Menning Loksins komin nútímaleg ensk-íslensk orðabók Hér er komin verulega aukin og endurbætt útgáfa Ensk-íslenskrar skólaorðabókar sem kom fyrst út árið 1986. Við endurskoðunina var sérstök áhersla lögð á orðaforða á þeim sviðum þar sem mestar breytingar hafa orðið, svo sem í upplýsingatækni og viðskiptum, auk þess sem reynt var að gera daglegu máli sem best skil. Menning 30.11.2006 15:13 Óvinir ríkisins - Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi Hjá Máli og menningu er komin út bókin Óvinir ríkisins - Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi eftir Guðna Th. Jóhannesson. Til skamms tíma var talið að leynilegt eftirlit hins opinbera með þegnum landsins væri harla lítið hér á landi. Með árunum hefur þó fjölmargt komið fram sem bendir til hins gagnstæða og eftir því sem leynd hefur verið aflétt af ýmsum skjalasöfnum hér heima og erlendis hefur myndin skýrst smám saman. Menning 30.11.2006 14:59 Lestin brunar Á þessum árstíma er til siðs að rithöfundar kveðji sér hljóðs á ýmsum vettvangi og kynni verk sín enda er nú árleg vertíð hjá bókafólki. Vitað er af höfundum sem þeysast nú um fjallvegi landsins með skottin stútfull af jólabókum og bíða lesendur á landsbyggðinni án efa spenntir eftir nýjungunum. Nýlega fréttist af líflegum upplestri í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þar sem úrval höfunda messaði bókmenntaboðskapnum yfir Vestfirðinga sem gerðu að honum góðan róm. Menning 30.11.2006 13:15 Jón Óskar sýnir í 101 Það er stutt fyrir Jón Óskar að fara að heiman í galleríið sem hann sýnir jafnan í, Gallerí 101, á bak við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu. Það er lengri vegur úr vinnustofum hans, í Vestmannaeyjum, Kína, South Beach í Flórída, Skúlatúninu í Reykjavík og Höfðahverfinu þar sem hann hefur unnið. Menning 30.11.2006 12:45 Bókarbrot í Borgarleikhúsi Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Árni Þórarinsson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson og Sigurjón Magnússon munu lesa úr verkum sínum á upplestrarkvöldinu „Brot af því besta“ í anddyri Borgarleikhússins í kvöld. Menning 30.11.2006 10:00 Persónulegar kenndir Nú eru síðustu forvöð að upplifa myndbands-sviðsetningu Kristínar Helgu Káradóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin nefnist „Þráðlaus tenging“ og er í svokallaðri Gryfju listasafnsins. Listakonan kemur sjálf fram í stuttum myndskeiðum sem er varpað upp í Gryfjunni. Myndskeiðin eru á mörkum þess að vera málverk, ljósmynd og kvikmynd. Menning 30.11.2006 06:00 25 ára afmæli Gestgjafans Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið. Menning 29.11.2006 19:00 Metsöluljóð! Ljóðabók Ingunnar Snædal uppseld Ljóðabókin Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal er uppseld hjá forlaginu. Ekki ein einasta bók á lager. Bókin er búin. Einhver eintök eru enn til í bókabúðum, en þau eru ekki mörg og fara líklega fljótt. Menning 29.11.2006 17:00 Foringinn í frystihúsinu Margrét Frímannsdóttir hefur frá upphafi verið með áhugaverðari karakterum á Alþingi. Það var einhvern veginn ljóst að hún haslaði sér völl í pólitíkinni þrátt fyrir karlana í flokki sínum. Eða það grunaði mann. Menning 29.11.2006 16:15 Jólakort Geðhjálpar 2006 Hið árlega jólakort Geðhjálpar er komið út. Myndin á kortunum í ár er vatnslitamynd eftir Kristinn Jóhannesson sem hefur verið nemandi í samstarfsverkefni Geðhjálpar og Fjölmenntar um menntun- og starfsendurhæfingu fólks með geðraskanir, frá upphafi. Menning 29.11.2006 16:03 Fortíðin er núna Auðug og frumleg skáldsaga eftir efnilegan höfund sem líður þó fyrir óbeislaðan orðavaðal. Menning 29.11.2006 16:00 Sigur Rós selur ljósmyndir til styrktar UNICEF Á haustdögum ferðaðist hljómsveitin Sigur Rós til Svasílands á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til að kynna sér HIV-verkefni samtakanna þar í landi. Menning 29.11.2006 15:54 Ný Ungfrúarbók eftir Roger Hargreaves JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér glænýja Ungfrúarbók, Ungfrú Jóla, eftir Roger Hargreaves. Fyrir ein jólin ákveður ungfrú Jóla að hún þurfi að komast í frí. Hún á enn eftir að pakka inn heilmörgum jólagjöfum og biður Jólasveininn og herra Jóla að sjá um það. En verða þeir búnir nógu snemma? Menning 29.11.2006 15:52 Ólafur í góðum félagsskap í New York Listaverk Ólafs Elíassonar, „Eye see you" og „You see me" voru afhjúpuð í verslun Louis Vuitton í New York fyrir skemmstu. Annað verkanna kemur til með að hanga til frambúðar í versluninni á meðan hitt fær aðeins að hanga yfir hátíðarnar. Menning 29.11.2006 13:00 Salka í Kjallaranum Höfundar, þýðendur og aðrir Sölku-liðar fagna skemmtilegu og gjöfulu útgáfuári í Þjóðleikhús-kjallaranum í kvöld kl. 20. Menning 29.11.2006 09:45 Rússnesk skáld Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, efnir til kynningar á nokkrum rússneskum skáldum og verkum þeirra nú í vetur. Fyrir jól verða þrjú skáld tekin fyrir: Gogol, Tolstoj og Vysotský. Menning 29.11.2006 08:15 Hlaut verðlaun Björk Bjarkadóttir myndlistarkona hlaut íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Verðlaunin voru afhent við opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi á laugardag. Menning 28.11.2006 16:00 Ræðir þýðingu öndvegisverka Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, fjallar um skáldverkið Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milan Kundera í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á morgun. Menning 28.11.2006 13:00 Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags á Grand Rokk Að kvöldi fimmtudagsins 30. nóvember verður enn efnt til mikillar glæpaveislu á efri hæð Grand Rokks en þá munu höfundar fimm nýútkominna glæpasagna stíga á svið og lesa úr verkum sínum við undirleik dauðakántrísveitarinnar Sviðin Jörð. Menning 28.11.2006 12:40 Ljóðstafur Jóns úr Vör Lista- og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör“ og er skilafrestur til 15. desember. Þriggja manna dómnefnd mun velja úr þeim ljóðum sem berast og að venju eru veitt vegleg verðlaun fyrir hlutskarpasta ljóðið og fær skáldið einnig til varðveislu göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni þess í eitt ár. Menning 28.11.2006 12:00 Íslendingahátíð í London Íslendingafélagid í London heldur fullveldisdaginn hátíðlegan með samkomu í Sendirádi Íslands, laugardaginn 2. desember. Dagskrá hefst klukkan 16:00 með ávarpi, Sverris Hauks Gunnlaugssonar, Sendiherra Íslands á Bretlandseyjum. Menning 28.11.2006 11:24 Hátíðarhöld við Háskólann á Akureyri Föstudaginn 1. desember kl. 17.00 verður Íslandsklukkunni, listaverki Kristins E. Hrafnssonar, við Háskólann á Akureyri hringt sex sinnum, einu sinni fyrir hvert ár umfram árið 2000. Menning 28.11.2006 11:04 Frelsi til að skipta ekki um skoðun Leikandi og skemmtileg saga sem varpar skemmtilegu og skýru ljósi á íslenska þjóðfélagsgerð. Lofsverðan brodd má finna í bókinni sem þó líður fyrir hæverskugrobb höfundar. Menning 28.11.2006 09:30 Nítjánda öldin komin út Í gær kom út hjá forlaginu JPV útgáfu stórbókin Ísland í aldanna rás 1800–1899 en á árunum 2000–2002 gaf forlagið út sögu 20. aldarinnar í sama bókaflokki og naut hún fádæma vinsælda meðal almennings og seldist í þúsundum eintaka, fyrst í þremur bindum og loks í einu. Menning 23.11.2006 11:15 Fíasól á flandri Hjá Máli og menningu er komin út Fíasól á flandri eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Halldór Baldursson. Menning 22.11.2006 15:47 Laxdæla Hjá Máli og menningu er komin út Laxdæla í endursögn Brynhildar Þórarinsdóttur með myndskreytingum Margrétar E. Laxness. Menning 22.11.2006 15:17 Úti að aka JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér ferðasöguna Úti að aka - á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku eftir Ólaf Gunnarsson og Einar Kárason. Menning 22.11.2006 14:48 Spennusagnasíðdegi Alla fimmtudaga fram að jólum verður spennusagnasíðdegi í Kórnum á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Það er haldið í samstarfi Bókabúðarinnar Hamraborg, Bókasafnsins og Kaffibúðarinnar í Hamraborg. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.15. Menning 22.11.2006 14:26 Brot af því besta Sýningin Brot af því besta verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 25. nóvember kl. 15. Á sýningunni má sjá úrval verka sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og gaman sem starfræktar voru sumrin 1988-2004. Menning 22.11.2006 10:17 Þetta vilja börnin sjá! Hin árlega sýning Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 25. nóvember kl. 15. Við opnunina verða Íslensku myndskreytiverðlaunin, sem kennd eru við Dimmalimm, veitt fyrir bestu myndskreyttu barnabókina 2006. Menning 22.11.2006 10:11 « ‹ 193 194 195 196 197 198 199 200 201 … 334 ›
Loksins komin nútímaleg ensk-íslensk orðabók Hér er komin verulega aukin og endurbætt útgáfa Ensk-íslenskrar skólaorðabókar sem kom fyrst út árið 1986. Við endurskoðunina var sérstök áhersla lögð á orðaforða á þeim sviðum þar sem mestar breytingar hafa orðið, svo sem í upplýsingatækni og viðskiptum, auk þess sem reynt var að gera daglegu máli sem best skil. Menning 30.11.2006 15:13
Óvinir ríkisins - Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi Hjá Máli og menningu er komin út bókin Óvinir ríkisins - Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi eftir Guðna Th. Jóhannesson. Til skamms tíma var talið að leynilegt eftirlit hins opinbera með þegnum landsins væri harla lítið hér á landi. Með árunum hefur þó fjölmargt komið fram sem bendir til hins gagnstæða og eftir því sem leynd hefur verið aflétt af ýmsum skjalasöfnum hér heima og erlendis hefur myndin skýrst smám saman. Menning 30.11.2006 14:59
Lestin brunar Á þessum árstíma er til siðs að rithöfundar kveðji sér hljóðs á ýmsum vettvangi og kynni verk sín enda er nú árleg vertíð hjá bókafólki. Vitað er af höfundum sem þeysast nú um fjallvegi landsins með skottin stútfull af jólabókum og bíða lesendur á landsbyggðinni án efa spenntir eftir nýjungunum. Nýlega fréttist af líflegum upplestri í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þar sem úrval höfunda messaði bókmenntaboðskapnum yfir Vestfirðinga sem gerðu að honum góðan róm. Menning 30.11.2006 13:15
Jón Óskar sýnir í 101 Það er stutt fyrir Jón Óskar að fara að heiman í galleríið sem hann sýnir jafnan í, Gallerí 101, á bak við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu. Það er lengri vegur úr vinnustofum hans, í Vestmannaeyjum, Kína, South Beach í Flórída, Skúlatúninu í Reykjavík og Höfðahverfinu þar sem hann hefur unnið. Menning 30.11.2006 12:45
Bókarbrot í Borgarleikhúsi Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Árni Þórarinsson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson og Sigurjón Magnússon munu lesa úr verkum sínum á upplestrarkvöldinu „Brot af því besta“ í anddyri Borgarleikhússins í kvöld. Menning 30.11.2006 10:00
Persónulegar kenndir Nú eru síðustu forvöð að upplifa myndbands-sviðsetningu Kristínar Helgu Káradóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin nefnist „Þráðlaus tenging“ og er í svokallaðri Gryfju listasafnsins. Listakonan kemur sjálf fram í stuttum myndskeiðum sem er varpað upp í Gryfjunni. Myndskeiðin eru á mörkum þess að vera málverk, ljósmynd og kvikmynd. Menning 30.11.2006 06:00
25 ára afmæli Gestgjafans Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið. Menning 29.11.2006 19:00
Metsöluljóð! Ljóðabók Ingunnar Snædal uppseld Ljóðabókin Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal er uppseld hjá forlaginu. Ekki ein einasta bók á lager. Bókin er búin. Einhver eintök eru enn til í bókabúðum, en þau eru ekki mörg og fara líklega fljótt. Menning 29.11.2006 17:00
Foringinn í frystihúsinu Margrét Frímannsdóttir hefur frá upphafi verið með áhugaverðari karakterum á Alþingi. Það var einhvern veginn ljóst að hún haslaði sér völl í pólitíkinni þrátt fyrir karlana í flokki sínum. Eða það grunaði mann. Menning 29.11.2006 16:15
Jólakort Geðhjálpar 2006 Hið árlega jólakort Geðhjálpar er komið út. Myndin á kortunum í ár er vatnslitamynd eftir Kristinn Jóhannesson sem hefur verið nemandi í samstarfsverkefni Geðhjálpar og Fjölmenntar um menntun- og starfsendurhæfingu fólks með geðraskanir, frá upphafi. Menning 29.11.2006 16:03
Fortíðin er núna Auðug og frumleg skáldsaga eftir efnilegan höfund sem líður þó fyrir óbeislaðan orðavaðal. Menning 29.11.2006 16:00
Sigur Rós selur ljósmyndir til styrktar UNICEF Á haustdögum ferðaðist hljómsveitin Sigur Rós til Svasílands á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til að kynna sér HIV-verkefni samtakanna þar í landi. Menning 29.11.2006 15:54
Ný Ungfrúarbók eftir Roger Hargreaves JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér glænýja Ungfrúarbók, Ungfrú Jóla, eftir Roger Hargreaves. Fyrir ein jólin ákveður ungfrú Jóla að hún þurfi að komast í frí. Hún á enn eftir að pakka inn heilmörgum jólagjöfum og biður Jólasveininn og herra Jóla að sjá um það. En verða þeir búnir nógu snemma? Menning 29.11.2006 15:52
Ólafur í góðum félagsskap í New York Listaverk Ólafs Elíassonar, „Eye see you" og „You see me" voru afhjúpuð í verslun Louis Vuitton í New York fyrir skemmstu. Annað verkanna kemur til með að hanga til frambúðar í versluninni á meðan hitt fær aðeins að hanga yfir hátíðarnar. Menning 29.11.2006 13:00
Salka í Kjallaranum Höfundar, þýðendur og aðrir Sölku-liðar fagna skemmtilegu og gjöfulu útgáfuári í Þjóðleikhús-kjallaranum í kvöld kl. 20. Menning 29.11.2006 09:45
Rússnesk skáld Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, efnir til kynningar á nokkrum rússneskum skáldum og verkum þeirra nú í vetur. Fyrir jól verða þrjú skáld tekin fyrir: Gogol, Tolstoj og Vysotský. Menning 29.11.2006 08:15
Hlaut verðlaun Björk Bjarkadóttir myndlistarkona hlaut íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Verðlaunin voru afhent við opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi á laugardag. Menning 28.11.2006 16:00
Ræðir þýðingu öndvegisverka Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, fjallar um skáldverkið Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milan Kundera í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á morgun. Menning 28.11.2006 13:00
Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags á Grand Rokk Að kvöldi fimmtudagsins 30. nóvember verður enn efnt til mikillar glæpaveislu á efri hæð Grand Rokks en þá munu höfundar fimm nýútkominna glæpasagna stíga á svið og lesa úr verkum sínum við undirleik dauðakántrísveitarinnar Sviðin Jörð. Menning 28.11.2006 12:40
Ljóðstafur Jóns úr Vör Lista- og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör“ og er skilafrestur til 15. desember. Þriggja manna dómnefnd mun velja úr þeim ljóðum sem berast og að venju eru veitt vegleg verðlaun fyrir hlutskarpasta ljóðið og fær skáldið einnig til varðveislu göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni þess í eitt ár. Menning 28.11.2006 12:00
Íslendingahátíð í London Íslendingafélagid í London heldur fullveldisdaginn hátíðlegan með samkomu í Sendirádi Íslands, laugardaginn 2. desember. Dagskrá hefst klukkan 16:00 með ávarpi, Sverris Hauks Gunnlaugssonar, Sendiherra Íslands á Bretlandseyjum. Menning 28.11.2006 11:24
Hátíðarhöld við Háskólann á Akureyri Föstudaginn 1. desember kl. 17.00 verður Íslandsklukkunni, listaverki Kristins E. Hrafnssonar, við Háskólann á Akureyri hringt sex sinnum, einu sinni fyrir hvert ár umfram árið 2000. Menning 28.11.2006 11:04
Frelsi til að skipta ekki um skoðun Leikandi og skemmtileg saga sem varpar skemmtilegu og skýru ljósi á íslenska þjóðfélagsgerð. Lofsverðan brodd má finna í bókinni sem þó líður fyrir hæverskugrobb höfundar. Menning 28.11.2006 09:30
Nítjánda öldin komin út Í gær kom út hjá forlaginu JPV útgáfu stórbókin Ísland í aldanna rás 1800–1899 en á árunum 2000–2002 gaf forlagið út sögu 20. aldarinnar í sama bókaflokki og naut hún fádæma vinsælda meðal almennings og seldist í þúsundum eintaka, fyrst í þremur bindum og loks í einu. Menning 23.11.2006 11:15
Fíasól á flandri Hjá Máli og menningu er komin út Fíasól á flandri eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Halldór Baldursson. Menning 22.11.2006 15:47
Laxdæla Hjá Máli og menningu er komin út Laxdæla í endursögn Brynhildar Þórarinsdóttur með myndskreytingum Margrétar E. Laxness. Menning 22.11.2006 15:17
Úti að aka JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér ferðasöguna Úti að aka - á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku eftir Ólaf Gunnarsson og Einar Kárason. Menning 22.11.2006 14:48
Spennusagnasíðdegi Alla fimmtudaga fram að jólum verður spennusagnasíðdegi í Kórnum á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Það er haldið í samstarfi Bókabúðarinnar Hamraborg, Bókasafnsins og Kaffibúðarinnar í Hamraborg. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.15. Menning 22.11.2006 14:26
Brot af því besta Sýningin Brot af því besta verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 25. nóvember kl. 15. Á sýningunni má sjá úrval verka sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og gaman sem starfræktar voru sumrin 1988-2004. Menning 22.11.2006 10:17
Þetta vilja börnin sjá! Hin árlega sýning Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 25. nóvember kl. 15. Við opnunina verða Íslensku myndskreytiverðlaunin, sem kennd eru við Dimmalimm, veitt fyrir bestu myndskreyttu barnabókina 2006. Menning 22.11.2006 10:11