Lífið

Fékk boð á Óskarinn eftir allt saman

Leikkonan Rachel Zegler greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að hún hafi ekki fengið boð á Óskarinn og var hún heldur súr yfir því og sagðist hafa reynt allt en nú virðist óskin hafa ræst.

Lífið

Andrea Röfn og Arnór Ingvi eiga von á öðru barni

Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir og Arnór Ingvi Traustason tilkynntu í dag að þau eiga von á sínu öðru barni með því að birta sónarmyndir á Instagram. Þau eru búsett í Boston þar sem Arnór spilar fótbolta í MLS deildinni.

Lífið

Frum­sýndu förðunar­þáttinn Make up

Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty, þáttastjórnendur þáttanna Snyrtiborðið sem sýndir eru á Vísi, eru álitsgjafar í nýjum förðunarþáttum sem fara í sýningu í þessari viku hjá Sjónvarpi Símans. 

Lífið

Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar

Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands.

Lífið

Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon

Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 

Lífið

Myndaveisla frá flokksþingi nýrrar Framsóknar

Um helgina var 36. flokksþing Framsóknar haldið undir yfirskriftinni Ný Framsókn fyrir landið allt. Á laugardagskvöldinu var svo blásið til veislu á Grand hótel en þar var gríðarleg stemning og margt um manninn.

Lífið

Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag

Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld.

Lífið

Hita upp fyrir Óskarinn

Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim.

Lífið

Amanda Bynes endurheimti sjálfræðið

Amanda Bynes fetaði síðustu daga í fótspor Britney Spears og var að sækjast eftir sjálfræði sem hún hlaut loks í gær. Móðir barnastjörnunnar fékk upphaflega forræði yfir henni árið 2013.

Lífið

Fékk ekki boð á Óskarinn

Rachel Zegler leikur Maríu Vasquez  í endurgerð West side story sem er tilnefnd sem besta myndin á hátíðinni en hún segist ekki hafa fengið boð á Óskarinn í ár. Hún segist ætla að hvetja myndina áfram af sófanum heima hjá sér en vonast enn eftir kraftaverki.

Lífið

Segir soninn ekki lengur heita Wolf

Bandaríska raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógúllinn Kylie Jenner hefur tilkynnt að sonur hennar og söngvarans Travis Scott heiti ekki lengur Wolf. Þessi ákvörðun sé tekin eftir að foreldrarnir hafi kynnst syninum betur, en hann kom í heimin í byrjun síðasta mánaðar.

Lífið

Will Butler kveður Arcade Fire

Will Butler sem var í Arcade Fire hefur yfirgefið hljómsveitina. Hann segir ástæðu þess einfaldlega vera að hann hafi breyst líkt og hljómsveitin sjálf síðustu tuttugu árin frá því að þau byrjuðu að spila saman. Hann segir nýja og spennandi hluti vera framundan.

Lífið