Skoðun

Fréttamynd

Skinka og sígarettur

Rósa Líf Darradóttir

Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skamm! (-sýni)

Á gróðursnauðu Íslandi er lykilatriði að binda og bæta sem hraðast jarðveginn sem annars ýmist fýkur á haf út, eða endar í lungum okkar. Einnig er mikið rætt um bindingu kolefnis, t.d. í formi endingargóðs plöntumassa. Skiptir þar mestu að binda sem mest af kolefni hratt, samhliða því að draga úr losun þess. Okkar stórkostlega en fátæka flóra hentar því miður ekki alltaf best til verksins.

Skoðun
Fréttamynd

Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali

Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

Ála­fosskvos – verndar­svæði í byggð

Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjú tonn af sandi

Við hjónin reynum að fara daglega í gönguferð, svona 5 km eða svo til að efla andann og fá mikilvæga hreyfingu, við eldra fólkið þurfum að vera dugleg að rífa okkur út fá hreyfingu og sjá mann og annan, brosa, bjóða góðan dag jafnvel spjalla smá.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land úr Euro­vision 2026

Mögnuð frammistaða Silvíu Nætur í Aþenu er fyrsta minningin mín af Eurovision. Tónlistarkeppnin var heilög hefð á mínu heimili og með hverju árinu þráði ég íslenskan sigur heitar. Í þriðja bekk tókum ég og bekkjarsystur mínar nokkrum sinnum sigurlagið Fairytale á grasbletti í frímínútum, þar sem ég steig inn í hlutverk Alexanders Rybak. Í fyrsta sinn sem ég fylgdist ekki með keppninni, sniðgekk hana réttara sagt, var þegar Hatari fór til Ísraels.

Skoðun
Fréttamynd

Fokk jú Austur­land

Þetta eru skilaboðin sem stjörnvöld hafa sent Austfirðingum með nýrri samgönguáætlun. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa pistil um samgöngumál, en vegna stöðunnar á Austurlandi er erfitt að sitja á sér.

Skoðun
Fréttamynd

Ný þjóðaröryggisstefna Banda­ríkjanna

Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum.

Skoðun
Fréttamynd

Gleði­bankinn er tómur

Við sem hér pikkum grein á lyklaborðið erum af þeirri kynslóð sem þrýsti tveimur ungum fingrum í einu á Play og Rec til þess að ná Júróvisjónlögunum á kasettu.

Skoðun
Fréttamynd

Hver ber á­byrgð á Karlanetinu?

Í nýlegri umfjöllun sem birtist á Vísi ræddi Gary Barker, forseti Equimundo, uggvænlega þróun í skoðunum ungra karla til kynjajafnréttis á heimsvísu. Þeir virðast ekki deila jafn frjálslyndum viðhorfum og feður sínir, hvað varðar félagsleg gildi, kynjakerfið og jafnrétti.

Skoðun
Fréttamynd

,,Friðardúfan“ Pútín

Nú nálgast jólin óðfluga, landinn keppist við að kaupa jólagjafir og ,,strauja“ kort og vefsíður, í leit að hinni einu sönnu lukku. Það virðist allt vera í sómanum (að mestu leyti) hjá níundu ríkustu þjóð heims, sem blessunarlega hefur nánast alveg sloppið við stríð og þær hörmungar sem fylgja þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Nýsköpunarátak fyrir fram­tíð Ís­lands

Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta.

Skoðun
Fréttamynd

Það sem við skuldum hvort öðru

Við göngum í gegnum einmanaleikakrísu. Við færumst áfram á sporum, drukknum í hversdagslífinu undir hraðari og flóknari tilveru, efnahagslegum þrengingum og óttablöndnu andrúmslofti. Þetta er allt svo erfitt og óskiljanlegt og við vitum ekki alveg af hverju innilokunarkenndin grípur um brjóst okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festum í mannréttindafræðslu

Tækniþróun og stafrænir miðlar hafa á síðustu tveimur áratugum þróast á ógnarhraða. Í raun svo hratt að þau gildi og lög sem eiga að stuðla að heilbrigðu samfélagi hafa ekki náð að fylgja eftir með sama hraða. Á sama tíma glímir samfélagið við þá áskorun að kenna börnum og ungu fólki hvernig best megi fóta sig í þessum nýja veruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Sakavottorðið og ég

Ég hef oft reynt að skilja réttlæti og þá er ég ekki að tala um lagalegt réttlæti sem er skráð og rökstutt, heldur mannlegt réttlæti. Það sem fer fram í augnaráði, svipbrigðum eða stuttri athugasemd og getur mótað líf manns. Þetta réttlæti er brothætt, viðkvæmt og stundum ótrúlega skammlíft.

Skoðun
Fréttamynd

Stór orð – litlar efndir

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál.

Skoðun
Fréttamynd

Netið er ekki öruggt

Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega.

Skoðun
Fréttamynd

Mótor­hjólin úti – Fjór­hjólin inni

Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. að sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi.

Skoðun