„Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu.
Mytty var með fyrirlestur um finnsku kreppuna í byrjun síðasta áratugar og reynsluna af myntsamsamstarfi við Evrópusambandið í gær.
Í fyrirlestri Myttys kom fram að í kjölfar djúprar kreppu hafi finnsk stjórnvöld sett saman teymi sérfræðinga úr háskólunum sem mátu kosti og galla þess að ganga í ESB. Kostirnir vógu þyngra en gallarnir.
Finnar gengu í ESB 1995 og hefur hagvöxtur þar, sem á mikið undir utanríkisverslun, verið nokkuð stöðugur síðan þá.
Svíar brugðu á sama ráð í kjölfar bankakreppunnar um svipað leyti. Ekki var þó stuðningur við upptöku evru þar í landi. Gengi sænsku krónunnar hefur fallið talsvert gagnvart evru upp á síðkastið. Það hefur komið niður á fjárfestingum Svía í Finnlandi og útflutningi Finna þangað. Á móti hefur gengisfallið nýst Finnum í Svíþjóð, að sögn Myttys. - jab