Innlent

Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Sel­fossi

Það ríkti mikil ánægja hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í morgun þegar þau gátu loksins mætt aftur í skólann eftir nokkra vikna verkfall kennara. Skólameistari skólans trúir ekki öðru en að samið verði við kennara en verkfallinu var bara aflýst.

Innlent

„Menn ætla sér alla leið með þetta“

Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 

Innlent

Skæð fugla­flensa fannst í kalkúnum í Ölfusi

Skæð fuglaflensa af gerðinni H5N5 var staðfest í alifuglum í Ölfusi í dag. Undirbúningur fyrir aflífun fuglanna er hafin og á að beita sóttvarnarráðstöfunum til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Innlent

Aftur­kalla átta frið­lýsingar

Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt.

Innlent

Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins leggja áherslu á efnahagslegan stöðugleika og mikilvægi þess að verðbólga og vextir haldi áfram að lækka í viðræðum sínum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Formennirnir eru bjartsýnir og ætla að vinna hratt næstu daga.

Innlent

Lítill arfur á barns­aldri dró dilk á eftir sér

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu konu sem taldi sig eiga rétt á helmingsafslætti stimpilgjalds vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis. Var það vegna eignarhlutar í íbúðarhúsnæði, sem hún hlaut í arf á barnsaldri, að virði 45.000 króna.

Innlent

Vilja selja öll bíla­stæða­hús borgarinnar

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar.

Innlent

Bæjarstjóraskipti á á­ætlun í Hafnar­firði

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, lætur af störfum sem bæjarstjóri um áramótin eins og til stóð. Samkvæmt málefnasamningi við Framsóknarflokksins verður Valdimar Víðisson oddviti flokksins og formaður bæjarráðs bæjarstjóri síðasta eina og hálfa ár kjörtímabilsins.

Innlent

Gleði­tár á hvarmi Fúsa við verð­launa­af­hendingu

Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fengu Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka sem veitt voru í morgun. Verðlaunin voru bæði veitt fyrir tímamótaverk í íslenskum atvinnuleikhúsum. Verðlaunahafi felldi tár og ljóð var ort í tilefni dagsins.

Innlent

Virðist úti­loka sam­starf með Sam­fylkingu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir valkostina eftir kosningarnar aðeins tvo; annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna séu skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu.

Innlent

Blandar sér í bar­áttuna um rektorinn

Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook.

Innlent

„Full­kom­lega galin“ fjár­hags­leg á­kvörðun að vera rit­höfundur á Ís­landi

Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum.

Innlent

Fréttin öll

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri og helsta sprautan í rekstri vefmiðilsins Fréttarinnar segir að því miður sé ekki rekstrargrundvöllur til að halda miðlinum lengur lifandi.

Innlent

„Ég er bara bjart­sýnn“

Þingmaður Viðreisnar segir mikilvægt að ný ríkisstjórn vinni samhent að verkefnum framundan. Komandi stjórnarmyndunarviðræður verði áskorun og flokkurinn muni ekki fara gegn eigin DNA. Verðandi þingmaður Flokks fólksins segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ólíkt og er bjartsýnn á að það náist ásættanleg lausn.

Innlent

Verði að virða það sem þjóðin vilji

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur falið Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún mun boða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins á sinn fund eftir hádegi. Niðurstaðan sé skýr og þessir þrír flokkar með sterkustu kosninguna. 

Innlent

Fram­lengir fjöldaflóttavernd enn frekar

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga, sem felst í því að hámarkstími dvalarleyfa, sem veitt eru á grundvelli sameiginlegrar verndar í kjölfar fjöldaflótta, verði lengdur úr þremur árum í fimm. Með breytingunni geta Úkraínumenn sem hingað komu í kjölfar innrásar Rússa dvalið hér til mars árið 2027 hið skemmsta.

Innlent

Telja sig hvorki geta hafnað né sam­þykkt ósk um endur­talningu

Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis lítur svo á að hún geti hvorki hafnað né samþykkt beiðnir um endurtalningu atkvæða þar vegna breytinga sem voru gerðar á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Fyrrverandi forseti Alþingis segir breytingunum ekki hafa verið ætlað að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna.

Innlent

Grunaður morðingi á­fram bak við lás og slá

Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Ganga í málinu er beðið en rannsókn hefur teygt sig vel yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru.

Innlent

Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu

Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir.

Innlent