Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Bestu ákvarðanirnar eru teknar þegar við sjáum heildarmyndina. Til að sjá heildarmyndina verðum við að horfa út fyrir nærumhverfi okkar og sjá landið allt, fólkið allt. Skoðun 15.11.2025 08:02
Milljarðakostnaður sérfræðinga Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Skoðun 15.11.2025 07:30
Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Tilgangurinn með skrifum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið og evruna undanfarnar vikur hefur öðrum þræði verið að reyna að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann flokksins. Þekkt er þegar Kristrún sagði Dag aðeins vera aukaleikara í Samfylkingunni fyrir þingkosningarnar fyrir ári og yrði ekki ráðherra. Þá hvatti hún fólk til þess að strika nafn hans út frekar en að sleppa því að kjósa flokkinn. Skoðun 15.11.2025 07:16
Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Þrátt fyrir nýlegar umbætur á Menntasjóði námsmanna er ljóst að íslenska námslánakerfið nær enn ekki markmiði sínu um að fjárfesta í framtíð þjóðarinnar. Skoðun 14.11.2025 12:00
Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Skoðun 14.11.2025 11:30
Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Æskilegt er að stefna stjórnvalda um einföldun vörugjalda og hvata í orkuskiptum sé mótuð í samstarfi við atvinnulífið og njóti stuðnings þess. Skoðun 14.11.2025 11:02
Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Það er ákveðinn misskilningur að stórar framkvæmdir á borð við jarðgöng og vegagerð séu fyrst og fremst kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð. Skoðun 14.11.2025 10:30
Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Frá miðri 20. öld hafa forvarnir á Íslandi tekið miklum breytingum. Fyrri nálganir einkenndust af einfaldri fræðslu og varnaðarorðum, þar sem áherslan var á hættuna við áfengis- og vímuefnaneyslu. Skoðun 14.11.2025 09:32
Íslenska sem annað tungumál Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Skoðun 14.11.2025 09:02
Sykursýki snýst ekki bara um tölur Ár hvert er þessi dagur tileinkaður einstaklingum sem lifa með sykursýki en hópur þeirra fer ört vaxandi. Sjúkdómurinn snertir marga og hefur mikil áhrif á tilveru þeirra sem lifa með honum. Skoðun 14.11.2025 08:33
Íslenskan er í góðum höndum Ég er oft spurð hvort ég hafi ekki áhyggjur af stöðu íslenskunnar og af ungmennunum okkar sem samkvæmt umræðu í samfélaginu geti hvorki lesið sér til gagns né hafi nokkurn áhuga á að standa vörð um íslenska tungu. Skoðun 14.11.2025 08:01
Ójafn leikur á Atlantshafi Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu grein Bill Gates í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30), sem nú fer fram í Brasilíu. Í greininni segir hann að dómsdagsspár um loftslagsmál séu rangar og að loftslagsaðgerðir taki of mikið pláss á kostnað brýnni vandamála – eins og fátækt, hungri og sjúkdómum. Skoðun 14.11.2025 07:46
Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Skoðun 14.11.2025 07:30
Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Hádegismóri hefur miklar áhyggjur af því að ekki ríki nógu mikil samstaða milli stjórnarflokkanna og sendi fulltrúa sinn til að gægjast inn um glugga Alþingis þar sem þingflokkar þeirra áttu reglulegan sameiginlegan fund til að fá þær áhyggjur sínar staðfestar. Skoðun 14.11.2025 07:16
Víð Sýn Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Skoðun 14.11.2025 07:03
Hvenær er nóg orðið nóg? Á undanförnum árum höfum við sem þjóð orðið vör við ógnvænlega þróun í íslenskri orðræðu, sífellt meiri andúð í garð innflytjenda, lituðu fólki og hinsegin fólki samfélagsins. Skoðun 13.11.2025 18:31
Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Í grein sem hér birtist þann sjöunda síðasta mánaðar eftir bankastjóra einn er því haldið fram að: Það sé hér einhver hringekja sem hafi hrinsólað hér hátt í hálfa öld og leikið okkur grátt. Í henni sé meinsemd sem hafi hækkað og hækkað vexti og haldi uppi verðbólgum. Skoðun 13.11.2025 16:32
Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Hildur og Jón eru ung hjón. Þau eiga tveggja ára dóttur og búa hjá foreldrum Hildar. Þau kaupa sína fyrstu íbúð og hafa haft mikið fyrir því að safna peningi til að eiga fyrir útborgun. Skoðun 13.11.2025 14:02
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag státar bæjarstjóri Kópavogs sig af því að hafa lækkað skatta á Kópavogsbúa um samtals 3,7 milljarða á þessu kjörtímabili. Skoðun 13.11.2025 13:03
Hugleiðingar um Sundabraut Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Skoðun 13.11.2025 12:32
Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Það er fagnaðarefni að við séum að ræða leikskólamál á Íslandi. Höldum því endilega áfram og tölum aðeins um leikskólana í Garðabæ. Skoðun 13.11.2025 12:17
Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Skoðun 13.11.2025 12:02
Þröng Sýn Nýverið ritaði forstjóri Sýnar grein sem bar yfirskriftina ”Vegið að heilbrigðri samkeppni”. Skoðun 13.11.2025 11:31
Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Hvammsvirkjun er fyrirhuguð virkjun Landsvirkjunar í Þjórsá, neðan við Búrfellsstöð. Fyrirhugað uppsett afl er 95MW og metin orkuframleiðsla á ári í kringum 740 GWst. Skoðun 13.11.2025 10:30