Viðskipti erlent

103 þúsund ný störf í Bandaríkjunum

Áætlun Obama um aukningu starfa virðist hafa gengið eftir.
Áætlun Obama um aukningu starfa virðist hafa gengið eftir.
Alls urðu 103 þúsund störf til í Bandaríkjunum í september samkvæmt fréttavef BBC. Þrátt fyrir aukningu starfanna þá stendur atvinnuleysi í stað, eða í 9,3 prósentum.

Af þessum 103 þúsund störfum snéru 45 þúsund starfsmenn aftur til vinnu eftir að þeir fóru í verkfall í ágúst.

Raunveruleg aukning starfa eru því 58 þúsund. Það er engu að síður vel yfir væntingum fyrir síðasta mánuð og tók Wall Street vel í fréttirnar og markaðir hækkuðu lítillega eftir að tilkynnt var um aukningu starfa í landinu.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í síðasta mánuði um 450 milljarða dollara innspýtingu í efnahagslífið í þeim tilgangi að skapa störf. Svo virðist sem sú áætlun hafi gengið vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×