Innherji

Lilja boðar breytingu á skattaumhverfi frjálsra fjölmiðla

Sérstök umræða um stöðu fjölmiðla fór fram á þinginu fyrr í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar var málshefjandi. Flestir sammála um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og kölluðu eftir heildstæðri stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Ráðherra boðar skattaaðgerðir en vill ekki stofna „enn eina nefndina” til að greina stöðuna.

Innherji

Seðla­banka­stjóri óttast mögu­lega endur­komu verð­tryggingar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að hækkandi vextir og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar geti leitt til þess að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán og að lífeyrissjóðir verði á ný atkvæðamiklir á lánamarkaði. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Innherji

Verðmetur Alvotech á 540 milljarða skömmu fyrir skráningu á markað

Heildarvirði íslenska líftæknifyrirtækisins Alvotech, sem undirbýr nú tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi, er metið á um 90 prósent hærra gengi í nýju verðmati miðað við þann verðmiða sem var sett á félagið þegar það lauk um 60 milljarða króna fjármögnun undir lok síðasta ár.

Innherji

Flokkur fólksins svarar engu um stjórnarsetu sonar Ingu Sælands

Flokkur fólksins hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Innherja sem snúa að þeirri ákvörðun flokksins að tilnefna son formannsins í stjórn Íslandspósts. Baldvin Örn Ólason, sonur Ingu Sælands og starfsmaður flokksins, kom á dögunum nýr inn í stjórn ríkisfyrirtækisins en engar upplýsingar er að finna um fyrri störf hans eða menntun.

Klinkið

Andstaða við skipulagðar umferðartafir

Umferðatafir hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag, draga úr kaupmætti launa, skerða hagnað fyrirtækja, og draga þar af leiðandi úr tekjum ríkis og sveitarfélaga. Þá ganga umferðatafir á frítíma fólks og því ekki undarlegt að það sé almennt mótfallið vísvitandi umferðartöfum.

Umræðan

Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka

Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum.

Innherji

Aukin áhersla á ábyrgar fjárfestingar ekki „tískufyrirbæri,“ segir formaður LIVE

Með því að marka sér heildstæða stefnu um ábyrgar fjárfestingar er Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) á engan hátt á sama tíma að slá af kröfum um arðbærni og áreiðanleika fjárfestinga. Stefnan er hins vegar sett á fjárfestingar sem standast breyttar kröfur til þeirra sem eru „óðum að verða ráðandi í heiminum,“ einkum hjá stærstu fjárfestunum.

Innherji

Hagnaður Stefnis tvöfaldast og var yfir 1.600 milljónir

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir skilaði hagnaði upp á 1.618 milljónir króna á árinu 2021, sem einkenndist af verðhækkunum í Kauphöllinni og aukinni ásókn almennings í hlutabréfafjárfestingar, og jókst hann um 93 prósent frá fyrra ári. Eignir í virkri stýringu Stefnis, sem er í eigu Arion banka, jukust um 58 milljarða og námu 288 milljörðum í árslok.

Innherji

Fjárfestar minnka lítillega við sig í hlutabréfasjóðum í skugga stríðsátaka

Innlausnir fjárfesta í innlendum hlutabréfasjóðum voru rúmlega 840 milljónum krónum meiri en sem nam fjárfestingum þeirra í slíkum sjóðum í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn frá því þegar faraldurinn stóð hvað hæst á fyrri hluta ársins 2020 sem merkja má útflæði úr hlutabréfasjóðum en markaðir, bæði hér heima og erlendis, einkenndust af mikilli óvissu í liðnum mánuði vegna stríðsátakanna í Úkraínu.

Innherji

Á­hættan af sam­bands­rofi við kerfi Nas­daq innan „á­sættan­legra marka“

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að áhættan af því að samband rofni við verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq, sem geymir nær öll íslensk verðbréf og er hýst í gagnaverum í Svíþjóð, sé innan „ásættanlegra marka“ eins og staðan er í dag. Ef stríðið í Úkraínu breiðist út gæti Seðlabankinn hins vegar þurft að endurmeta stöðuna.

Innherji

Síminn segir merki um að Ljósleiðarinn fegri afkomuna

Síminn heldur því fram að stöðugar breytingar á afskriftartíma í bókhaldi Ljósleiðarans beri þess merki að verið sé að „fegra“ rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins. Ef afskriftartíminn væri nær því sem þekkist hjá sambærilegum fyrirtækjum á Íslandi og Norðurlöndunum væri „ólíklegt“ að Ljósleiðarinn myndi skila eiganda sínum, Orkuveitu Reykjavíkur, fjármunum á næstu áratugum.

Innherji

Lítil breyting færir karpið úr bakherbergjum og í þingsal

Alþekkt er að stjórnarliðar geri fyrirvara um hin ýmsu stjórnarfrumvörp en breytt vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í þinginu gera hins vegar sérstaklega ráð fyrir því að fyrirvararnir verði kynntir opinberlega og skrifaðir út í ræðum og andsvörum í þinginu.

Klinkið

Ívar ráðinn framkvæmdastjóri

Ívar Gestsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Birtingahússins. Tekur hann við af Huga Sævarssyni sem hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum eftir að hafa stýrt félaginu síðastliðin fimmtán ár.

Klinkið

Sex atriði til að selja meira með auglýsingum

Rannsóknir sýna að stór hluti af hlutverki auglýsinga er að viðhalda sölu inn í framtíðina og verjast samkeppninni. Auglýsingar eru því mikilvægar í rekstri flestra fyrirtækja þrátt fyrir að við viljum mörg kalla þær skatt á reksturinn.

Umræðan

EpiEndo stækkar stjórnendateymið með ráðningu Stefáns sem fjármálastjóra

Lyfjaþróunarfyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur ráðið Stefán Pétursson, sem stýrði fjármálasviði Arion banka í ellefu ár þangað til hann lét af störfum í fyrra, sem fjármálastjóra. Eftir ráðningu Stefáns eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 19 talsins og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá því í september í fyrra.

Innherji

Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs

Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt.

Innherji

Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum

Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða.

Innherji