Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

EM í dag: Fimm mínútna mar­tröð

Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fannst við eiga meira skilið“

„Við spiluðum virkilega góðan leik og mér fannst við eiga meira skilið en svona eru íþróttirnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen, sár og svekktur, eftir tap Íslands gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Stoltur og þakk­látur með tárin í augunum

„Leiðtogarnir í þessu liði sögðu okkur það að við hefðum ekki mikinn tíma til að svekkja okkur. Við vorum svekktir í rútunni en svo var það búið. Þegar við komum upp á hótel lögðum við það til hliðar og einbeittum okkur að næsta hlut,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður körfuboltalandsliðsins, um tap fyrir Ísrael á EM í gær. Öll einbeiting sé á næsta leik við Belgíu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er alltaf í slags­málum“

„Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun.

Körfubolti