Lífið

Ís­lensku krydd­píurnar en hver er hvað?

Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn.

Lífið

Ör­yrki um þrí­tugt vegna verkja en lyfja­laus í dag

„Það var ekki fyrr en ég fór að vinna í þessu sjálfur að ég fann hvað skipti máli,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, betur þekktur sem Andri Iceland. Andri, sem var orðinn öryrki rétt yfir þrítugt, ákvað að reyna að taka heilsu sína í eigin hendur eftir áratuga löng heilsufarsvandamál.

Lífið

Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei

Hrefna Björk Sigvaldadóttir er ein af um 220 konum sem greinast árlega með brjóstakrabbamein hér á landi. Greiningin er nýleg en mannleg mistök leiddu til þess að hún fékk ekki mikilvægar upplýsingar fyrir sjö árum - að hún væri arfberi brakkagensins sem stóreykur líkur á brjóstakrabbameini. Hún er hugsi yfir mistökunum en ætlar ekki að láta lífsógnandi sjúkdóm skilgreina sig og tekur slaginn ásamt fjölskyldu sinni og hundinum Júlíusi Skugga, á hreinskilinn og opinskáan hátt.

Lífið

Til­hugsun um kyn­líf á ný ó­bæri­leg

Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl.

Lífið

For­seta­hjónin mættu á frum­sýningu Sigur­vilja

Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta.

Lífið

„Ég gerði ein mis­tök, eða tvö“

„Ég gerði ein mistök, eða tvö sem ég sá eftir af því að ég lét undan mér og mig vantaði efni,“ segir Eiríkur Jónsson blaðamaður og ritstjóri Séð & Heyrt á árunum 2006-2015, en hann var til viðtals í síðasta þætti af Sér og heyrt, sagan öll.

Lífið

Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans

Það var gríðarleg stemning á Listasafni Íslands síðastliðinn föstudag þar sem gestir flykktust að til að taka þátt í Safnanótt. Safnahús Listasafns Íslands voru full út úr dyrum fram eftir kvöldi enda nóg um að vera.

Lífið

„Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“

Daði Már Kristófersson er frjálslyndur maður sem vill að ríkið skipti sér ekki af fólki. Hann er nýr fjármálaráðherra og hitti Sindri Sindrason hann í morgunkaffi í Íslandi í dag í síðustu viku.

Lífið

Hraðstefnumót fyrir eldri borgara

Bíó Paradís efnir til hraðstefnumóts fyrir eldri borgara að lokinni sýningu á hjartnæmri ástarsögu sem slegið hefur í gegn erlendis og hlotið lof gagnrýnenda.

Lífið

Lofar áður ó­séðu sjónar­spili en ekki kántrí ælu

Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið.

Lífið

Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina

Það hefur vart farið fram hjá neinum að Ofurskálin fór fram í nótt þar sem Fíladelfíu ernirnir eða Philadelphia Eagles tryggðu sér sigur á móti Kansas borgar stjórunum eða Kansas City Chiefs. Margar af stjörnum heims létu sig ekki vanta og Kendrick Lamar tryllti lýðinn í hálfleiks atriðinu.

Lífið

Frið­rik Ómar og Hera skilja ekkert í úr­slitunum

Birgitta Ólafsdóttir, betur þekkt sem Birgó, segir að skilaboðunum hafi rignt yfir hana í kjölfar þess að hún komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðinn laugardag. Fjölmargir lýsa yfir furðu vegna málsins, meðal annars Friðrik Ómar og Hera Björk.

Lífið

Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið

Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro og konan hans Hallveig Hafstað ráðgjafi hafa sett íbúð sína á Meistaravöllum á sölu. Er um að ræða rúmlega 130 fermetra eign í hjarta Vesturbæjar og ásett verð er tæpar 94 milljónir. 

Lífið

Stjörnulífið: Fá­klædd í rauðri við­vörun

Listir og menning lífguðu upp á skammdegið yfir liðna helgi með vetrarhátíð og tilheyrandi fjöri. Stjörnur landsins nutu sín í botn hvort sem það var á djamminu, á fjarlægum slóðum eða í kósí þegar veðurviðvaranir, stormur og eldingar tóku yfir. 

Lífið

Ingvar E. besti leikarinn á kvik­mynda­há­tíð í Frakk­landi

Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard.

Lífið

„Þarna upp­lifði ég mesta kulda ævinnar“

„Ég hef sagt að einu sinni hafi ég upplifað kulda á ævinni – ekkert annað toppar þetta. Maður var tilfinningalaus á höndum og fótum. Allar hugsanir og hreyfingar voru eins og í bíómynd sem var sýnd hægt. Þarna var bara spurning um tíma – hvað ég myndi endast kuldans vegna,“ segir Bergþór Ingibergsson, fyrrum stýrimaður á Barðanum GK, í nýjasta nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar.

Lífið

Fólkið bak við vin­sælustu hlaðvörp landsins

Hlaðvörp hafa undanfarin misseri komið eins og stormsveipur inn í íslenska dægurmenningu og þjóðmálaumræðu. Hvort sem þau eru um stjórnmál, fótbolta, glæpi eða lífsstíl þá virðist eftirspurnin endalaus og framboðið sömuleiðis. Sumir myndu segja að þetta sé í raun og veru blogg ársins 2025.

Lífið

Fimm lög keppa í Söngva­keppninni í kvöld

Flytjendur fimm laga keppast í kvöld í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar á RÚV. Úrslitin fara fram þann 22. febrúar og þá verður framlag Íslands til Eurovision í Sviss í maí valið. Undanúrslitakvöldin verða tvö, í kvöld og næsta laugardag. Aron Can kemur einnig fram í kvöld og flytur tvö lög.

Lífið