Menning

Suðupottur hönnunar í borginni

HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert.

Menning

Elskendur í útrýmingarbúðum

Skáldævisagan Húðflúrarinn í Auschwitz kom út á frummálinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári.

Menning

Það flaug engill yfir safnið

Amy Engilberts ánafnaði Listasafni Íslands fjármuni til listaverkakaupa. Nú stendur yfir sýning í safninu á þeim verkum sem keypt voru fyrir gjöfina.

Menning

Freistar gæfunnar án Corleone-baklandsins

Sif Jóhannsdóttir er dóttir bókaútgefandans Jóhanns Páls Valdimarssonar. Segist loksins vera "flutt að heiman“ á nýjar slóðir eftir að hafa starfað allt sitt líf hjá rótgrónu fjölskyldufyrirtækinu.

Menning

Söngleikur um sögur og mátt

Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir hinum gríðarlega vinsæla og margverðlaunaða söngleik Matthildi í Borgarleikhúsinu. Segir lífsvilja, leikgleði og birtu streyma frá börnunum sem leika í sýningunni.

Menning

Pönkari inn við beinið

Elmar Gilbertsson óperusöngvari hefur fengið fastráðningu við óperuna í Stuttgart í Þýskalandi. Hann segist hlusta á þungarokk til að kúpla sig frá rómantíska tenórnum.

Menning

Blaðað í fortíðinni

Fyrir rúmum áratug keypti Friðgeir Einarsson þrjú myndaalbúm á flóamarkaði í Belgíu, nánar tiltekið í Brussel, á afmælisdegi sínum.

Menning

Tengsl og tengslaleysi mannsins

Í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur. Sýnir stór, krefjandi og hlaðin verk sem liggja þétt saman. Sýnir meðal annars í Genf og Vínarborg seinna á árinu.

Menning

Ást á tímum alnæmis

Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með uppfærslu ársins, Rent, en það er Guðmundur Felixson sem leikstýrir þessu stærsta verkefni sínu hingað til.

Menning

Frábært tækifæri

Í haust syngur Dísella Lárusdóttir stærsta hlutverk sitt í Metropolitanóperunni til þessa. Syngur í óperu eftir Philip Glass. Er á faraldsfæti þetta árið.

Menning

Kvika er hryllingssaga um ástina

Andlegt ofbeldi og afleiðingar þess, áhrif klámvæðingar og tvöföld skilaboð í sambandi við ást og ástarsambönd eru megininntak þessarar frumraunar Þóru Hjörleifsdóttur.

Menning

Flakk á milli ólíkra tíma

Anna Hallin og Olga Bergmann sýna vídeóverk og hljóðmyndir í Listasafni Einars Jónssonar. Segja verk sín vera samtal við verk Einars og sækja til hans innblástur.

Menning

Leikstýrir Ronju án þess að skilja málið

Ronja ræningjadóttir verður frumsýnd í grænlenska þjóðleikhúsinu í kvöld. Þrír íslenskir starfsmenn, þar á meðal leikstjóri, koma að uppsetningunni. Vonast er til þess að sýningin verði sett upp hér á landi á vormánuðum.

Menning

Opnar sýningu um túristastrauminn til landsins

Ragnheiður Þorgrímsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti i Flórens á Ítalíu 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 2017.

Menning

Söngur er sælugjafi

Gunnar Guðbjörnsson hefur umsjón með viðtalstónleikum við óperusöngvara í Salnum. Fyrstu tónleikarnir verða í dag með Elmari Gilbertssyni.

Menning