Innlent Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður. Innlent 30.7.2025 10:09 Engin nóróveira í Laugarvatni Engin nóróveira greindist í sýnum sem tekin voru úr Laugarvatni. Keppendur í þríþraut í Laugarvatni í upphafi mánaðarins fengu margir magapest eftir viðburðinn og alls tilkynntu 22 veikindi til sóttvarnalæknis eftir keppnina. Innlent 30.7.2025 10:04 Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. Innlent 30.7.2025 08:27 Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann að skemma bíl í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að hlaupa undan. Hann komst ekki langt og var handtekinn. Innlent 30.7.2025 07:29 Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist stöðug í nótt og lítil gasmengun og gosmóða mælst. Aðeins er farið að mælast af SO2 gasi í Garðabæ og Hvalfirði en styrkurinn er enn vel innan heilbrigðismarka. Innlent 30.7.2025 06:35 Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Ísland og Palestína hafa gert samstarfssamkomulag sín á milli í kjölfar viljayfirlýsingar fjölda ríkja þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir afvopnun Hamas. Innlent 30.7.2025 00:04 Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Óvænt brú fannst við framkvæmdir við Suðurlandsbraut fyrr í sumar. Verkefnastjóri telur brúna frá upphafi síðustu aldar en hún hafði verið týnd í rúmlega fimmtíu ár. Innlent 29.7.2025 22:01 Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Innlent 29.7.2025 21:45 Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Verslunarmannahelgin er framundan, án efa ein stærsta ferðahelgi ársins. Veðurspáin hingað til er heldur leiðinleg um allt land svo í stað þess að elta sólina þetta árið getur landinn leitað á viðburði sem þeim finnst mest spennandi. Innlent 29.7.2025 20:35 Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út seinnipartinn í dag til Dýrafjarðar vegna fjórhjólaslyss. Innlent 29.7.2025 19:46 Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Ökumanni var veitt eftirför í Breiðholti í dag og hann kærður fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Innlent 29.7.2025 19:32 Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það. Innlent 29.7.2025 19:11 Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Versta sviðsmynd hungursneyðar er að raungerast á Gaza samkvæmt nýrri skýrslu. Alþjóðasamfélagið beitir auknum þrýstingi og Bretar ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu ef Ísraelar bregðast ekki við ástandinu. Í kvöldfréttum Sýnar sjáum við sláandi myndir frá Gaza og heyrum frá forsætisráðherra Bretlands sem stóð fyrir blaðamannafundi nú síðdegis. Innlent 29.7.2025 18:00 Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Fimm einstaklingar hafa orðið fyrir tegund af netglæp sem kallast ástarsvik. Það sem af er ári hafa flestir fallið fyrir fölskum fyrirframgreiðslum. Innlent 29.7.2025 17:46 Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu heimsækja Kanada á morgun og dvelja í nokkra daga. Ástæðan er að 150 ár eru liðin frá því að fyrsti stóri Íslendingahópurinn fór vestur um haf, til Manitoba og stofnaði þar svæðið Nýja Ísland. Innlent 29.7.2025 16:30 Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Innlent 29.7.2025 15:29 Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Embætti ríkislögreglustjóra berast nú tilkynningar um svikapósta, sem berast einstaklingum, sem eru merktir lögreglu, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í póstunum er fjallað um refsiverð brot í tengslum við barnaníð. Innlent 29.7.2025 14:37 Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti tveggja ferðamanna á hótelinu Reykjavík Edition miðar ágætlega að sögn fulltrúa í rannsóknardeild. Innlent 29.7.2025 12:49 Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Frá og með morgundeginum hefst gjaldtaka á bílastæðum við höfnina í Stykkishólmi. Parka mun sjá um rekstur, greiðslulausnir og innheimtu gjalda. Innlent 29.7.2025 12:30 Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. Innlent 29.7.2025 12:00 Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa en nú er varað við því að versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar sé að raungerast á svæðinu. Innlent 29.7.2025 11:37 Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Innlent 29.7.2025 11:27 Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Innlent 29.7.2025 11:19 Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Innlent 29.7.2025 11:07 Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Innlent 29.7.2025 11:02 Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bátaverkstæði í Bolungarvík af kröfum fiskiútgerðarinnar Glifsu, sem tókst ekki að sanna að verkstæðið hafi valdið tjóni í bátsvél útgerðarinnar. Margt annað gæti hafa átt sinn þátt í biluninni, til dæmis að vélin væri sautján ára gömul. Innlent 29.7.2025 10:34 Mögulegur fyrirboði um goslok Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka. Innlent 29.7.2025 10:22 Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. Innlent 29.7.2025 07:00 Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29.7.2025 06:29 Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist nokkuð stöðug í nótt en strókavirkni verið aðeins meiri seinni hluta nætur. Gat sem myndaðist á gíg síðustu nótt hefur lokast og enn gýs úr einum megingíg. Innlent 29.7.2025 06:21 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður. Innlent 30.7.2025 10:09
Engin nóróveira í Laugarvatni Engin nóróveira greindist í sýnum sem tekin voru úr Laugarvatni. Keppendur í þríþraut í Laugarvatni í upphafi mánaðarins fengu margir magapest eftir viðburðinn og alls tilkynntu 22 veikindi til sóttvarnalæknis eftir keppnina. Innlent 30.7.2025 10:04
Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. Innlent 30.7.2025 08:27
Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann að skemma bíl í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að hlaupa undan. Hann komst ekki langt og var handtekinn. Innlent 30.7.2025 07:29
Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist stöðug í nótt og lítil gasmengun og gosmóða mælst. Aðeins er farið að mælast af SO2 gasi í Garðabæ og Hvalfirði en styrkurinn er enn vel innan heilbrigðismarka. Innlent 30.7.2025 06:35
Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Ísland og Palestína hafa gert samstarfssamkomulag sín á milli í kjölfar viljayfirlýsingar fjölda ríkja þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir afvopnun Hamas. Innlent 30.7.2025 00:04
Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Óvænt brú fannst við framkvæmdir við Suðurlandsbraut fyrr í sumar. Verkefnastjóri telur brúna frá upphafi síðustu aldar en hún hafði verið týnd í rúmlega fimmtíu ár. Innlent 29.7.2025 22:01
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Innlent 29.7.2025 21:45
Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Verslunarmannahelgin er framundan, án efa ein stærsta ferðahelgi ársins. Veðurspáin hingað til er heldur leiðinleg um allt land svo í stað þess að elta sólina þetta árið getur landinn leitað á viðburði sem þeim finnst mest spennandi. Innlent 29.7.2025 20:35
Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út seinnipartinn í dag til Dýrafjarðar vegna fjórhjólaslyss. Innlent 29.7.2025 19:46
Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Ökumanni var veitt eftirför í Breiðholti í dag og hann kærður fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Innlent 29.7.2025 19:32
Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það. Innlent 29.7.2025 19:11
Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Versta sviðsmynd hungursneyðar er að raungerast á Gaza samkvæmt nýrri skýrslu. Alþjóðasamfélagið beitir auknum þrýstingi og Bretar ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu ef Ísraelar bregðast ekki við ástandinu. Í kvöldfréttum Sýnar sjáum við sláandi myndir frá Gaza og heyrum frá forsætisráðherra Bretlands sem stóð fyrir blaðamannafundi nú síðdegis. Innlent 29.7.2025 18:00
Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Fimm einstaklingar hafa orðið fyrir tegund af netglæp sem kallast ástarsvik. Það sem af er ári hafa flestir fallið fyrir fölskum fyrirframgreiðslum. Innlent 29.7.2025 17:46
Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu heimsækja Kanada á morgun og dvelja í nokkra daga. Ástæðan er að 150 ár eru liðin frá því að fyrsti stóri Íslendingahópurinn fór vestur um haf, til Manitoba og stofnaði þar svæðið Nýja Ísland. Innlent 29.7.2025 16:30
Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Innlent 29.7.2025 15:29
Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Embætti ríkislögreglustjóra berast nú tilkynningar um svikapósta, sem berast einstaklingum, sem eru merktir lögreglu, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í póstunum er fjallað um refsiverð brot í tengslum við barnaníð. Innlent 29.7.2025 14:37
Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti tveggja ferðamanna á hótelinu Reykjavík Edition miðar ágætlega að sögn fulltrúa í rannsóknardeild. Innlent 29.7.2025 12:49
Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Frá og með morgundeginum hefst gjaldtaka á bílastæðum við höfnina í Stykkishólmi. Parka mun sjá um rekstur, greiðslulausnir og innheimtu gjalda. Innlent 29.7.2025 12:30
Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. Innlent 29.7.2025 12:00
Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa en nú er varað við því að versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar sé að raungerast á svæðinu. Innlent 29.7.2025 11:37
Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Innlent 29.7.2025 11:27
Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Innlent 29.7.2025 11:19
Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Innlent 29.7.2025 11:07
Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Innlent 29.7.2025 11:02
Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bátaverkstæði í Bolungarvík af kröfum fiskiútgerðarinnar Glifsu, sem tókst ekki að sanna að verkstæðið hafi valdið tjóni í bátsvél útgerðarinnar. Margt annað gæti hafa átt sinn þátt í biluninni, til dæmis að vélin væri sautján ára gömul. Innlent 29.7.2025 10:34
Mögulegur fyrirboði um goslok Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka. Innlent 29.7.2025 10:22
Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. Innlent 29.7.2025 07:00
Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29.7.2025 06:29
Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist nokkuð stöðug í nótt en strókavirkni verið aðeins meiri seinni hluta nætur. Gat sem myndaðist á gíg síðustu nótt hefur lokast og enn gýs úr einum megingíg. Innlent 29.7.2025 06:21