Nýjar bækur 18. maí 2007 05:00 Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira