Finnar vilja ekki markið aftur 3. apríl 2009 06:15 Fall sænsku krónunnar gagnvart evru hefur komið niður á utanríkisviðskiptum Finna. Enginn vilji er fyrir því í Finnlandi að taka aftur upp sjálfstæðan gjaldmiðil.Fréttablaðið/Stefán „Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Mytty var með fyrirlestur um finnsku kreppuna í byrjun síðasta áratugar og reynsluna af myntsamsamstarfi við Evrópusambandið í gær. Í fyrirlestri Myttys kom fram að í kjölfar djúprar kreppu hafi finnsk stjórnvöld sett saman teymi sérfræðinga úr háskólunum sem mátu kosti og galla þess að ganga í ESB. Kostirnir vógu þyngra en gallarnir. Finnar gengu í ESB 1995 og hefur hagvöxtur þar, sem á mikið undir utanríkisverslun, verið nokkuð stöðugur síðan þá. Svíar brugðu á sama ráð í kjölfar bankakreppunnar um svipað leyti. Ekki var þó stuðningur við upptöku evru þar í landi. Gengi sænsku krónunnar hefur fallið talsvert gagnvart evru upp á síðkastið. Það hefur komið niður á fjárfestingum Svía í Finnlandi og útflutningi Finna þangað. Á móti hefur gengisfallið nýst Finnum í Svíþjóð, að sögn Myttys. - jab Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Mytty var með fyrirlestur um finnsku kreppuna í byrjun síðasta áratugar og reynsluna af myntsamsamstarfi við Evrópusambandið í gær. Í fyrirlestri Myttys kom fram að í kjölfar djúprar kreppu hafi finnsk stjórnvöld sett saman teymi sérfræðinga úr háskólunum sem mátu kosti og galla þess að ganga í ESB. Kostirnir vógu þyngra en gallarnir. Finnar gengu í ESB 1995 og hefur hagvöxtur þar, sem á mikið undir utanríkisverslun, verið nokkuð stöðugur síðan þá. Svíar brugðu á sama ráð í kjölfar bankakreppunnar um svipað leyti. Ekki var þó stuðningur við upptöku evru þar í landi. Gengi sænsku krónunnar hefur fallið talsvert gagnvart evru upp á síðkastið. Það hefur komið niður á fjárfestingum Svía í Finnlandi og útflutningi Finna þangað. Á móti hefur gengisfallið nýst Finnum í Svíþjóð, að sögn Myttys. - jab
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira