Lífið

„Svo bara ældu allir, þetta var svo rómantískt“

Hjónin Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson giftu sig fyrr í sumar með heldur óvenjulegum hætti. Athöfnin var haldin við Hvaleyrarvatn og gekk erfiðlega að koma mat og drykkjarföngum á svæðið þar sem hvorki rafmagn né eldunaraðstaða er til staðar. Þegar hjónin höfðu innsiglað heitin mættu óvæntir ferfætlingar sem ferjuðu fjölskylduna að veislustaðnum. 

Lífið

Vaknaði „ein­hleypur“ við hlið kærustunnar í New York

Sigurður Ingvars­son, leikari, vaknaði í morgun við hlið Ölmu kærustunnar sinnar í New York, þangað sem þau eru ný­flutt. Honum kross­brá þegar vinur hans sendi honum slúður­frétt og sá að hann væri nú orðinn „ein­hleypur,“ í hið minnsta í um­fjöllun Smart­lands.

Lífið

Ri­hanna og ASAP gáfu syninum ó­venju­legt nafn

Sonur banda­ríska tón­listar­fólksins Ri­hönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í er­lendum slúður­miðlum að nafnið vekji at­hygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans.

Lífið

For­réttindi að fá að vera rotta af og til

Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann.  

Lífið

Hundrað ára dansari í Reykja­nes­bæ

Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ.

Lífið

„Stærsta ævin­týri lífs míns“

Söngleikurinn Níu líf hefur slegið nýtt met í sögu Borgarleikhússins en síðustu helgi fór fjöldi gesta yfir 105 þúsund. Leikstjóri og höfundur verksins, Ólafur Egill Egilsson segir heillastjörnu hafa fylgt sýningunni frá upphafi. 

Lífið

Dorrit hitti „kynþokkafyllsta mann heims“

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, hitti breska rithöfundinn og grínistann David Walliams. Hún sýnir frá þessu á Instagram-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af sér og bretanum fræga.

Lífið

Sagður bera á­byrgð á ban­eitraðri vinnu­staða­menningu

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar.

Lífið

„Ég hef aldrei verið svona hrifin eins og núna“

„Ég er allavega rosalega skotin og er bara að njóta þess viku fyrri viku, ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér en vá hvað þetta er gaman,“ segir fegurðardrottningin og lífstílsþjálfinn Linda Pétursdóttir í hlaðvarpsþætti hennar, Lífið með Lindu Pé, spurð hvort hún sé ástfangin.

Lífið

Björk gefur út ævin­týra­legt mynd­band

Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon.

Lífið

Andrea Eyland flutt til Danmerkur

Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins er flutt frá Íslandi til Danmerkur. Þetta segir Andrea á Instagram þar sem hún tekur við spurningum fylgjenda sinna um breytta stöðu.

Lífið

Sagður hafa fengið nóg af partýstandinu

Joe Jonas er sagður hafa fengið nóg af partýstandi Sophie Turner. Segir banda­ríski slúður­miðillinn Pa­geSix að það sé ein af helstu á­stæðum þess að þau hafi skilið að borði sæng.

Lífið

„Þetta er það ljótasta sem ein­hver gæti sagt um mig“

Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagn­rýni á fyrstu seríu raun­veru­leika­þáttanna LXS, í út­varps­þættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frum­sýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+.

Lífið

Nærmynd af konunum í tunnunum

Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. 

Lífið

Glimmer og glamúr í forsýningarpartýi LXS

Forsýningarpartý af annarri þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Sjálandi í Garðabæ í gærkvöldi. Fyrstu tveir þættirnir voru sýndir og segja stelpurnar þáttaröðina enn persónulegri en sú fyrri með gleði, glamúr og drama.

Lífið

Gary Wrig­ht er látinn

Gary Wrig­ht, söngvari og laga­höfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Wea­ver og Love is Ali­ve.

Lífið

Keppti fyrir hönd fjöl­fatlaðrar systur sinnar

Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. 

Lífið

„Erfiðast að viður­kenna að ég þyrfti hjálp“

Páll Magnús­son fyrr­verandi út­varps­stjóri og þing­maður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Ís­landi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkó­hól­isti áður en hann leitaði sér að­stoðar.

Lífið

Söngvari Smash Mouth látinn

Söngvari Smash Mouth, Steve Harwell, er látinn. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Stars og Walkin on on the Sun. Söngvarinn hóf líknandi meðferð fyrr í vikunni. 

Lífið

Stebbi Hilmars orðinn afi

Birgir Steinn Stefánsson, tónlistarmaður og flugþjónn, og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eignuðust son 28. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða fyrsta barn parsins.

Lífið