um er að ræða gamla Mylluhúsið sem er í gagngerri enduruppbyggingu, en verslunarrýmið verður alls rúmir fjögur þúsund fermetrar. Viðskipti innlent 29.6.2021 10:35
Berglind ráðin hugmynda- og textasmiður Berglind Pétursdóttir hefur verið ráðin hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofunni H:N Markaðssamskipti. Viðskipti innlent 29.6.2021 10:26
Opna 800 fermetra rafíþróttahöll við Hallveigarstíg Reynsluboltar úr atvinnulífinu hafa sameinað krafta sína í opnun nýs rafíþróttastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Boðið verður upp á aðstöðu til æfinga, keppni og skemmtun í rafíþróttum, ásamt bar þar sem hægt verður að fylgjast með stærstu rafíþróttamótum heims. Viðskipti innlent 29.6.2021 10:01
Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Viðskipti innlent 29.6.2021 09:50
Aðeins tvö útibú Arion banka eftir á höfuðborgarsvæðinu Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en útibú bankans í Kringlunni lokaði á dögunum. Ekki er langt um liðið frá því að útibú Arion banka að Borgartúni 18 lokaði en þar er starfsendurhæfingarsjóður VIRK nú til húsa. Viðskipti innlent 28.6.2021 17:59
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 28.6.2021 16:42
Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum. Viðskipti innlent 28.6.2021 14:43
Hlutafjárútboð Solid Clouds hafið Klukkan tíu hófst hlutafjárútboð í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds hf. Útboðið hefst örfáum dögum eftir að tilkynnt var um næsta tölvuleik úr smiðju fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 28.6.2021 10:45
Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. Viðskipti innlent 27.6.2021 20:30
Fólk þurfi ekki að vera feimið við að vilja skoða skriðuna Ferðaþjónustan á Austurlandi er smám saman að taka við sér og er ljóst að mikil veðurblíða á landshlutanum skemmi ekki fyrir atvinnugreininni. Hálfgerð hitabylgja liggur nú yfir Austurlandinu og má búast við að hitinn verði í kringum tuttugu stig út vikuna. Viðskipti innlent 27.6.2021 14:31
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. Viðskipti innlent 26.6.2021 18:23
Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. Viðskipti innlent 25.6.2021 22:49