Tíska og hönnun

Þykir enn vænt um hvert einasta skópar

Sýningin Undraveröld Kron by Kronkron verður opnuð á sunnudaginn í Hönnunarsafni Íslands. Þar verða til sýnis þeir fjölmörgu skór sem Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa hannað á 10 árum. Hugrún segir magnað að líta til baka í aðdraganda sýningarinnar.

Tíska og hönnun

Endurtekning er þemað í níundu útgáfu af Mænu

Mæna er tímarit um hönnun sem kemur nú út í níunda sinn. Tímaritið er gefið út af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hannað af þriðja árs nemum í grafískri hönnun. Í dag verður haldið upp á útgáfuna í Hafnarhúsinu í Reykjavík.

Tíska og hönnun

Gegnsætt fjaðurmagnað og flögrandi í sumar

Frá því í haust hefur það verið í deiglunni hvað verður raunverulega það heitasta eða svalasta að klæðast í sumar. Nú eru tískulínur teknar að skýrast og nokkrir þræðir virðast ætla að vera gegnumgangandi þegar sól hækkar á lofti.

Tíska og hönnun

Tom Ford setur loðfeldi út í kuldann

Fatahönnuðurinn Tom Ford hefur tilkynnt að hann muni ekki framar nota loðfeldi af dýrum við hönnun sína. Með þessu fetar hann í fótspor stóru tískuhúsanna Gucci, Armani, Tommy Hilfiger, Calvin Klein og Ralph Lauren.

Tíska og hönnun

Böðuð glæsileika í Hörpu

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þykja með glæsilegustu tónleikum ársins. Valgerður Guðnadóttir geislaði á sviðinu með hljómsveitinni að þessu sinni, klædd glæsilegum galakjólum.

Tíska og hönnun

At­hyglis­sjúk glamúr­glimmerskvísa

Hverju klæðist djassdíva sem er með hádegistónleika í bókasafni? Hún verður fín í tauinu og skartar örugglega lokkandi glamúr. Stína Ágústsdóttir lofar líklegast hárauðum kjól sem sker sig úr bókahillunum.

Tíska og hönnun

Hönnun úr íslenskum efnivið

Dóra Hansen hannar lampa, ljós og borð úr íslensku lerki úr Hallormsstaðaskógi og rekavið af Ströndum. Hún tekur þátt í Handverki og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 23.-27. nóvember.

Tíska og hönnun

Tilbúnir til að taka áhættu

Fatamerkin Child og CCTV deila stúdíói þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum. Þeir ætla að hræra upp í streetwear-markaðnum sem þeir segja staðnaðan. Á morgun halda þeir pop-up markað í stúdíóinu sínu út á Granda.

Tíska og hönnun