Viðskipti erlent

Mikil lækkun á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í gær eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta.

Viðskipti erlent

Apple framleiðir alls ekki iPhone

Það kann að koma sumum á óvart en Apple fyrirtækið framleiðir alls ekki iPhone. Hlutirnir sem síminn samanstendur af eru ekki framleiddir af Apple verksmiðjunum, né heldur er hlutunum raðað saman í heildstæðan síma í Apple verksmiðjum. Um þetta er fjallað ítarlega í tímaritinu The Economist.

Viðskipti erlent

Lítið þarf til að hræða fjárfesta

Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta.

Viðskipti erlent

Wall Street opnar í mínus

Þrjár helstu vísitölurnar á Wall Street eru allar í rauðum tölum við opnunar markaða fyrir nokkrum mínútum. Við þessum var búist samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum í morgun.

Viðskipti erlent

Verulegur ótti enn til staðar á mörkuðum

Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli.

Viðskipti erlent

Ákvörðun Bernanke hækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi í framhaldi af því að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna lýsti því yfir í gærkvöldi að stýrivöxtum landsins yrði haldið við núllið fram til ársins 2013.

Viðskipti erlent

Uppsveifla á mörkuðum

Markaðir í Asíu og Evrópu tóku við sér í morgun eftir hrun síðustu vikna. Hækkanirnar koma í kjölfar svipaðrar þróunar á Wall Street í Bandaríkjunum sem tóku stökk upp á við í gærkvöldi.

Viðskipti erlent

Wall Street opnar í plús

Markaðir á Wall Street opnuðu í plús eftir hádegið eins og raunar síðustu utanmarkaðaviðskipti höfðu bent til. Dow Jones hækkaði um 1% og Nasdag um 1,5%.

Viðskipti erlent

Fáránlegasti dagurinn á markaðinum í 12 ár

Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst.

Viðskipti erlent

Millibankalán í Evrópu á leið í frostið

Mælingar sýna að evrópskir bankar eru orðnir mun tregari en áður að lána hvor öðrum. Þetta er það sama og gerðist í aðdraganda að falli Lehman Brothers haustið 2008 sem talið er marka upphafið að fjármálakreppunni sem hófst þá.

Viðskipti erlent

Olíuverðið hrapar áfram, gullverðið hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu heldu áfram að hrapa á mörkuðum heimsins. Bandaríska léttolían er komin niður í 78 dollara á tunnuna og hefur lækkað um 3,65% í morgun. Brent olían er komin í rúma 100 dollara á tunnuna og hefur einnig lækkað um tæp 4% í morgun.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Skuldakreppan í Evrópu magnast

Hlutabréfaverð hefur hrunið í helstu kauphöllum að undanförnu. Að baki liggja áhyggjur af framtíð evrusvæðisins og hagvaxtarhorfum á Vesturlöndum. Jafnframt virðast fjárfestar verða sífellt svartsýnni á að það takist að leysa fyrirliggjandi vanda. Fréttablaðið heldur áfram að fjalla um titringinn á mörkuðum og tekur hér fyrir evrópsku skuldakreppuna.

Viðskipti erlent

Markaðir rétta aðeins úr kútnum

Óróinn á fjármálamörkuðum heldur áfram og hefur verð á hlutabréfum lækkað mikið í Asíu í morgun en verðið fór þó hækkandi við lok viðskipta. Evrópumarkaðir voru einnig nokkuð stöðugir við opnun.

Viðskipti erlent

Markaðir hrynja

Hlutabréfverð í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægra í rúmlega tvö ár, eða síðan í desember 2008. Þegar markaðir lokuðu í dag hafði Dow Jones-vísitalan lækkað 632 stig eða um 5,5 prósent.

Viðskipti erlent

Lækkun á Wall Street eins og spáð hafði verið

Verð á hlutabréfum lækkaði við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eins og búist hafði verið við. Matsfyrirtækið Standard & Poors lækkaði lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna í fyrsta sinn í sögunni á föstudaginn eftir að markaðir lokuðu og spár um lækkun gengu eftir. Dow Jones vísitalan lækkaði um tæp tvö prósent í fyrstu viðskiptum dagsins klukkan hálf tvö að íslenskum tíma og Nasdaq vísitalan lækkaði um 3,35 prósent.

Viðskipti erlent

Óttast að bandarísk hlutabréf hrynji

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa lækkað í dag en þó ekki eins mikið og óttast var. Yfirlýsingar Seðlabanka Evrópu um að kaupa skuldabréf verst stöddu ríkjanna réð þar mestu um. Óttast er að bandarísk hlutabréf hrynji við opnun markaða klukkan hálf þrjú. Mikið hefur verið um sviptingar á fjármálamörkuðum í morgun. Í nótt sýndu markaðir í Asíu mikla lækkun, til dæmis lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,4 prósent og verð á hlutabréfum í Hong Kong, Suður-Kóreu og á Indlandi lækkaði um þrjú til fimm prósent. Þegar hlutabréfamarkaðir í Evrópu opnuðu klukkan sjö í morgun lækkuðu helstu vísitölur álfunnar til að byrja með en síðan dróg úr lækkuninni þegar líða tók á morguninn og var jafnvel vart við hækkun á sumum mörkuðum. Talið er að yfirlýsingar Seðlabanka Evrópu þar sem gefið er til kynna að bankinn ætli sér að kaupa upp skuldir ríkissjóða álfunnar sem verst eru staddir hafi haft einhver áhrif á órólega fjárfesta. Þá hafa G7 ríkin lýst yfir sameiginlegu átaki til að viðhalda fjármálastöðugleika og efnahagsbata. Yfirlýsingarnar virðast hins vegar ekki hafa dugað til en nú fyrir fréttir sýndu allar helstu vísitölur í Evrópu lækkun um eitt til tvö og hálft prósent en um þrjár klukkustundir eru þar til markaðir loka.

Viðskipti erlent

Evrópumarkaðir taka við sér

Hlutabréf á mörkuðum um allan heim hafa lækkað í morgun eftir að Standard og Poors lækkuðu lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudaginn var. Í Evrópu hækkaði verðið þó þegar liðið hefur á morguninn.

Viðskipti erlent