Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Miklar blikur voru á lofti í utanríkismálum Íslands á nýliðnu ári. Gjörvöll Evrópa stendur á miklum tímamótum. Senn eru fjögur ár liðin frá því að allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu hófst og frá því að Donald Trump tók aftur við valdataumunum vestanhafs fyrir tæpu ári hefur hann gjörbreytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Skoðun 5.1.2026 09:30
Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Réttarkerfið á að standa vörð um þau sem minnst mega sín, þau sem ekki geta varið sig, og þar á meðal eru börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. En þegar litið er til þeirra barna sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, eiga um sárt að binda vegna vanrækslu, ofbeldis eða flókinna forræðisdeilna, kemur í ljós að réttarkerfið bregst oftar en ekki. Skoðun 5.1.2026 09:02
Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Fíkn er flókinn og alvarlegur sjúkdómur sem hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur einnig á aðstandendur hans og samfélagið í heild. Hún er ekki spurning um veikleika, skort á sjálfsaga eða rangar ákvarðanir, heldur langvinnur sjúkdómur sem hefur áhrif á heilastarfsemi, hegðun, tilfinningalíf og sjálfsmynd. Fíkn raskar því hvernig heilinn vinnur úr umbun, streitu og sársauka og skapar vítahring þar sem einstaklingurinn missir smám saman stjórn. Skoðun 5.1.2026 08:32
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Skoðun 4.1.2026 09:30
Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Hvers vegna höfum við, líkt og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, valið að reka ríkisrekið heilbrigðiskerfi sem á að ná til allra? Svarið liggur ekki í flóknum hagfræðilegum reiknilíkönum, heldur í djúpstæðri samfélagslegri sannfæringu um jafnrétti, frelsi og yfirgnæfandi mikilvægi félagslegs trausts. Skoðun 4.1.2026 08:02
Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Covid-19 veirufaraldurinn, sem hófst árið 2019, hafði ýmsar breytingar í för með sér. Vissar aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru harðlega gagnrýndar, einkum fyrir að fela pólitískar ákvarðanir á bak við ráðleggingar sérfræðinga. Mörkin milli faglegs mats og pólitískra ákvarðana urðu við það óljós. Skoðun 4.1.2026 08:02
Tökum Ísland til baka Ísland, eyjan okkar í Norður-Atlantshafi hefur lengi verið þekkt sem paradís náttúru og friðar. Með dramatísku landslagi þar sem fossar, jöklar og eldfjöll mætast, er myndin mjög falleg. Auk þessa þá hefur landið toppað alþjóðlega lista yfir öruggustu og friðsömustu þjóðir heims. Skoðun 3.1.2026 14:03
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“ Skoðun 3.1.2026 12:30
Hvað er karlmennska? Karlmennska í dag birtist sjaldan sem lífsháttur, hún birtist yfirleitt sem umræðuefni. Hún er greind, mæld, endurskilgreind og sett fram í stöðugum samanburði, oft sem vandamál sem þarf að laga eða sem ímynd sem þarf að verja. Skoðun 3.1.2026 09:02
Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Ágætu nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar. Það hlýtur að vekja furðu kjósenda að heyra það haft eftir nefndarmönnum að málefni netverslunar með áfengi hafi ekki verið tekin til efnislegrar umræðu á vettvangi nefndarinnar. Skoðun 3.1.2026 08:01
Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Manstu eftir árinu 2023? Það var árið sem við sátum öll límd við skjáinn í hálfgerðu algleymi og báðum gervigreindina um að semja sonnettur um pylsur eða teikna mynd af páfanum í úlpu. Það var hughrifs tímabilið, tími hrifningar, óttablandinnar virðingar og smá geggjunar þar sem tæknin virtist vera leikfang sem gat allt en samt eiginlega ekki neitt sem skipti máli. En nú nálgast árið 2026 og töfrarnir eru að hverfa. Skoðun 3.1.2026 08:01
Krónan er einmitt ekki vandamálið Fróðlegt viðtal birtist á Dv.is á dögunum þar sem rætt var við Gylfa Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um peningamálin. Viðtalið var þó ekki fróðlegt vegna þess að eitthvað nýtt hafi komið fram í því heldur vegna þess að Gylfi, sem lengi hefur talað fyrir því að gengið yrði í Evrópusambandið og tekin upp evra, sagði það. Skoðun 3.1.2026 07:01
Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Í fimmta hluta viðtalsins segir biskup eitthvað sem hljómar í fyrstu bæði eðlilegt og jafnvel léttandi: „Nú geti biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera – kristninni.“ Skoðun 2.1.2026 16:00
Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Nýliðið ár stóðu allir kennarar landsins saman í harðri kjarabaráttu til að leiðrétta kjör einnar mikilvægustu stéttar á Íslandi. Krafa okkar var einföld, að laun okkar félagsfólks yrðu sambærileg launum annarra sambærilegra sérfræðinga á almennum launamarkaði. Skoðun 2.1.2026 14:00
Týndu börnin Það er gríðarlegur fjöldi ungmenna týnd í sófanum heima hjá sér. Finnur ekki tilgang og flýr tilveruna, einangrar sig og líðanin er vond. Skoðun 2.1.2026 10:31
Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Í nýlegum greinum á Vísi fara þau Ögmundur Jónasson og Ingibjörg Isaksen mikinn gegn netverslun með áfengi. Þau mála upp mynd af samfélagi á barmi siðferðilegs hruns þar sem „gróðahyggja“ og „óprúttnir vínsalar“ ógna velferð barna okkar. Skoðun 2.1.2026 10:02
Pólitíska stríðið sem nærist á þér Harðir vinstri menn og harðir hægri menn eru í raun spegilmyndir. Þeir halda að þeir standi á gagnstæðum endum línunnar, en sálfræðilega eru þeir á sama stað: í vörn. Skoðun 2.1.2026 08:32
Vesalingarnir í borginni „Mamma, mér er kalt.“ Það er janúarkvöld í Reykjavík. Barnið situr í fanginu á móður sinni á meðan vindurinn nístir sig inn um gluggana. Ofnarnir eru volgir. Ekki bilaðir – bara volgir. Hitinn hefur verið lækkaður. Það er sparnaður. Skoðun 2.1.2026 08:02
Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Ég verð að lýsa furðu minni á stóru fjölmiðlum þessa lands. Á meðan kastljósinu er beint annað á sér stað hrein bylting í Íran, einu áhrifamesta ríki Mið-Austurlanda. Skoðun 2.1.2026 07:47
Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Áramót eru kjörinn tímapunktur til að staldra við og líta yfir árið sem er að ljúka, ekki til að dæma það eða flokka í „gott“ og „slæmt“, heldur til að skilja betur hvað það gaf þér, hvað þú lærðir og hvað þú vilt taka með þér áfram. Skoðun 2.1.2026 07:31
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Á nýju ári birtist á Vísi greinin: „Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur?“ þar sem talað er um að gera svefnherbergið skjálaust. Í þeim stutta kafla er sumt verulega undarlegt út frá núverandi þekkingu. Skoðun 1.1.2026 17:02
Á krossgötum Krossgötur eru áhugavert fyrirbæri í þjóðtrúnni. Þar getur verið hættulegt að vera, þar eru skilin milli heima óljósari. Þar hittum við mögulega fyrir undarlegar verur. Skoðun 1.1.2026 15:02
Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Áramótaávarp Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands, var hlýtt, persónulegt og stílhreint. Forsætisráðherra talar af samúð um fólk sem á bágt. Það er gott. En samúð er ekki það sama og skilningur sem byggir á reynslu. Skoðun 1.1.2026 13:01
Borg á heimsmælikvarða! Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla. Skoðun 1.1.2026 12:30
Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Alþjóða Hafrannsóknarráðið (ICES), hefur nýlega endurmetið stofnstærð makríls á Norður Atlantshafi. Endurmatið nær áratugi aftur í tímann eins og meðfylgjandi mynd nr. 1 sýnir. Skoðun 1.1.2026 12:01