Skotar vilja aflétta banni á haggis í Bandaríkjunum 31. janúar 2011 06:57 Skotar reyna nú ákaft að fá Bandaríkjamenn til að aflétta innflutningsbanni á haggis einum af þjóðarréttum Skotlands. Haggis líkist helst íslenskri lifrarpylsu en það er búið til úr lambalifur, hjörtum og lungum. Og þar stendur hnífurinn í kúnni því samkvæmt bandarísku matvælalöggjöfinni er bannað að selja matvæli þar í landi sem búin eru til úr lungum dýra. Bann við sölu haggis hefrur verið í gildi í Bandaríkjunum í yfir 40 ár. Þessu vilja skosk yfirvöld breyta og í síðustu viku var sendinefnd á vegum bandaríkjastjórnar boðið til Skotlands til að ræða málið. Þá var jafnframt haldið hátíðlegt svokallað Burns kvöld en þá borða Skotar haggis í kvöldmat til heiðurs Robert Burns þjóðarskáldi sínu. Skotar telja að ef Bandaríkjamenn aflétti banni á haggis geti það þýtt hundruð milljón króna í auknar útflutningstekjur frá Skotlandi. Í Bandaríkjunum búa milljónir manna af skoskum uppruna og þeir muni örugglega kaupa haggis ef það stendur þeim til boða. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Skotar reyna nú ákaft að fá Bandaríkjamenn til að aflétta innflutningsbanni á haggis einum af þjóðarréttum Skotlands. Haggis líkist helst íslenskri lifrarpylsu en það er búið til úr lambalifur, hjörtum og lungum. Og þar stendur hnífurinn í kúnni því samkvæmt bandarísku matvælalöggjöfinni er bannað að selja matvæli þar í landi sem búin eru til úr lungum dýra. Bann við sölu haggis hefrur verið í gildi í Bandaríkjunum í yfir 40 ár. Þessu vilja skosk yfirvöld breyta og í síðustu viku var sendinefnd á vegum bandaríkjastjórnar boðið til Skotlands til að ræða málið. Þá var jafnframt haldið hátíðlegt svokallað Burns kvöld en þá borða Skotar haggis í kvöldmat til heiðurs Robert Burns þjóðarskáldi sínu. Skotar telja að ef Bandaríkjamenn aflétti banni á haggis geti það þýtt hundruð milljón króna í auknar útflutningstekjur frá Skotlandi. Í Bandaríkjunum búa milljónir manna af skoskum uppruna og þeir muni örugglega kaupa haggis ef það stendur þeim til boða.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira