ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu strandar oftast á einu stóru atriði: Sjávarútveginum. Þótt margt sé rætt um fiskveiðistjórnunarkerfið sjálft, er það hugtakið kvótahopp (e. quota hopping) sem stendur eftir sem einn flóknasti og erfiðasti þröskuldurinn í hugsanlegu nýju aðlögunarferli. Skoðun 8.1.2026 11:30
Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Ísland er áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur með leikskóla eða dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Mörg sveitarfélög hafa ekki tryggt úrræði fyrir börn, og foreldrar, oftast mæður, standa frammi fyrir mánuðum eða jafnvel heilu ári þar sem þau hafa ekki aðgang að vistun. Skoðun 8.1.2026 10:47
Lesblinda til rannsóknar Þar sem áreiðanlegar rannsóknir liggja fyrir kemur í ljós að um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum einstaklingum upplifir námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Skoðun 8.1.2026 10:30
Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ég leyfi mér hér með að beina opnu bréfi til Fangelsismálastofnunar vegna langvarandi einangrunar Anítu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir mikla og ítrekaða gagnrýni, meðal annars frá Amnesty International, situr Aníta enn í einangrun. Upphaflega stóð til að henni yrði sleppt úr einangrun 22. desember, en sú ákvörðun var framlengd um fjórar vikur. Við það mun hún hafa setið í einangrun í samtals um 144 daga. Á sama tíma liggur fyrir að hún hefur ekki verið dæmd í máli sínu og að aðalmeðferð er ekki áætluð fyrr en í febrúar. Skoðun 8.1.2026 08:15
Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Forvarnir eru mikilvægar, um þetta erum við flest sammála. Sameiginlegum fjármunum okkar er varið í að efla þær og sérstaklega þá þætti sem vitað er að hafa jákvæð áhrif á líf og lýðheilsu barna og ungmenna. Skoðun 8.1.2026 08:03
Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Ég er alin upp á landsbyggðinni og það sem heillaði mig við Kópavog var að þetta er eins og að búa í litlum bæ í borg. Hér er að finna nálægð við náttúru og samheldið samfélag, en líka fjölbreytt tækifæri, mannlíf og þjónustu sem ekki finnast alls staðar annars staðar á landinu og þóttu alls ekki sjálfsögð þegar ég var að alast upp. Að velja Kópavog sem stað til að búa á og ala upp börn eftir langa dvöl erlendis var því ekki erfið ákvörðun. Skoðun 8.1.2026 07:31
Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Öll sem aka í Reykjavík þekkja það að sóa tíma í bílnum. Föst í umferð. Líka fólk sem notar Strætó. Ef ekkert er að gert mun þetta versna áður en það batnar. Skoðun 8.1.2026 07:02
Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Í vor eru mikilvægar kosningar um framtíð Reykjavíkurborgar og þann 24. janúar fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni. Ég heiti Bjarnveig Birta og býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ég er 33 ára rekstrarstjóri, þriggja barna móðir úr Grafarvogi og sigraði í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í vetur. Skoðun 8.1.2026 07:02
Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Heimurinn hefur breyst. Vægi alþjóðalaga og fjölþjóðastofnana hefur veikst og sá heimur sem við blasir er síst af öllu betri fyrir smærri þjóðir. Skoðun 7.1.2026 21:01
Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni. Skoðun 7.1.2026 16:30
Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Vara kemur til landsins í margvíslegum tilgangi, sem nauðsyn, munaður og allt þar á milli. Flest okkar þekkja í eigin lífi raftæki sem ekki er hægt að laga, föt sem endast skemur en áður og léleg húsgögn. Skoðun 7.1.2026 16:02
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Nú þegar strandveiðisjómenn eru orðnir langeygir eftir fréttum af fyrirkomulagi næstu vertíðar fer að heyrast kunnuglegt stef. Það byrjar sem kjaftasaga hvísluð á göngum ráðuneyta en endar yfirleitt sem fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV og hljómar þannig: „Smábátaveiðar eru stórhættulegar, ef trillukarlar fá stærri sneið af kökunni missum við MSC vottun og þar með aðgang að mikilvægum mörkuðum.“ Skoðun 7.1.2026 14:01
Er netsala áfengis lögleg? Nú kringum áramótin hafa birst fréttir um að þingmönnum og ráðherrum þyki tími kominn til „að ákveða hvaða fyrirkomulag skuli vera í landinu varðandi áfengissölu,“ eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar orðaði það. „Óvissa ríki bæði hjá rekstraraðilum netverslana áfengis sem og þeim sem sinni eftirliti með þeim.“ Skoðun 7.1.2026 14:01
Hafnarfjörður er ekki biðstofa Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað. Skoðun 7.1.2026 13:30
Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Brotthvarf Nikolas Madúró forseta Venesúela er ótvírætt högg fyrir stjórn sósíalista í landinu. Það raskar starfi þeirra og skapar tækifæri til breytinga, en um leið er ólíklegt að handtaka hans ein og sér skili langlífum breytingum á stjórnarfari landsins. Skipulagslegt viðnámsþol, samheldni valdastéttarinnar, stofnanaleg dýpt og ytri pólitísk áhrif takmarka áhrifin af brotthvarfi forsetans. Skoðun 7.1.2026 13:01
Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Í umsögnum um Fjarðarheiðargöng segir Samgöngufélagið: „…væri t.d. fróðlegt að sjá hvað aukinn búnað þarf til að tryggja öryggi í göngum sem leiðir af hinni miklu lengd þeirra, en sem fram hefur komið eru þau tíundu Skoðun 7.1.2026 11:02
Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Síðan ég hóf störf með fólki í afplánun og eftir afplánun hef ég heyrt ótal sögur um djúpstæð og langvarandi áföll, brotin kerfi, vonleysi og vanlíðan. Flestar þessara sagna byrja löngu áður en afplánun hefst. Á æskuárum mótaði vanræksla, ofbeldi eða fátækt líf þeirra, í skólum setti einelti mark sitt á viðkomandi og jafnvel fjölskyldur sem gerðu allt sem þær gátu urðu fyrir kerfislægum mistökum sem leiddu til skorts á nauðsynlegri aðstoð og stuðningi. Skoðun 7.1.2026 08:30
Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Leikskólar eru bæði mikilvægir fyrir velferð og jöfnuð barna og jafnrétti kynjanna enda voru það konur í Reykjavík sem settu fyrst á stofn dagheimili og síðan leikskóla. Skoðun 7.1.2026 08:02
Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Árið er 2026. Þetta er árið sem ég óska þess heitt og innilega að við jörðum útlitsdýrkun, megrunartal, fitufordóma og þá hugmynd að nota hreyfingu sem refsingu eða útlitsmótunartól. Skoðun 7.1.2026 07:33
Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Í stjórnmálum skiptir mestu máli að fólk standi við orð sín þegar á reynir. Við sáum skýrt dæmi um slíka forystu hjá Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra og fyrrverandi stjórnarformanni Samtaka íslenskra sveitarfélaga, þegar hún gegndi lykilhlutverki í að leysa hnútinn í erfiðri kjaradeilu kennara. Skoðun 7.1.2026 07:02
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Skoðun 6.1.2026 23:19
Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“. Skoðun 6.1.2026 21:02
Hvað er Trump eiginlega að bralla? Hvað er forseti Bandaríkjanna að meina með því að ræna Maduro? Trump sjálfur hefur vísað í tvær réttlætingar fyrir því að framkvæma þennan gjörning: í fyrsta lagi hefur hann sakað forseta Venesúela um að taka beinan þátt í fíkniefnasmygl og í öðru lagi er Maduro sakaður um að hafa „stolið“ olíu frá Bandaríkjunum (fyrir valdatíð Hugo Chavez og síðan Maduro höfðu bandarísk olíufélög greiðan aðgang að olíuauði landsins). Skoðun 6.1.2026 20:33
Bætum lýðræðið í bænum okkar Ólíkt því sem ítrekað hefur verið haldið fram í umræðunni um fjölda kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum hér á landi og tilheyrandi kostnað sem því fylgir, þá eru sveitarstjórnir á Íslandi mun fámennari en þekkist í flestum öðrum löndum. Skoðun 6.1.2026 13:32