Skoðun

Af hverju ertu að bjóða þig fram?

Sigurður Ragnarsson skrifar

Grafinn undir flóði af fjöldanum öllum af fréttatilkynningum af fólki sem er að hugsa um að bjóða sig fram, búið að bjóða sig fram, leitandi að undirskriftum eða viðhafði hinn tiltekna frasa það hafa margir komið að máli við mig kom upp sú spurning hjá mér, hvernig í ósköpunum á ég að ákveða hver fær mitt atkvæði?

Skoðun

Við styðjum Guð­mund Karl!

Katrín Valdís Hjartardóttir,Andrea Bóel Bæringsdóttir og Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir skrifa

Að syngja í kór er góð skemmtun! En við í Kór Lindakirkju viljum að sem allra flest viti að við stöndum 100% á bak við Sr. Guðmund Karl í biskupskjöri. Þetta er auðvelt fyrir okkur að segja sem höfum fylgst mjög náið með störfum Sr. Guðmundar Karls, eða Gumma Kalla, eins og við þekkjum hann, í gegnum starfið í Lindakirkju, mörg hver til fjölda ára.

Skoðun

Hag­fræðin á Heimildinni

Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Í samfélagsumræðunni undanfarið hefur það orðið að nokkurs konar samkvæmisleik að halda því fram að ferðaþjónusta eigi sök á flestu sem miður hefur farið í hagkerfinu undanfarin ár. Að sögn sjálfskipaðra sérfræðinga um efnahagsmál er hún orsök almennrar þenslu, verðbólgu, hárra stýrivaxta og framboðsskorts á húsnæðismarkaði.

Skoðun

Hrein­leika­þráin

Bjarni Karlsson skrifar

Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir.

Skoðun

Heimilis­leysi blasir við ör­yrkjum

Svanberg Hreinsson skrifar

Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði.

Skoðun

Veðrið, veskið og Ís­lendingurinn

María Rut Kristinsdóttir skrifar

Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott.

Skoðun

Að mæðra barn í hjarta sínu

Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar

Þann 12. maí verður mæðradegi fagnað á Íslandi. Iðulega fer af stað markaðssetning á mæðradagsgjöfum og sumir heilla mæður sínar með fallegum myndum og kveðjum á samfélagsmiðlum. En hjá mörgum vekur þessi dagur upp flóknar og erfiðar tilfinningar.

Skoðun

Já­kvæður orða­forði eykur hamingju og vel­líðan

Helga Fjóla Sæmundsdóttir skrifar

Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu.

Skoðun

Látum hjartað ráða för

Sigrún Traustadóttir skrifar

Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo.

Skoðun

Vekjum risann

Guðmundur Karl Brynjarsson skrifar

Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum.

Skoðun

Katrín Jakobs­dóttir for­seti

Viðar Pálsson skrifar

Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum.

Skoðun

Þjóðar­sátt líka fyrir fatlað fólk

Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

1.maí er mikilvægur dagur í kjarabaráttu íslensks verkafólks þar sem vakin er athygli á þeim kaupum og kjörum sem vinnandi fólk fær fyrir starfsframlag sitt.Allt gott og blessað við það. En hverjir láta sig kaup og kjör fatlaðs fólks varða?

Skoðun

Í ker eða kistu

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna.

Skoðun

Gummi Kalli er rétti kosturinn sem biskup Ís­lands

Áslaug Helga Hálfdánardóttir,Dís Gylfadóttir og Guðni Már Harðarson skrifa

Þann 2. maí á hádegi hefst ný kosning til Biskups Íslands, sem stendur til hádegis 7. maí. Prestar og djáknar tilnefndu þrjú og nú hefur valið verið skorið niður í tvö nöfn af hópi 2300 einstaklinga sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Þjóðkirkjuna. Valið er einfalt í huga okkar, sem höfum unnið náið með Guðmundi Karli Brynjarssyni í Lindakirkju í áraraðir og notið leiðsagnar hans.

Skoðun

Ræstinga­fyrir­tæki og starfsmannaleigur í jafnréttisparadísinni

Valgerður Árnadóttir skrifar

Umdeild starfsemi starfsmannaleiga á Íslandi hefur ekki farið framhjá landsmönnum. Þegar ég starfaði hjá stéttarfélagi komu fjölmörg mál á okkar borð og hefur mér verið umhugað um þennan falda hóp fólks í okkar samfélagi sem starfar hjá starfsmannaleigum síðan.

Skoðun

For­ysta til fram­tíðar

Hópur presta skrifar

Nú á vordögum hefur Þjóðkirkja Íslands það vandasama verkefni fyrir höndum að velja nýjan leiðtoga til að leiða starf kirkjunnar. Þetta tímabil er gróskutími hvar kirkjunnar fólk staldrar við til að ræða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem opið og umfaðmandi samfélag kirkjunnar. Áskoranir þjóðkirkjunnar eru margar en sóknarfærin fleiri og mikilvægt að sem flest komi að umræðunni um mikilvægt starf boðandi og þjónandi kirkju.

Skoðun

Fyrir hverja eru skoðana­kannanir?

Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu.

Skoðun

Án varna, ekkert frelsi

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins.

Skoðun

Mýtan um launin

Elsa Nore skrifar

Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar.

Skoðun

Samt kýs ég Katrínu

Jökull Sólberg Auðunsson skrifar

Í fjölflokka kerfi með allt að fimm flokka stjórnum blasir við að enginn einn flokkur getur gert sér miklar væntingar um óslitna sigurgöngu í öllum málaflokkum. Eins og nú standa sakir mun það sérstaklega eiga við um þá flokka sem reka stefnu gegn þeirri sem ríkir í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Skoðun

Viltu vera memm?

Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar

Ég var stödd í foreldrafræðslu þar sem verið var að tala um að foreldrahlutverkið getur valdið streitu og eitt það besta sem við gætum gert til að draga úr streitunni og efla tengsl fjölskyldunnar væri að leika okkur saman.

Skoðun

Tíminn að renna út

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við þurfum að senda frá okkur skýr skilaboð til stjórnvalda og stjórnmálanna að tími aðgerðarleysis og óstjórnar er að renna út.

Skoðun

Átt þú rétt á sumar­bú­stað?

Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar

Alveg síðan ég var stelpa átti 1. maí sérstakan sess i mínum huga. Skrúðgöngurnar minntu mig á sumardaginn fyrsta, dag sem einnig hafði þennan sérstaka blæ yfir sér í æsku minni, nema að andinn í þessum athöfnum fjölda fólks sem gengu á þessum hátíðisdögum var svo ólíkur.

Skoðun

Von­brigði fyrir þá verst settu

Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu.

Skoðun

Bar­áttan heldur á­fram

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

1. maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins – skipar sérstakan sess í hugum okkar margra. Þessi dagur er tileinkaður réttlátum kjörum launafólks, réttindum þess, aðbúnaði og svo má lengi telja. Baráttan er hvergi nærri búin, þó náðst hafi góður árangur á mörgum sviðum undanfarin ár.

Skoðun