Innlent Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt. Innlent 28.8.2024 11:59 Greinir á hvort námið hafi verið lagt niður degi eftir banaslys Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. Innlent 28.8.2024 11:56 Sanna orðin vinsælust Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Innlent 28.8.2024 11:51 „Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. Innlent 28.8.2024 11:44 Kjaradeila starfsmanna á hjúkrunarheimilum og stóraukin landamæravarsla Formaður Eflingar segir að undirmönnun á hjúkrunarheimilum hafi leitt til þes að starfsfólk hafi neyðst til að draga úr samskiptum við íbúa. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Rætt er við formanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.8.2024 11:31 Hinn látni líklega karlmaður á sextugsaldri Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi í gær sé karlmaður á sextugsaldri sem hafði verið saknað síðan í lok júlí. Innlent 28.8.2024 11:20 Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. Innlent 28.8.2024 10:55 Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. Innlent 28.8.2024 10:51 Fljúga átta sinnum í viku frá Reykjavík til Hornafjarðar Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug til Hornafjarðar. Um er að ræða samning til þriggja ára þar sem flogið er átta sinnum í viku á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 28.8.2024 10:00 Kæra meintar aðdróttanir um mútuþægni til lögreglu Forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa sent kæru til lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur einstaklingi sem stofnunin segir hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni. Innlent 28.8.2024 09:48 Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. Innlent 28.8.2024 08:24 Stórkostlegt sjónarspil yfir gosstöðvunum Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fangaði ótrúlegt sjónarspil við gosstöðvarnar í nótt. Innlent 28.8.2024 06:33 Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. Innlent 28.8.2024 06:20 Ógnandi betlari og vopnuð börn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna konu sem var að betla og ógnaði þeim sem tilkynnti. Innlent 28.8.2024 06:10 Vill skoða neðanjarðarlest í stað Borgarlínu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu. Innlent 27.8.2024 23:43 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. Innlent 27.8.2024 22:36 Spánverjar rekja „úldna eggjalykt“ til eldgossins Sérfræðingur í loftgæðamálum segir það vel geta gerst að gosmóða geti borist suður á bóginn og jafnvel til Spánar. Þar í landi kvarta menn undan „úldinni eggjalykt“ sem er rakin til eldgossins á Reykjanesskaga. Innlent 27.8.2024 21:45 Öll kerfi Alþingis liggja niðri til morguns Öll kerfi Alþingis liggja niðri frá klukkan 16 til 24 í dag vegna vinnu við flutning á miðlægum búnaði. Innlent 27.8.2024 21:15 Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. Innlent 27.8.2024 21:01 Bíó Paradís fær fjólublátt ljós við barinn Ungliðahreyfing Öryrkjabandalagsins veitti í dag í fyrsta sinn aðgengisviðurkenninguna „fjólublátt ljós við barinn“. Bíó Paradís hlaut viðurkenninguna sem er ætluð þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi. Innlent 27.8.2024 21:00 Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. Innlent 27.8.2024 20:40 Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. Innlent 27.8.2024 19:58 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 19:28 Hafa grun um það hver maðurinn er Lögreglu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi sé maður sem hefur verið saknað í um það bil mánuð. Málið er ekki rannsakað sem sakamál. Innlent 27.8.2024 19:27 Fjórföldun alvarlegra ofbeldisbrota og samstöðufundur Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna hefur fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er sleginn yfir lífshættulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 18:31 Fundu lík í fjöru á Álftanesi Maður fannst látinn við fjöru á Álftanesi rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglan rannsakar nú hvernig andlátið bar að garði. Innlent 27.8.2024 17:15 Eyðilögð vegna málsins og skoðar stífari ramma Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð segir starfsfólk eyðilagt vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. Til skoðunar er að herða skilyrði til jöklaferða til muna. Innlent 27.8.2024 17:12 Kona á sjötugsaldri dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum í dag til að sækja konu á sjötugsaldri sem hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru. Konan var komin til meðvitundar áður en hún var sótt með þyrlu og send til skoðunar á sjúkrastofnun. Innlent 27.8.2024 16:29 Þyrlur í lágflugi við eldgosið Þyrlur með ferðamenn hafa verið á flugi við eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni síðan byrjaði að gjósa á fimmtudagskvöldið. Sumar hafa hætt sér ansi nálægt gígnum. Innlent 27.8.2024 15:22 Vísa kjaradeilu starfsmanna hjúkrunarheimila til sáttasemjara Stéttarfélagið Efling vísaði kjaradeilu sinni við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara í dag. Félagið krefst lausnar á undirmönnnun og álagi á starfsfólk á hjúkrunarheimilum auk samninga í samræmi við launastefnu úr kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins frá því í mars. Innlent 27.8.2024 15:14 « ‹ 79 80 81 82 83 84 85 86 87 … 334 ›
Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt. Innlent 28.8.2024 11:59
Greinir á hvort námið hafi verið lagt niður degi eftir banaslys Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. Innlent 28.8.2024 11:56
Sanna orðin vinsælust Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Innlent 28.8.2024 11:51
„Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. Innlent 28.8.2024 11:44
Kjaradeila starfsmanna á hjúkrunarheimilum og stóraukin landamæravarsla Formaður Eflingar segir að undirmönnun á hjúkrunarheimilum hafi leitt til þes að starfsfólk hafi neyðst til að draga úr samskiptum við íbúa. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Rætt er við formanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.8.2024 11:31
Hinn látni líklega karlmaður á sextugsaldri Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi í gær sé karlmaður á sextugsaldri sem hafði verið saknað síðan í lok júlí. Innlent 28.8.2024 11:20
Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. Innlent 28.8.2024 10:55
Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. Innlent 28.8.2024 10:51
Fljúga átta sinnum í viku frá Reykjavík til Hornafjarðar Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug til Hornafjarðar. Um er að ræða samning til þriggja ára þar sem flogið er átta sinnum í viku á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 28.8.2024 10:00
Kæra meintar aðdróttanir um mútuþægni til lögreglu Forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa sent kæru til lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur einstaklingi sem stofnunin segir hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni. Innlent 28.8.2024 09:48
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. Innlent 28.8.2024 08:24
Stórkostlegt sjónarspil yfir gosstöðvunum Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fangaði ótrúlegt sjónarspil við gosstöðvarnar í nótt. Innlent 28.8.2024 06:33
Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. Innlent 28.8.2024 06:20
Ógnandi betlari og vopnuð börn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna konu sem var að betla og ógnaði þeim sem tilkynnti. Innlent 28.8.2024 06:10
Vill skoða neðanjarðarlest í stað Borgarlínu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu. Innlent 27.8.2024 23:43
„Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. Innlent 27.8.2024 22:36
Spánverjar rekja „úldna eggjalykt“ til eldgossins Sérfræðingur í loftgæðamálum segir það vel geta gerst að gosmóða geti borist suður á bóginn og jafnvel til Spánar. Þar í landi kvarta menn undan „úldinni eggjalykt“ sem er rakin til eldgossins á Reykjanesskaga. Innlent 27.8.2024 21:45
Öll kerfi Alþingis liggja niðri til morguns Öll kerfi Alþingis liggja niðri frá klukkan 16 til 24 í dag vegna vinnu við flutning á miðlægum búnaði. Innlent 27.8.2024 21:15
Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. Innlent 27.8.2024 21:01
Bíó Paradís fær fjólublátt ljós við barinn Ungliðahreyfing Öryrkjabandalagsins veitti í dag í fyrsta sinn aðgengisviðurkenninguna „fjólublátt ljós við barinn“. Bíó Paradís hlaut viðurkenninguna sem er ætluð þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi. Innlent 27.8.2024 21:00
Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. Innlent 27.8.2024 20:40
Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. Innlent 27.8.2024 19:58
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 19:28
Hafa grun um það hver maðurinn er Lögreglu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi sé maður sem hefur verið saknað í um það bil mánuð. Málið er ekki rannsakað sem sakamál. Innlent 27.8.2024 19:27
Fjórföldun alvarlegra ofbeldisbrota og samstöðufundur Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna hefur fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er sleginn yfir lífshættulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 18:31
Fundu lík í fjöru á Álftanesi Maður fannst látinn við fjöru á Álftanesi rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglan rannsakar nú hvernig andlátið bar að garði. Innlent 27.8.2024 17:15
Eyðilögð vegna málsins og skoðar stífari ramma Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð segir starfsfólk eyðilagt vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. Til skoðunar er að herða skilyrði til jöklaferða til muna. Innlent 27.8.2024 17:12
Kona á sjötugsaldri dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum í dag til að sækja konu á sjötugsaldri sem hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru. Konan var komin til meðvitundar áður en hún var sótt með þyrlu og send til skoðunar á sjúkrastofnun. Innlent 27.8.2024 16:29
Þyrlur í lágflugi við eldgosið Þyrlur með ferðamenn hafa verið á flugi við eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni síðan byrjaði að gjósa á fimmtudagskvöldið. Sumar hafa hætt sér ansi nálægt gígnum. Innlent 27.8.2024 15:22
Vísa kjaradeilu starfsmanna hjúkrunarheimila til sáttasemjara Stéttarfélagið Efling vísaði kjaradeilu sinni við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara í dag. Félagið krefst lausnar á undirmönnnun og álagi á starfsfólk á hjúkrunarheimilum auk samninga í samræmi við launastefnu úr kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins frá því í mars. Innlent 27.8.2024 15:14