Maté: Allt fór ofan í, sama hver skaut Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 21:59 Maté Dalmey, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Maté Dalmay, þjálfari Hauka, viðurkenndi eftir 83-97 sigur á Hetti í úrvalsdeild karla að leikmenn liðsins hefðu glímt við ýmis vandamál í aðdraganda leiksins. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og liðið geigaði aðeins á einu skoti fyrstu sjö mínúturnar. „Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
„Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09