Viðskipti innlent Costco innkallar makkarónukökur vegna salmonellu Matvælastofnun varar við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af frönskum makkarónukökum með pistasíukremi frá Joie De Vivre sem Costco Iceland hefur flutt inn, vegna salmonellumengunar. Viðskipti innlent 29.8.2024 16:46 Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna. Viðskipti innlent 29.8.2024 14:19 Innáskipting hjá Kviku Sigurgeir Guðlaugsson, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar og kemur nýr inn í stjórn bankans. Guðmundur Örn tók á dögunum við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku. Viðskipti innlent 29.8.2024 13:05 „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. Viðskipti innlent 29.8.2024 12:24 Verður meðal stærstu hluthafa og tekur við stjórnarformennsku Håkon André Berg verður nýr starfandi stjórnarformaður landeldisfyrirtækisins GeoSalmo. Samhliða því að taka við stjórnarformennsku fjárfestir Håkon í félaginu og verður meðal stærstu hluthafa félagsins. Viðskipti innlent 29.8.2024 12:24 Verð á matvöru lækkar í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09 prósent milli mánaða en lækkaði um 0,16 prósent ef húsnæðisliðurinn er tekinn út. Viðskipti innlent 29.8.2024 09:17 Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. Viðskipti innlent 28.8.2024 21:57 Rekstrarhagnaður Sýnar nam 169 milljónum Rekstrarhagnaður Sýnar hf. nam 169 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, samanborið við 1.002 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta á tímabilinu nam 339 milljónum samanborið við 483 milljón króna hagnað í fyrra. Árangurinn er í fullu samræmi við útgefna afkomuspá, að því er kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 28.8.2024 19:52 Hagnaður Skaga fyrstu sex mánuði ársins 273 milljónir Kraftmikill viðsnúningur er í tryggingastarfsemi en á sama tíma litar krefjandi markaðsumhverfi afkomu Skaga, sem er samstæða Vátryggingafélags Íslands, áður VÍS. Hagnaður samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta voru 273 milljónir króna sem er töluvert lægri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var rúmur milljarður. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjöri samstæðunnar fyrir árið í ár. Viðskipti innlent 28.8.2024 16:47 Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. Viðskipti innlent 28.8.2024 14:24 Hreyfill gerir sátt við Samkeppniseftirlitið eftir kvörtun Hopp Samkeppniseftirlitið og leigubílafyrirtækið Hreyfill svf. hafa gert með sér sátt vegna háttsemi Hreyfils sem fólst í því að banna leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu hjá Hreyfli að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Upphaf málsins má rekja til kvörtunar Hopp leigubílum ehf. til eftirlitsins vegna háttsemi Hreyfils. Í sáttinni felst meðal annars að Hreyfill muni ekki hindra að leigubifreiðastjórar sem keyra fyrir stöðina nýti sér einnig aðra þjónustuaðila sem sinna leigubílaakstri. Viðskipti innlent 28.8.2024 11:32 Lýsir ófremdarástandi í skilum ársreikninga Ríkisendurskoðun lítur mjög alvarlegum augum að tæplega fjórðungur sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá hafa skilað ársreikningi. Frestur til skila var þann 30. júní síðastliðinn. Viðskipti innlent 28.8.2024 10:22 Play fjölgar áfangastöðum í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október. Viðskipti innlent 28.8.2024 10:09 Hundrað og fimmtíu missa vinnuna hjá Controlant Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant hefur sagt upp 150 starfsmönnum, um þriðjungi starfsmanna, í hagræðingaraðgerðum. Nú starfa 290 manns hjá fyrirtækinu sem óx á ógnarhraða í heimsfaraldri með lykilhlutverk í dreifingu bóluefna. Viðskipti innlent 28.8.2024 09:34 Samstarfi um milljarðauppbyggingu slitið Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og rekstur hótels við Skógarböðin í Eyjafirði sem áætlað var að opna á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing um samstarf var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á um fimm milljarða króna. Viðskipti innlent 27.8.2024 18:27 Skipaður deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar HR Dr. Stefan Wendt viðskiptafræðiprófessor hefur verið skipaður deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Viðskipti innlent 27.8.2024 11:26 Kaupa allt hlutafé í Promennt Félagið Grenihæð ehf. hefur keypt allt hlutafé í Promennt ehf. en fyrir á félagið allt hlutafé í NTV skólanum. Viðskipti innlent 27.8.2024 08:51 Skúli í Subway boðar hópmálsókn gegn Sveini Andra Lögmaður Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns hefur gert kröfu á hendur Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni, um greiðslu á því sem út af stóð af kröfum félaga í eigu Skúla Gunnars við gjaldþrotaskipti þrotabús EK1923 ehf., sem jafnframt var í eigu hans. Viðskipti innlent 27.8.2024 07:46 Gervigreindin planaði sumarfrí fjölskyldunnar Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo segir áríðandi að styðja við og valdefla konur í tækni og gervigreind. Með því að gera það verði til betri lausnir. Konur verði að fá tækifæri og rými til að læra á hana og taka þátt í að þróa hana. Það krefjist þess að kvenfyrirmyndir í tæknigeiranum séu áberandi og að konur fái tækifæri í bæði námi og starfi vilji þær skapa sér feril innan geirans. Viðskipti innlent 27.8.2024 06:48 Gildistími tilboðsins framlengdur John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu. Viðskipti innlent 26.8.2024 15:03 Kveður Marel og verður aðstoðarforstjóri Kapp Ólafur Karl Sigurðarson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri tæknifyrirtækisins Kapp. Viðskipti innlent 26.8.2024 12:57 Helga Hrund í hóp meðeiganda Maven Helga Hrund Friðriksdóttir hefur bæst í hóp meðeigenda þjónustu- og ráðgjafafyrirtækisins Maven ehf. Þá hefur Anna Kristín Ólafsdóttir verið ráðin skrifstofustjóri hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 26.8.2024 10:31 Ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur. Viðskipti innlent 26.8.2024 09:51 New York Times og BBC segja Íslendinga furða sig á stöðu gúrkunnar Meintur gúrkuskortur á Íslandi vekur athygli út fyrir landsteinanna og er til umfjöllunar bæði hjá The New York Times og BBC. Miðlarnir slá því upp að miklar vinsældir gúrkusalats á samfélagsmiðlinum Tiktok hafi leitt til mikillar söluaukningar og erfitt hafi reynst fyrir bændur og verslanir að bregðast við. Viðskipti innlent 24.8.2024 13:51 Vilja verða hverfisbarinn við Snorrabraut Nýr bar hefur verið opnaður við Snorrabraut í Reykjavík og ber hið viðeigandi heiti Snorrabar. Rekstrarstjóri vill bjóða upp á notalegan og stílhreinan hverfisbar með reglulegum tónlistarviðburðum. Viðskipti innlent 23.8.2024 21:00 Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. Viðskipti innlent 23.8.2024 19:04 Mata-systkinin gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik Langisjór ehf. keypti í dag sex milljónir hluta í Eik fasteignafélagi hf. og 442 milljónir hlutabréfa í félaginu af Brimgörðum ehf. Fer Langisjór og samstarfsaðilar nú með 1.029.061.237 hluta í Eik sem nemur um 30,06 prósent atkvæðisréttar í fasteignafélaginu. Viðskipti innlent 23.8.2024 14:38 Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Viðskipti innlent 23.8.2024 10:59 Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Viðskipti innlent 22.8.2024 12:50 Laus störf þrjú prósent á öðrum ársfjórðungi Alls voru 7570 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2024. Á sama tíma voru 245.257 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því þrjú prósent. Viðskipti innlent 22.8.2024 09:14 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 334 ›
Costco innkallar makkarónukökur vegna salmonellu Matvælastofnun varar við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af frönskum makkarónukökum með pistasíukremi frá Joie De Vivre sem Costco Iceland hefur flutt inn, vegna salmonellumengunar. Viðskipti innlent 29.8.2024 16:46
Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna. Viðskipti innlent 29.8.2024 14:19
Innáskipting hjá Kviku Sigurgeir Guðlaugsson, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar og kemur nýr inn í stjórn bankans. Guðmundur Örn tók á dögunum við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku. Viðskipti innlent 29.8.2024 13:05
„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. Viðskipti innlent 29.8.2024 12:24
Verður meðal stærstu hluthafa og tekur við stjórnarformennsku Håkon André Berg verður nýr starfandi stjórnarformaður landeldisfyrirtækisins GeoSalmo. Samhliða því að taka við stjórnarformennsku fjárfestir Håkon í félaginu og verður meðal stærstu hluthafa félagsins. Viðskipti innlent 29.8.2024 12:24
Verð á matvöru lækkar í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09 prósent milli mánaða en lækkaði um 0,16 prósent ef húsnæðisliðurinn er tekinn út. Viðskipti innlent 29.8.2024 09:17
Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. Viðskipti innlent 28.8.2024 21:57
Rekstrarhagnaður Sýnar nam 169 milljónum Rekstrarhagnaður Sýnar hf. nam 169 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, samanborið við 1.002 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta á tímabilinu nam 339 milljónum samanborið við 483 milljón króna hagnað í fyrra. Árangurinn er í fullu samræmi við útgefna afkomuspá, að því er kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 28.8.2024 19:52
Hagnaður Skaga fyrstu sex mánuði ársins 273 milljónir Kraftmikill viðsnúningur er í tryggingastarfsemi en á sama tíma litar krefjandi markaðsumhverfi afkomu Skaga, sem er samstæða Vátryggingafélags Íslands, áður VÍS. Hagnaður samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta voru 273 milljónir króna sem er töluvert lægri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var rúmur milljarður. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjöri samstæðunnar fyrir árið í ár. Viðskipti innlent 28.8.2024 16:47
Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. Viðskipti innlent 28.8.2024 14:24
Hreyfill gerir sátt við Samkeppniseftirlitið eftir kvörtun Hopp Samkeppniseftirlitið og leigubílafyrirtækið Hreyfill svf. hafa gert með sér sátt vegna háttsemi Hreyfils sem fólst í því að banna leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu hjá Hreyfli að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Upphaf málsins má rekja til kvörtunar Hopp leigubílum ehf. til eftirlitsins vegna háttsemi Hreyfils. Í sáttinni felst meðal annars að Hreyfill muni ekki hindra að leigubifreiðastjórar sem keyra fyrir stöðina nýti sér einnig aðra þjónustuaðila sem sinna leigubílaakstri. Viðskipti innlent 28.8.2024 11:32
Lýsir ófremdarástandi í skilum ársreikninga Ríkisendurskoðun lítur mjög alvarlegum augum að tæplega fjórðungur sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá hafa skilað ársreikningi. Frestur til skila var þann 30. júní síðastliðinn. Viðskipti innlent 28.8.2024 10:22
Play fjölgar áfangastöðum í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október. Viðskipti innlent 28.8.2024 10:09
Hundrað og fimmtíu missa vinnuna hjá Controlant Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant hefur sagt upp 150 starfsmönnum, um þriðjungi starfsmanna, í hagræðingaraðgerðum. Nú starfa 290 manns hjá fyrirtækinu sem óx á ógnarhraða í heimsfaraldri með lykilhlutverk í dreifingu bóluefna. Viðskipti innlent 28.8.2024 09:34
Samstarfi um milljarðauppbyggingu slitið Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og rekstur hótels við Skógarböðin í Eyjafirði sem áætlað var að opna á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing um samstarf var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á um fimm milljarða króna. Viðskipti innlent 27.8.2024 18:27
Skipaður deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar HR Dr. Stefan Wendt viðskiptafræðiprófessor hefur verið skipaður deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Viðskipti innlent 27.8.2024 11:26
Kaupa allt hlutafé í Promennt Félagið Grenihæð ehf. hefur keypt allt hlutafé í Promennt ehf. en fyrir á félagið allt hlutafé í NTV skólanum. Viðskipti innlent 27.8.2024 08:51
Skúli í Subway boðar hópmálsókn gegn Sveini Andra Lögmaður Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns hefur gert kröfu á hendur Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni, um greiðslu á því sem út af stóð af kröfum félaga í eigu Skúla Gunnars við gjaldþrotaskipti þrotabús EK1923 ehf., sem jafnframt var í eigu hans. Viðskipti innlent 27.8.2024 07:46
Gervigreindin planaði sumarfrí fjölskyldunnar Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo segir áríðandi að styðja við og valdefla konur í tækni og gervigreind. Með því að gera það verði til betri lausnir. Konur verði að fá tækifæri og rými til að læra á hana og taka þátt í að þróa hana. Það krefjist þess að kvenfyrirmyndir í tæknigeiranum séu áberandi og að konur fái tækifæri í bæði námi og starfi vilji þær skapa sér feril innan geirans. Viðskipti innlent 27.8.2024 06:48
Gildistími tilboðsins framlengdur John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu. Viðskipti innlent 26.8.2024 15:03
Kveður Marel og verður aðstoðarforstjóri Kapp Ólafur Karl Sigurðarson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri tæknifyrirtækisins Kapp. Viðskipti innlent 26.8.2024 12:57
Helga Hrund í hóp meðeiganda Maven Helga Hrund Friðriksdóttir hefur bæst í hóp meðeigenda þjónustu- og ráðgjafafyrirtækisins Maven ehf. Þá hefur Anna Kristín Ólafsdóttir verið ráðin skrifstofustjóri hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 26.8.2024 10:31
Ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur. Viðskipti innlent 26.8.2024 09:51
New York Times og BBC segja Íslendinga furða sig á stöðu gúrkunnar Meintur gúrkuskortur á Íslandi vekur athygli út fyrir landsteinanna og er til umfjöllunar bæði hjá The New York Times og BBC. Miðlarnir slá því upp að miklar vinsældir gúrkusalats á samfélagsmiðlinum Tiktok hafi leitt til mikillar söluaukningar og erfitt hafi reynst fyrir bændur og verslanir að bregðast við. Viðskipti innlent 24.8.2024 13:51
Vilja verða hverfisbarinn við Snorrabraut Nýr bar hefur verið opnaður við Snorrabraut í Reykjavík og ber hið viðeigandi heiti Snorrabar. Rekstrarstjóri vill bjóða upp á notalegan og stílhreinan hverfisbar með reglulegum tónlistarviðburðum. Viðskipti innlent 23.8.2024 21:00
Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. Viðskipti innlent 23.8.2024 19:04
Mata-systkinin gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik Langisjór ehf. keypti í dag sex milljónir hluta í Eik fasteignafélagi hf. og 442 milljónir hlutabréfa í félaginu af Brimgörðum ehf. Fer Langisjór og samstarfsaðilar nú með 1.029.061.237 hluta í Eik sem nemur um 30,06 prósent atkvæðisréttar í fasteignafélaginu. Viðskipti innlent 23.8.2024 14:38
Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Viðskipti innlent 23.8.2024 10:59
Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Viðskipti innlent 22.8.2024 12:50
Laus störf þrjú prósent á öðrum ársfjórðungi Alls voru 7570 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2024. Á sama tíma voru 245.257 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því þrjú prósent. Viðskipti innlent 22.8.2024 09:14