Lífið

Hefur ekki lengur efni á bensíni

Fyrrverandi kvikmyndastjarnan Armie Hammer segist ekki lengur eiga efni á bensíni. Því hafi hann ákveðið að selja trukkinn sem hann keypti sér árið 2017 og skipta honum út fyrir minni bíl.

Lífið

Bangsar bjóða alla vel­komna

Árleg hátíð Bangsafélagsins Reykjavík Bear hefst á morgun og stendur til sunnudags. Um 125 bangsar víðsvegar úr heiminum mæta á hátíðina sem fer ört stækkandi.

Lífið

Kynda undir orð­róm um ástar­sam­band

Hollywood goðsagnirnar Meryl Streep og Martin Short virðast vera að stinga saman nefjum. Þau segja hinsvegar ekkert vera á milli þeirra en bandarískir slúðurmiðlar keppast við að flytja fregnir af því að vel hafi farið á með leikurunum á frumsýningu sjónvarpsþáttanna Only Murders in the Building.

Lífið

„Heppnasti maður í heimi“

Þjóðleikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir stjórnandi hjá Expectus fögnuðu bronsbrúðkaupi sínu í gær. Þetta kemur fram í færslu hjá Magnúsi á samfélagsmiðlum.

Lífið

Bjöllutromma og krikketkylfa: Erjurnar sem bundu enda á Oasis

Líklega eru frægustu erjur veraldar nú að baki, erjurnar á milli Oasis bræðranna Liam og Noel Gallagher sem hafa nú ákveðið að snúa aftur á sviðið fimmtán árum eftir að bræðurnir héldu hvor í sína áttina. Fáar erjur eru eins skrautlegar þar sem bjöllutrommur, krikketkylfur og óhófleg áfengisdrykkja koma við sögu.

Lífið

Elísa­bet Gunnars á nýjum vett­vangi

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars.

Lífið

Ein­lægt augna­blik GDRN og Flóna

Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri.

Lífið

Flókið púslu­spil gekk upp og fjöl­skyldan fór til Síle

Fréttastjórinn Kolbeinn Tumi Daðason ákvað að skella sér í tvo mánuði með börnunum sínum tveimur til Síle í janúar og febrúar á þessu ári. Börnin voru bæði í fjarnámi og hann í fjarvinnu frá störfum sínum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Lífið

„Besti mánu­dagur í manna minnum“

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Emil Páls­son og Sunna Rún Heiðars­dótt­ir læknir eru orðin hjón. Parið lét gefa sig saman í gær og fögnuðu tímamótunum með lítilli veislu í heimahúsi.

Lífið

„Ég myndi gera allt fyrir hana“

Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra.

Lífið

Átti erfitt með að kalla sig þolanda

„Ég get ekki ímyndað á hvaða stað ég væri í dag ef ég hefði ekki leitað til Stígamóta á sínum tíma. Sjálfsmyndin mín væri þá líklega ennþá svo brengluð, ég væri örugglega ennþá föst í þeirri hugsun að líkami væri bara sjálfsagður til afnota fyrir aðra,“ segir Heiða Valdís Ármann.

Lífið

Ólafía Þórunn og Thomas orðin hjón

Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomasi Bojanowski gengu í hjónaband við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 17 ágúst síðastliðinn.

Lífið

Ítalskur vanillu­búðingur með ástaraldinsósu

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups og matgæðingur, töfraði fram sumarlegan eftirrétt að hætti Ítala, Pannacotta. Hún segir eftirréttinn einfaldan og ljúfan og vinnuframlagið í algjöru lágmarki.

Lífið

Heim­þráin til staðar en lífið í New York al­gjört ævin­týri

„Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda,“ segir meistaraneminn og sölustjórinn Hildur Anissa. Hún hefur verið búsett erlendis í þó nokkur ár og fluttist frá Kaupmannahöfn til New York borgar í sumar. Hún segir mjög þroskandi að prófa að búa erlendis og sömuleiðis krefji það mann til þess að fara út fyrir þægindarammann. Blaðamaður ræddi við Hildi Anissu.

Lífið

Stjörnulífið: Mara­þon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. 

Lífið

Rósa hefur átt við 1,1 milljón táa í vinnunni sinni

Kúrekahattar og naut komu við sögu á sveitabæ í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi þegar 45 ára afmæli snyrtistofu í Reykjavík var fagnað, sem er jafnframt elsta snyrtistofa landsins. Eigandi stofunnar hefur átt við 1,1 milljón táa í öll þessi ár.

Lífið

Mörgum finnst ó­þægi­legt að tala um fjár­málin sín

„Fjármál eru svo ótrúlega stór þáttur af lífi okkar. Af hverju að forðast þau? Viljum við ekki frekar reyna að leggja okkur fram í að skilja peninga og hvernig við getum notað þá? Það er nú einu sinni þannig að allt í lífinu er erfitt þegar við kunnum það ekki,“ segir Valdís Hrönn Berg fjárhagsmarkþjálfi.

Lífið

Yfir hundrað mál á tólf tímum

Starf lögreglumannsins er álagsstarf, og stressið oft mikið, enda aðstæður þannig að maður veit aldrei út í hvað maður er að fara, segir Páll Ingi Pálsson varðstjóri. Mál þar sem börn koma við sögu eru erfiðust að hans sögn. Lögreglumenn segja umræðuna um störf þeirra oft ósanngjarna, þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir í þeirra garð.

Lífið

Þegar borgar­búar kröfðu veður­fræðinga um betra veður: „Hvað borgar Jöklarannsóknafélagið ykkur?“

Sú gula og hlýja hefur ekki leikið við Reykvíkinga þetta sumarið líkt og oft áður og hafa margir höfuðborgarbúa lagt á flótta suður með höfum til að láta sólina aðeins sleikja sig áður en veturinn kemur í garð. Á degi sem þessum, þegar kaldur norðanvindur næðir borgarbúa um miðjan ágúst og fönn leggst í hlíðar norður á landi, er tilefni til að rifja upp annað kalt og grátt sumar borginni.

Lífið

Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn

Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki.

Lífið

„Þetta er eitt­hvað sem flugliðar vilja ekki viður­kenna“

„Mér líður eins og það sé meira hlustað á karla heldur en okkur. Til dæmis þegar við erum að segja þeim að gera eitthvað, eða biðja þau um að setjast niður eða eitthvað, þá hlusta þau meira á strákana heldur en okkur, taka þeim meira alvarlega,“ segir 26 ára íslensk kona sem starfar sem flugfreyja.

Lífið