Innlent

Hættur við að styðja Höllu Hrund
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður kom mörgum á óvart í morgun þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra. Hann hefur nú dregið þann stuðning sinn til baka.

Meðferðarstöðinni Vík lokað í sumar
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að lokunin sé vegna fjárskorts og hún megi heita skeytingarleysi gagnvart fólki með fíknisjúkdóm.

Boða verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli í maí
Samninganefndir Sameykis og FFR, félags flugmálastarfsmanna ríkisins, hafa efnt til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun félagsfólks sem starfar hjá ISAVIA ohf. Verkfallsaðgerðirnar hefjast 9. maí verði þær samþykktar, en atkvæðagreiðslunni um þær lýkur 2. maí.

Kjörinn heiðursmeðlimur í bandarísku lista- og vísindaakademíuna
Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við jarðvísindastofnun háskólans, hefur verið kjörinn heiðursmeðlimur í bandarísku lista- og vísindaakademíunni (American Academy of Arts and Sciences) fyrir störf sín á sviði jarðvísinda.

Guðrún á Glitstöðum segir vaðið yfir vilja almennings
Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði tók sig til og skrifaði grein þar sem hún furðar sig á stjórnsýslu landsins. Hún fari sínu fram hverju sem tautar og raular.

Helmingurinn af búslóðinni í ruslið
Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn.

Fyrstu tilnefningar til Vigdísarverðlauna Evrópuráðsþingsins kynntar á Alþingi
Í júní á þessu ári verða í fyrsta sinn veitt Vigdísarverðlaun til valdeflingar konum á vegum Evrópuráðsþingsins. Sérstök valnefnd mun tilkynna hverjir þrír eru tilnefndir til þeirra í ár á Alþingi þann 2. maí, eða á fimmtudag. Í verðlaun eru 60 þúsund evrur sem samsvara um níu milljónum íslenskra króna og nýr íslenskur verðlaunagripur.

Segir upp hjá RÚV og snýr sér að pólitík
Sunna Valgerðardóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV, hefur verið ráðin til þingflokks Vinstri grænna. Hún hefur þegar látið af störfum hjá RÚV.

Ellefu verða í framboði til embættis forseta Íslands
Í hádegisfréttum fjöllum við um úrskurð landskjörstjórnar frá því í morgun þess efnis að ellefu framboð til forseta hafi talist gild.

Landlæknir fer með ákvörðun Persónuverndar fyrir dóm
Landlæknisembættið hefur ákveðið að krefjast þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógildi ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is.

Stór hópur fanga sem ekki treystir stofnunum
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi segir það mikið gleðiefni að félagið hafi fengið rekstrarleyfi frá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) til að sinna félagslegri ráðgjöf.

Viktor og Kári heltast úr lestinni
Tvö framboð til embættis forseta Íslands voru úrskurðuð ógild á fundi Landskjörstjórnar í dag. Þeir Viktor Traustason og Kári Vilmundarson Hansen fá ekki pláss á kjörseðlinum þegar kosið verður til forseta þann 1. júní næstkomandi.

Ástand hinnar látnu bar þess merki að henni hefði verið ráðinn bani
Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri rennur út klukkan 16 í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra mun gera kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald.

Dramatík þegar tveimur var tilkynnt um ólögleg framboð
Landskjörstjórn ætlar að úrskurða um gildi forsetaframboða á fundi í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 11. Vísir verður í beinni útsendingu frá fundinum og fylgist með gangi mála í forsetavaktinni.

Best ef forseti hefur ekki verið í stjórnmálastarfi
Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, kaus gegn Icesave og telur mikilvægt að forseti Íslands sé hlutlaus og óháður. Betra sé að hann hafi ekki verið í stjórnmálastarfi. Hún segist munu beita málskotsrétti ef skýr vilji þjóðar er fyrir því.

Ráðherra kynnir nýtt mælaborð farsældar barna
Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir í dag nýtt Mælaborð farsældar barna. Um er að ræða nýtt verkfæri sem er hannað til að styðja við innleiðingu farsældarlaganna og innleiða gagnadrifna stefnumótun hvað hag barna varðar. Kynning hefst klukkan 9 og er hægt að horfa í beinu streymi.

Skjálfti við Bláfjöll í morgun og óbreytt við Sundhnúk
Litlar breytingar hafa orðið á gosinu við Grindavík í nótt þótt kvikusöfnun haldi áfram og hægt hafi á landrisinu.

Ætlaði að ganga frá álverinu og upp á Keflavíkurflugvöll
Nokkuð rólegt var á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. Þó voru 58 mál skráð í LÖKE og tveir gistu fangageymslur í morgun.

Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti
Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent.

Vopnuð rán tíðari en fólk gerir sér grein fyrir
Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Svo virðist sem uppákomur eins og vopnuð rán séu að færast í aukana.

Óttast að saga slökkviliða á Íslandi glatist
Slökkviliðsminjasafn Íslands verður tæmt á næstu vikum eftir tíu ára rekstur. Umsjónarmenn safnsins óttast að saga slökkviliðsmanna á Íslandi muni glatast að einhverju leyti við brotthvarfið.

Plokkdagurinn mikli haldinn hátíðlegur um land allt
Plokkdagurinn mikli var haldinn hátíðlegur með skipulagðri ruslatínslu víða um land í dag. Dagurinn er nú haldinn í sjöunda skipti og var settur með viðhöfn í Grafarvogi í morgun, að viðstöddum forseta Íslands og umhverfisráðherra. Vaskir plokkarar hófu leika strax í kjölfarið og ætla má að borgin sé orðin talsvert þrifalegri eftir yfirferð þeirra, enda safnaðist víðast hvar hratt í ruslapokana.

Á ofsahraða undir áhrifum fíkniefna
Maður var handtekinn í kvöld eftir ofsaakstur í Vogahverfi í Reykjavík. Lögreglan veitti manninum eftirför með aðstoð sérsveitarinnar. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis.

Efnahagsstefnan sé að ýta fólki í verðtryggð lán
Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og sérfræðingur um efnahagsmál telur óhætt að lækka stýrivexti

Ók blindfullur við Grímsvötn og hótaði að drepa alla
Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála.

Langt í að þeir nái sér að fullu
Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum.

Lögregla með eftirför í Vogahverfi
Lögregla veitti ökumanni eftirför í Vogahverfi í Reykjavík nú um kvöldmatarleytið. Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins.

Íslandsferðin sem breyttist í martröð
Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum.

Fundu hræ fimm hvolpa í Mosfellsbæ
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra.

Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn
Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu.