Viðskipti erlent

Bankarisi bannar hvítlauk og mínipils

Svissneski bankarisinn UBS hefur sent starfsfólki sínu 43 síðna stóra handbók um hvernig það eigi að hegða sér á vinnustað. Meðal annars er starfsfólkinu bannað að borða hvítlauk og konum sem starfa við bankann er bannað að mæta til vinnu í mínipilsi.

Viðskipti erlent

Nú getur þú eignast hlut í Facebook

Um 100 þúsund hlutir í rekstrarfélaginu sem rekur samfélagsnetið Facebook verða boðnir upp á næstunni. Hlutirnir verða boðnir upp á vefsíðunni Sharespost, að því er greint er frá á fréttavef Forbes. Lágmarksboð í hlutina verða 23 dalir á hlut. Það er 77% hærra verð fyrir hlutinn en fjárfestir sem festi kaup á hlutum í Facebook greiddi fyrir þá fyrir þremur mánuðum síðan, að því er fram kemur á vef Forbes.

Viðskipti erlent