Lífið

„Ég get ekki meir, ég ætla að slökkva“

Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í gærkvöldi. Lóa hittir aðalpersónurnar sem internetið hefur fætt af sér og skoðar hvaða áhrif netheimar hafa á raunheima og hvernig mörkin verða sífellt óskýrari.

Lífið

Joe Exotic sækir um skilnað

Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta.

Lífið

Tik Tok er áhugasamt um kvennafrídaginn á Íslandi

Kvennafrídagurinn 1975 á Íslandi árið virðist vera að vekja mikla athygli á Tik Tok. Í myndbandinu sem hefur vakið athygli segir notandi frá því þegar íslenskar konur lögðu niður störf í samfélaginu og lýsir því hvernig samfélagið hafi farið á hliðina án þeirra. 

Lífið

Að bæta líf fósturfjölskyldna er markmiðið

Guðlaugur Kristmundsson og Anna Steinunn eru bæði í stjórn Félags fósturforeldra og hvetja öll sem eru áhugasöm um að taka börn í fóstur að skrá sig í félagið áður en barn er komið inn á heimilið.

Lífið

Tóku í gegn eldhúsið hjá Siggu Kling

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fóru af stað með nýja þætti á Stöð 2 á árinu sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Lífið

Ezra Miller handtekið á Hawaii

Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra.

Lífið

Stjörnurnar skiptu um föt og fóru beint í eftirpartý

Eftir Óskarshátíðina er fjörið rétt að byrja og halda stjörnurnar beint í eftirpartý í nýjum sparifötum. Stærstu og umtöluðustu teitin utan hátíðarinnar eru líklega Governors Ball, Vanity Fair og áhorfspartýið hjá Elton John.

Lífið

Undir­búningur hafinn fyrir Þjóð­há­tíð en ekkert meitlað í stein í ljósi reynslunnar

Undirbúningur er hafinn fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar en hátíðinni var aflýst árið 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskideginum mikla á Dalvík hefur aftur á móti verið aflýst. Framkvæmdastjóri ÍBV reiknar með að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði og vonar að Dalvíkingar reynist ekki sannspáir um stöðu mála.

Lífið

Smith biður Chris Rock af­sökunar á kinn­hestinum

Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi.

Lífið