Menning

Fréttamynd

Munur er á manviti og mann­viti

Helstu tíðindi fyrir þessi bókajól koma á óvart. Rímur! Svo það sé sagt þá hafa kvæði ekki beinlínis verið minn tebolli. En út er komin bókin Láka rímur eftir Bjarka Karlsson sem fara langt með að umturna minni afstöðu til kveðskapar.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gefur út bók um reynsluna af því að vera úti­lokuð

Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, er að gefa út bók um reynslu sína af íslenska kvikmyndabransanum í kringum sjónvarpsseríuna Húsó og Áramótaskaupið 2022. Dóra sagði framleiðendur Skaupsins hafa slitið samskiptum við hana þegar hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun og telur hún að hvorki höfundaréttur hennar né réttur til nafngreiningar hafi verið virtur í Húsó.

Menning
Fréttamynd

Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í ís­lensku“

Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti?

Menning
Fréttamynd

„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raun­gerast“

Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi.

Menning
Fréttamynd

Fimm fá­rán­legar bið­raðir Ís­lendinga

Íslendingar elska að standa og bíða í röð, það hefur margoft sýnt sig. Í hvert sinn sem ný erlend vara eða verslun kemur til landins þá stekkur landinn til og húkir í röð. Nýjasta biðröðin tengdist sölu á Nocco-jóladagatölum í Smáralind síðustu helgi en Íslendingar hafa líka beðið eftir kleinuhringjum, strigaskóm og ýmsu öðru.

Menning
Fréttamynd

Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni

Hæfnisnefnd hefur metið þrjá hæfa í hlutverk óperustjóra við Nýja þjóðaróperu. Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur lýst sig vanhæfan í málinu og mun Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra taka ákvörðunina.

Menning
Fréttamynd

Lögðu til að Gunnar og Hall­dór deildu Nóbelsverðlaununum

Meirihluti Nóbelsnefndarinnar árið 1955 mælti með sem fyrsta valkosti að bókmenntaverðlaununum yrði deilt milli íslensku rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Í lokaatkvæðagreiðslu innan akademíunnar varð niðurstaðan hins vegar sú að Halldór skyldi einn fá verðlaunin.

Menning
Fréttamynd

Bubba svarað og „barnaleg vit­leysa“ í Borgó

Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni.

Menning
Fréttamynd

Krafa um betri ensku en ís­lensku reyndust mis­tök

Veitingastaðurinn Saffran auglýsti nýverið eftir starfsfólki en í auglýsingunni var gerð krafa um betri kunnáttu í ensku en íslensku. Innt eftir svörum um þessar áherslur gekkst Saffran við því að um mistök væri að ræða og leiðréttu auglýsinguna.

Menning
Fréttamynd

„Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“

Flóðreka er ný sýning Íslenska dansflokksins eftir Aðalheiði Halldórsdóttur sem byggir á myndlist Jónsa í Sigurrós. Skynfæri áhorfenda eru örvuð með dansi, ljósum, tónlist og lykt. Jónsi hefur búið til ilmvötn síðastliðin sextán ár og segir ilmvatnsgerð með því erfiðasta sem hann gerir.

Menning
Fréttamynd

Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun

Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján?

Menning
Fréttamynd

Sam­keppnin í New York minnti á X-Factor keppni

„Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt,“ segir myndlistarmaðurinn Arngrímur Sigurðsson sem skapar ævintýraheima á striganum og hefur selt verk sín um allan heim. Arngrímur ræddi við blaðamann um ógleymanleg árin í New York, listina, sveitalífið og tilveruna.

Menning
Fréttamynd

Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast

Hrekkjavaka hefur á síðustu árum orðið gríðarvinsæl hátíð hérlendis og margir á leið í búningapartý í kvöld. Vanda þarf þó búningavalið því sumir búningar þykja óviðeigandi, ósæmilegir eða hreinlega særandi.

Menning
Fréttamynd

Cecilie tekur við af Auði

Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025.

Menning