Innlent Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið fært niður á hættustig og stöðug virkni er í gosinu. Björgunarsveitir hafa þurft að vísa ferðamönnum frá gosstöðvum og varað er við hættu á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Innlent 22.11.2024 18:02 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. Innlent 22.11.2024 16:33 Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Karlmanni á áttræðisaldri er gert að greiða hundrað þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna umferðarlagabrota og vopnalagabrots, en hann var sýknaður af ákæru um að ógna lífi og heilsu bóndahjóna með vítaverðum akstri. Innlent 22.11.2024 15:43 Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er enn nokkuð mikil. Nú er virkni í þremur gígum en á sama tíma hefur nokkuð hægt á framrás hrauntungu við Svartsengi. Í nýrri uppfærslu Veðurstofunnar segir að frá því í gær hafi þrjú svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Innlent 22.11.2024 15:39 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Innlent 22.11.2024 15:06 Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. Innlent 22.11.2024 14:36 FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum. Innlent 22.11.2024 14:13 Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Maður sem grunaður er um umfangsmikil rán og þjófnað á höfuðborgarsvæðinu var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Er það eftir að nokkur hundruð kíló af kjötvörum, fatnaði, raftækjum og öðru fannst á heimili hans. Innlent 22.11.2024 13:47 Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Innlent 22.11.2024 13:29 „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að þrátt fyrir dramatíska atburðarás þegar bílastæði lónsins fór undir hraun í gær, standi allt athafnasvæði lónsins styrkum fótum. Innlent 22.11.2024 13:18 Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Innlent 22.11.2024 13:18 Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Framsóknarflokkurinn mælist nú með þriggja prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu, Borgarvitanum. Yrði gengið til kosninga í sveitarstjórn í dag myndi flokkur borgarstjóra því ekki ná inn í borgarstjórn. Flokkurinn fékk 18,9 prósenta fylgi í kosningunum árið 2022. Innlent 22.11.2024 13:17 Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. Innlent 22.11.2024 12:59 Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um eldsumbrotin á Reykjanesi en nokkrir gistu í Grindavík í nótt og létu eldhræringarnar ekki hafa áhrif á sig. Innlent 22.11.2024 11:39 Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu fyrir ellefu í dag vegna reyks við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innlent 22.11.2024 11:13 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. Innlent 22.11.2024 11:09 Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi stendur fyrir opnum fundi í hádeginu í dag um málefni heilbrigðisþjónustunnar. Öll framboð sem bjóða fram lista á landsvísu í komandi þingkosningum munu senda fulltrúa. Fundurinn hefst kl. 12:00 og verður haldinn í sal Sjúkraliðafélags Íslands á Grensásvegi 16. Fundinum er streymt hér að neðan. Fundarstjóri er Eyrún Magnúsdóttir. Innlent 22.11.2024 10:26 Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. Innlent 22.11.2024 09:45 Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís „Maður sem er með annan fótinn í glóandi hrauni og hinn í ísfötu, hann hefur það að jafnaði fínt,“ sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, í Pallborðinu á miðvikudaginn Innlent 22.11.2024 07:39 Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. Innlent 22.11.2024 07:08 Hótaði heimilismönnum með skærum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um einstakling sem var óvelkomin í íbúð í borginni. Sá hafði tekið upp skæri og hótað íbúum en endaði á því að láta sig hverfa. Innlent 22.11.2024 06:22 Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sögur frá undarlegri heimsókn Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri halda áfram að berast en skólameistari VMA segir formann flokksins hafa spurt nemendur hvort hann mætti koma með þeim inn í kennslustund. Þá hafi myndbirting hans í gærkvöldi komið flatt upp á pilta sem stilltu sér upp fyrir sjálfu með honum fyrr um daginn. Innlent 21.11.2024 21:36 Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með einum eða tveimur flokkum í viðbót miðað við nýjustu könnun Maskínu. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar gæti verið í hættu á að ná ekki inn og fjölgun flokka á mörkum þess að ná inn þingmanni gæti boðið upp á strategíska kosningu. Innlent 21.11.2024 21:32 Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta boðun verkfalls í janúar. Samninganefnd Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga fundaði í dag hjá sáttasemjara þriðja daginn í röð. Innlent 21.11.2024 20:20 „Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. Innlent 21.11.2024 19:33 Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. Innlent 21.11.2024 19:14 Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. Innlent 21.11.2024 18:33 Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Hraun gleypti bílastæði Bláa lónsins í dag og rann yfir Njarðvíkuræð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við magnaðar myndir af gosinu sem hófst skyndilega í gær og verðum í beinni frá gosstöðvum. Innlent 21.11.2024 18:02 Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. Innlent 21.11.2024 16:47 Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Innlent 21.11.2024 16:39 « ‹ 48 49 50 51 52 53 54 55 56 … 334 ›
Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið fært niður á hættustig og stöðug virkni er í gosinu. Björgunarsveitir hafa þurft að vísa ferðamönnum frá gosstöðvum og varað er við hættu á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Innlent 22.11.2024 18:02
Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. Innlent 22.11.2024 16:33
Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Karlmanni á áttræðisaldri er gert að greiða hundrað þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna umferðarlagabrota og vopnalagabrots, en hann var sýknaður af ákæru um að ógna lífi og heilsu bóndahjóna með vítaverðum akstri. Innlent 22.11.2024 15:43
Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er enn nokkuð mikil. Nú er virkni í þremur gígum en á sama tíma hefur nokkuð hægt á framrás hrauntungu við Svartsengi. Í nýrri uppfærslu Veðurstofunnar segir að frá því í gær hafi þrjú svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Innlent 22.11.2024 15:39
Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Innlent 22.11.2024 15:06
Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. Innlent 22.11.2024 14:36
FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum. Innlent 22.11.2024 14:13
Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Maður sem grunaður er um umfangsmikil rán og þjófnað á höfuðborgarsvæðinu var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Er það eftir að nokkur hundruð kíló af kjötvörum, fatnaði, raftækjum og öðru fannst á heimili hans. Innlent 22.11.2024 13:47
Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Innlent 22.11.2024 13:29
„Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að þrátt fyrir dramatíska atburðarás þegar bílastæði lónsins fór undir hraun í gær, standi allt athafnasvæði lónsins styrkum fótum. Innlent 22.11.2024 13:18
Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Innlent 22.11.2024 13:18
Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Framsóknarflokkurinn mælist nú með þriggja prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu, Borgarvitanum. Yrði gengið til kosninga í sveitarstjórn í dag myndi flokkur borgarstjóra því ekki ná inn í borgarstjórn. Flokkurinn fékk 18,9 prósenta fylgi í kosningunum árið 2022. Innlent 22.11.2024 13:17
Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. Innlent 22.11.2024 12:59
Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um eldsumbrotin á Reykjanesi en nokkrir gistu í Grindavík í nótt og létu eldhræringarnar ekki hafa áhrif á sig. Innlent 22.11.2024 11:39
Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu fyrir ellefu í dag vegna reyks við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innlent 22.11.2024 11:13
Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. Innlent 22.11.2024 11:09
Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi stendur fyrir opnum fundi í hádeginu í dag um málefni heilbrigðisþjónustunnar. Öll framboð sem bjóða fram lista á landsvísu í komandi þingkosningum munu senda fulltrúa. Fundurinn hefst kl. 12:00 og verður haldinn í sal Sjúkraliðafélags Íslands á Grensásvegi 16. Fundinum er streymt hér að neðan. Fundarstjóri er Eyrún Magnúsdóttir. Innlent 22.11.2024 10:26
Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. Innlent 22.11.2024 09:45
Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís „Maður sem er með annan fótinn í glóandi hrauni og hinn í ísfötu, hann hefur það að jafnaði fínt,“ sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, í Pallborðinu á miðvikudaginn Innlent 22.11.2024 07:39
Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. Innlent 22.11.2024 07:08
Hótaði heimilismönnum með skærum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um einstakling sem var óvelkomin í íbúð í borginni. Sá hafði tekið upp skæri og hótað íbúum en endaði á því að láta sig hverfa. Innlent 22.11.2024 06:22
Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sögur frá undarlegri heimsókn Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri halda áfram að berast en skólameistari VMA segir formann flokksins hafa spurt nemendur hvort hann mætti koma með þeim inn í kennslustund. Þá hafi myndbirting hans í gærkvöldi komið flatt upp á pilta sem stilltu sér upp fyrir sjálfu með honum fyrr um daginn. Innlent 21.11.2024 21:36
Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með einum eða tveimur flokkum í viðbót miðað við nýjustu könnun Maskínu. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar gæti verið í hættu á að ná ekki inn og fjölgun flokka á mörkum þess að ná inn þingmanni gæti boðið upp á strategíska kosningu. Innlent 21.11.2024 21:32
Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta boðun verkfalls í janúar. Samninganefnd Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga fundaði í dag hjá sáttasemjara þriðja daginn í röð. Innlent 21.11.2024 20:20
„Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. Innlent 21.11.2024 19:33
Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. Innlent 21.11.2024 19:14
Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. Innlent 21.11.2024 18:33
Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Hraun gleypti bílastæði Bláa lónsins í dag og rann yfir Njarðvíkuræð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við magnaðar myndir af gosinu sem hófst skyndilega í gær og verðum í beinni frá gosstöðvum. Innlent 21.11.2024 18:02
Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. Innlent 21.11.2024 16:47
Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Innlent 21.11.2024 16:39