Körfubolti

Um endurkomu Kyrie: „Gerir þá líklegri til að verða meistarar“
Svo virðist sem Kyrie Irving muni loksins spila með Brooklyn Nets í NBA-deildinni þrátt fyrir að vera óbólusettur. Hann mun þó aðeins spila í þeim borgum þar sem leikmenn mega spila þrátt fyrir að vera óbólusettir.

Ömurlegt gengi Lakers og Knicks heldur áfram | Sjáðu sýninguna hjá Curry
Alls fóru 11 leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ömurlegt gengi Los Angeles Lakers og New York Knicks heldur áfram á meðan Stephen Curry skoraði 46 stig í sigri Golden State Warriors.

Martin og félagar snéru taflinu við í síðari hálfleik
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan tuttugu stiga sigur er liðið tók á móti Obradoiro í spænsku ACB deildinni í körfubolta í kvöld. Martin og félagar snéru leiknum sér í hag í þriðja leikhluta, en lokatölur urðu 91-71.

Sara með tvöfalda tvennu í risasigri
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæsti leikmaður vallarins er Phoenix Constanta vann afar öruggan 48 stiga sigur gegn Rapid Bucuresti í rúmensku deildinni í körfubolta í dag, en lokatölur urðu 37-85.

Bucks aftur á sigurbraut | Boston Celtics stöðvaði sigurhrinu Cavaliers
NBA-deildin í körfubolta bauð upp á fimm leiki í nótt. Milwaukee Bucks komst aftur á sigurbraut með stórsigri gegn Houston Rockets, 126-106, og Boston Celtics batt enda á sex leikja sigurhrinu Cleveland Cavaliers með góðum tíu stiga sigri, 111-101.

Sá einhenti vann troðslukeppnina
Einn strákur sló heldur betur í gegn á City of Palms körfuboltamótinu sem er almennt talið vera stærsta mótið hjá menntaskólum Bandaríkjanna.

Dökkt yfir herbúðum LeBrons eftir þriðja tap Lakers liðsins í röð
Það er ekki bjart yfir Los Angeles Lakers liðinu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt tapið leit dagsins ljós í nótt.

Martin og félagar misstigu sig í Euro Cup
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia máttu þola 12 stiga tap er liðið tók á móti Cedevita Olimpija í B-riðli Euro Cup í kvöld, 85-97.

Sagði að Sigurður hefði ekki pung til að taka við KR
Í síðasti þætti Foringjanna rifjaði Henry Birgi Gunnarsson upp með Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, þegar hann vildi fá Sigurð Ingimundarson til að taka við Vesturbæjarliðinu.

Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid í nótt
Joel Embiid átti frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það á útivelli á móti Boston Celtics. Tveir leikmenn voru með þrennu í sigrum sinna liða þar af hjálpaði annar þeirra Steph Curry að ná enn einum þrjátíu stiga leiknum sínum

Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR
Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum.

Sneri aftur eftir kórónuveirusmit og skoraði 38 stig í sigri á Lakers
Kórónuveiran setur mikinn svip á NBA-deildina þessa dagana. Fresta þurfti þremur leikjum í nótt og flest lið líka þurftu að spila án leikmanna og sum meira að segja án þjálfara sinna.

Martin næststigahæstur í svekkjandi tapi
Martin Hermannsson lét til sín taka þegar Valencia tapaði með minnsta mögulega mun fyrir Rio Breogan í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Stjarna Los Angeles Lakers frá í mánuð
Anthony Davis, framherji bandaríska stórliðsins Los Angeles Lakers, er með skaddað liðband á hné og verður ekki með liðinu næsta mánuðinn hið minnsta.

NBA: SGA sökkti Clippers með flautukörfu
Shai Gilgeous-Alexander, leikmaður Oklahoma City Thunder, gerði sér lítið fyrir og skoraði þriggja sitga körfu á meðan að tíminn rann út og tryggði sínum mönnum sigur gegn Los Angeles Clippers, 104-103.

Körfuboltakvöld: Framlenging undir áhrifum kjúklingavængja
Hermann Hauksson og Tómas Steindórsson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld.

Tryggvi með fjórtán stig í sigri Zaragoza
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza gerðu góða ferð til Andorra í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Körfuboltakvöld: Umræða um Jaka Brodnik
Subway Körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir yfir frammistöðu Jaka Brodnik í leik Keflavíkur og Grindavíkur.

NBA deildinni verður ekki frestað
Þrátt fyrir mikla aukningu smita ætlar NBA deildin ekki að stöðva deildina sjálfa eins og gerðist í Mars 2020.

Lakers tapaði í fyrsta leik Thomas
Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og oft áður. Los Angeles Lakers freistaði þess að vinna sinn fjórða leik í röð í deildinni en liðið mætti Minnesota Timberwolves. Lakers sótti nýlega til sín fyrrum stjörnuleikmanninn Isaiah Thomas.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin
Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri, 90-76, gegn Grindavík í síðasta leik deildarinnar fyrir jól.

Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga
Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld.

Leik lokið: Vestri - Stjarnan 65-71 | Góður fyrsti fjórðungur dugði Stjörnunni til sigurs
Stjarnan vann góðan sex stiga sigur er liðið heimsótti Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 65-71. Gestirnir náðu góðu forskoti í fyrsta fjórðungi og héldu forystunni allt til leiksloka.

Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni
Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Matthías Orri Sigurðarson fóru saman yfir íslenska körfuboltann í nýjustu Þungavigtinni en í fyrsta sinn í langan tíma þá verður spilað í úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs.

Herða sóttvarnareglur yfir jólin eftir mikinn fjölda smita
Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í NBA-deildinni í körfubolta hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að herða sóttvarnareglur yfir jólahátíðina.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika
KR vann Þór frá Akureyri í 10. umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld 83-74. Þeir þurftu að hafa fyrir sigrinum en gestirnir að norðan voru mun betri í fyrri hálfleik en ungæðisháttu, seigla og reynsla KR liðsins varð til þess að þeir unnu leikinn með góðum fjórða leikhluta.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 66-109 | Íslandsmeistararnir fóru illa með Tindastól
Tindastóll fékk Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn byrjuðu fyrsta leikhluta betur en gestirnir svöruðu og unnu fyrsta leikhluta með 9 stiga mun og bættu síðan jafnt og þétt í forustuna út leikinn og unnu mjög sannfærandi sigur. Lokatölur 66 – 109.

Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum
Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði 83-74 fyrir heimamenn.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik
Breiðablik fékk Val í heimsókn í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Bæði lið unnið síðustu tvo deildarleiki fyrir leikinn í kvöld og Valsmenn unnu einnig bikarleik gegn Grindavík síðastliðinn mánudag.

Lárus Jónsson: Þetta var einn af þessum dögum
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var ánægður með leik sinna manna í kvöld.