Viðskipti erlent

Gullverð hækkar í kreppunni

Gull virðist vera að hækka í verði þessa dagana ef marka má frétt breska blaðsins Telegraph af málinu. Verðið á einu únsi, tæpum 30 grömmum, fór upp fyrir 1000 bandaríkjadali, eða um 115 þúsund krónur, í viðskiptum í New York í dag. Þá fór verðið jafnframt hátt upp í 1000 dali í London en lækkaði svo nokkuð þegar leið á daginn.

Viðskipti erlent

Nasdaq hækkaði í dag

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag en Dow Jones og Standard & Poor´s lækkuðu. Reuters telur að breytingarnar séu viðbrögð við því að Hvíta húsið gaf út þá yfirlýsingu að ekki stæði til að þjóðnýta bankana. Dow Jones lækkaði um 0,7%. Standard & Poor´s lækkaði um 0,8% og Nasdaq Composite hækkaði um 0,21%.

Viðskipti erlent

Metfjölgun atvinnulausra í Bandaríkjanna

Metfjölgun varð í hópi atvinnulausra í Bandaríkjunum fyrstu vikuna í febrúar, samkvæmt gögnum sem Vinnumálastofnun Bandaríkjanna sýna. Þá misstu 627 þúsund manns. Sambærileg aukning varð í vikunni á eftir. Hefur atvinnulausum ekki fjölgað eins mikið í 26 ár. Um 5 milljónir manna eru nú atvinnulausir um gervöll Bandaríkin.

Viðskipti erlent

Starfsfólki skókeðju JJB Sports sagt upp

438 starfsmönnum tveggja fyrirtækja í eigu bresku íþróttavörukeðjunnar JJB Sports hefur verið sagt upp, að kröfu KPMG í Bretlandi, sem fer með greiðslustöðvun verslananna. Íslenska ríkið er einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæpan þriðjungshlut Exista og Chris Ronnie með veðkalli.

Viðskipti erlent

Saab fer fram á greiðslustöðvun

Bílaframleiðandinn Saab í Svíþjóð hyggst fara fram á greiðslustöðvun og reyna að koma á rekstrarlegum umbótum. Búist er við að beiðni um greiðslustöðvunina verði lögð fyrir dómstól á morgun. Ákvörðun stjórnenda Saab er tekin í kjölfar þeirra skilaboða frá eigandanum General Motors, að ekki komi til greina að leggja meira fé í Saab en þegar hefur verið gert.

Viðskipti erlent

Starfsmenn Saab uggandi

Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið.

Viðskipti erlent

Riksbanken hagnaðist á gjaldmiðlasamningi við SÍ

Freyr Hermannsson sérfræðingur hjá alþjóða- og markaðsdeild Seðlabanka Íslands segir að frétt sem birt var á vísir.is í gær um milljarðatap norrænna seðlabanka af gjaldmiðlaskiptasamningum þeirra við Seðlabanka Íslands (SÍ) sé röng. Hið rétta sé að seðlabanki Svíþjóðar, Riksbanken, hafi hagnast á samningi sínum.

Viðskipti erlent

Hlutabréf lækka í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun, þriðja daginn í röð, en aukinnar svartsýni gætir meðal fjárfesta í kjölfar stöðugra frétta af tapi stórfyrirtækja og ískyggilegra spádóma frá ríkisstjórnum og seðlabönkum.

Viðskipti erlent

Olíuverð á heimsmarkaði lækkar

Olíuverð fer lækkandi á heimsmarkaði og fór niður fyrir 35 dollara á tunnu vestanhafs í gær. Norðursjávarolía var þá í 41 dollara eftir að hafa lækkað um tvo og hálfan dollara frá því fyrir helgi.

Viðskipti erlent

Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna

Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr..

Viðskipti erlent

Hluthafar Rio Tinto í uppreisn vegna Kínasamnings

Stór hópur hluthafa í Rio Tinto segjast ætla að greiða atkvæði gegn samningi félagsins við kínverska ríkisálfélagið Chinalco. Segja þeir að Kínverjarnir fái of mikið fyrir of lítið með samningnum en´með honum koma tæplega 20 milljarðar dollara í nýju hlutfé inn í Rio Tinto.

Viðskipti erlent