Innlent Segja krónutöluhækkanir hafa rýrt kjör háskólamenntaðra Forsvarsmenn 22 stéttarfélaga, þar af átján innan BHM, hafa undirritað yfirlýsingu þar sem krafist er leiðréttingar á launum háskólamenntaðra. Félögin segja hópinn hafa setið eftir í kjaraviðræðum undanfarin ár. Innlent 16.2.2024 10:06 Bein útsending: Framtíðarnefnd Alþingis fjallar um gervigreind og lýðræði Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind er viðfangsefni annarrar málstofu í fundaröð um gervigreind og lýðræði sem framtíðarnefnd Alþingis stendur fyrir í dag. Málstofuna má sjá í beinni útsendingu. Innlent 16.2.2024 10:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Innlent 16.2.2024 09:48 Finnur Þór skipaður héraðsdómari Dómsmálaráðherra hefur skipað Finn Þór Vilhjálmsson í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. febrúar 2024. Innlent 16.2.2024 09:09 Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. Innlent 16.2.2024 08:50 Utanaðkomandi lögmaður fékk aðgang að sakamáli Umboðsmaður Alþingis hefur beint ábendingum til Ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra vegna athugunar hans á máli þar sem lögmaður fékk aðgang að gögnum sakamáls, sem var honum alls óviðkomandi. Innlent 16.2.2024 08:46 Deilt um flöggun Palestínufánans á fundi sveitarstjórnar Heitar umræður sköpuðust á sveitarstjórnarfundi Múlaþings í vikunni um flöggun fána palestínsku heimastjórnarinnar á fánastöng við félagsheimilið Herðubeið á Seyðisfirði og nýjar leiðbeiningar um flöggun á fánastöngum sveitarfélagsins. Innlent 16.2.2024 08:17 Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. Innlent 16.2.2024 08:10 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. Innlent 16.2.2024 06:24 „Niðurlæging“ fyrir íslenska ríkið að sjálfboðaliðar sjái um vinnuna Sérsveit Ísraelshers réðst inn í Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis á Gasa síðdegis. Sjúkrahúsið er eitt fárra sem enn er starfhæft og heldur fjöldi flóttafólks til á því. Hópur Íslendinga mun aðstoða tólf manns yfir landamærin á næstu dögum. Innlent 16.2.2024 00:20 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. Innlent 16.2.2024 00:01 Sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni við daglegum verkjum Karlmaður sem glímir við kvalarfulla taugasjúkdóma segir sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni vegna mikilla verkja. Hann vill opna umræðuna um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi, enda slái ekkert annað á verkina eins og það. Innlent 15.2.2024 23:04 Fimm tíma rafmagnsleysi í Borgarfirði Stór hluti Borgarfjarðar hefur verið rafmagnslaus frá því klukkan fimm síðdegis. Rafmagnsleysið nær yfir Mýrar, Húsafell, Lundarreykjadal og Reykholtsdal. Fjöldi starfsmanna vinnur við að koma rafmagni á að nýju. Innlent 15.2.2024 22:27 Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. Innlent 15.2.2024 21:59 Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ Innlent 15.2.2024 21:31 Féll útbyrðis þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þegar björgunarskipið Þór kom á staðinn hafði hinum tveimur tekist að hífa manninn um borð og slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. Innlent 15.2.2024 20:46 Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. Innlent 15.2.2024 19:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkvilið berst nú við eldsvoða á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Um talsverðan eld er að ræða og allt tiltækt slökkvilið er á svæðinu. Við verðum í beinni frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.2.2024 18:23 Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. Innlent 15.2.2024 17:54 Nýr Landspítali tekur á sig mynd Vinna við það að reisa nýja Landspítalann er í fullum gangi, líkt og hún hefur verið síðustu misseri. Unnið er að því að setja útveggina utan á húsnæði meðferðarkjarna og fljótlega verður hafist handa við setja niður lagnir í gólfum inni í húsinu og frágang á þaki. Innlent 15.2.2024 16:53 Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Innlent 15.2.2024 15:45 Styrkja börnin í Palestínu um 150 krónur fyrir hvert barn í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag einróma að styrkja börn í Palestínu um 150 krónur fyrir hvert reykvískt barn á aldrinum 0-18 ára. Þannig mun Reykjavíkurborg styrkja UNICEF um 4,5 milljónir króna. Innlent 15.2.2024 15:31 Ráðast í undirbúning aðgerða eftir tíu daga náist ekki samningar Samninganefndir Fagfélaganna, Matvís, Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), hafa gefið fulltrúum sínum við samningaborðið tíu daga til að ná saman við Samtök atvinnulífsins (SA) um nýjan kjarasamning. Takist það ekki munu nefndirnar hefja undirbúning aðgerða. Innlent 15.2.2024 15:30 Leikskólarnir aldrei þurft að loka deild eftir styttingu dvalartíma Eftir að Kópavogsbær tók upp fyrirkomulag þar sem leikskóladvöl barna er gjaldfrjáls sex tíma á dag hefur enginn leikskóli í sveitarfélaginu þurft að loka deild fyrr en venjulega vegna manneklu. Nú er minnihluti barna þar í leikskólanum átta tíma á dag eða lengur. Innlent 15.2.2024 15:20 Heilsugæslustöðin á Akureyri í nýtt húsnæði Heilsugæslustöðin á Akureyri flytur og mun opna í nýju húsnæði mánudaginn 19. febrúar næstkomandi við Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 15.2.2024 15:04 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. Innlent 15.2.2024 14:57 Játar að hafa stungið mann sem seldi honum lélegt kókaín Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars næstkomandi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur játað að hafa stungið mann, sem hafi selt lélegt kókaín í samkvæmi. Innlent 15.2.2024 14:36 Sundlaugar Suðurnesja geta opnað á ný Hitaveitan í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum hefur náð jafnvægi. Sundlaugar geta því opnað á ný eftir að hafa verið lokaðar allt frá því að hitaveitulögn fór í sundur vegna hraunflæðis fyrir viku síðan. Innlent 15.2.2024 14:35 Lögmaður skammaður fyrir framkomu gagnvart erfingjum Lögmaður á Íslandi sem skipaður var skiptastjóri í dánarbúi konu hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að hafa haldið eftir fjármunum erfingjanna og reyna að villa um fyrir nefndinni. Hann heldur þó þóknun sinni sem erfingjar konunnar töldu allt of háa. Innlent 15.2.2024 14:31 Búast við svipaðri kvikusöfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars. Innlent 15.2.2024 14:16 « ‹ 318 319 320 321 322 323 324 325 326 … 334 ›
Segja krónutöluhækkanir hafa rýrt kjör háskólamenntaðra Forsvarsmenn 22 stéttarfélaga, þar af átján innan BHM, hafa undirritað yfirlýsingu þar sem krafist er leiðréttingar á launum háskólamenntaðra. Félögin segja hópinn hafa setið eftir í kjaraviðræðum undanfarin ár. Innlent 16.2.2024 10:06
Bein útsending: Framtíðarnefnd Alþingis fjallar um gervigreind og lýðræði Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind er viðfangsefni annarrar málstofu í fundaröð um gervigreind og lýðræði sem framtíðarnefnd Alþingis stendur fyrir í dag. Málstofuna má sjá í beinni útsendingu. Innlent 16.2.2024 10:01
Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Innlent 16.2.2024 09:48
Finnur Þór skipaður héraðsdómari Dómsmálaráðherra hefur skipað Finn Þór Vilhjálmsson í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. febrúar 2024. Innlent 16.2.2024 09:09
Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. Innlent 16.2.2024 08:50
Utanaðkomandi lögmaður fékk aðgang að sakamáli Umboðsmaður Alþingis hefur beint ábendingum til Ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra vegna athugunar hans á máli þar sem lögmaður fékk aðgang að gögnum sakamáls, sem var honum alls óviðkomandi. Innlent 16.2.2024 08:46
Deilt um flöggun Palestínufánans á fundi sveitarstjórnar Heitar umræður sköpuðust á sveitarstjórnarfundi Múlaþings í vikunni um flöggun fána palestínsku heimastjórnarinnar á fánastöng við félagsheimilið Herðubeið á Seyðisfirði og nýjar leiðbeiningar um flöggun á fánastöngum sveitarfélagsins. Innlent 16.2.2024 08:17
Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. Innlent 16.2.2024 08:10
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. Innlent 16.2.2024 06:24
„Niðurlæging“ fyrir íslenska ríkið að sjálfboðaliðar sjái um vinnuna Sérsveit Ísraelshers réðst inn í Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis á Gasa síðdegis. Sjúkrahúsið er eitt fárra sem enn er starfhæft og heldur fjöldi flóttafólks til á því. Hópur Íslendinga mun aðstoða tólf manns yfir landamærin á næstu dögum. Innlent 16.2.2024 00:20
Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. Innlent 16.2.2024 00:01
Sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni við daglegum verkjum Karlmaður sem glímir við kvalarfulla taugasjúkdóma segir sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni vegna mikilla verkja. Hann vill opna umræðuna um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi, enda slái ekkert annað á verkina eins og það. Innlent 15.2.2024 23:04
Fimm tíma rafmagnsleysi í Borgarfirði Stór hluti Borgarfjarðar hefur verið rafmagnslaus frá því klukkan fimm síðdegis. Rafmagnsleysið nær yfir Mýrar, Húsafell, Lundarreykjadal og Reykholtsdal. Fjöldi starfsmanna vinnur við að koma rafmagni á að nýju. Innlent 15.2.2024 22:27
Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. Innlent 15.2.2024 21:59
Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ Innlent 15.2.2024 21:31
Féll útbyrðis þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þegar björgunarskipið Þór kom á staðinn hafði hinum tveimur tekist að hífa manninn um borð og slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. Innlent 15.2.2024 20:46
Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. Innlent 15.2.2024 19:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkvilið berst nú við eldsvoða á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Um talsverðan eld er að ræða og allt tiltækt slökkvilið er á svæðinu. Við verðum í beinni frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.2.2024 18:23
Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. Innlent 15.2.2024 17:54
Nýr Landspítali tekur á sig mynd Vinna við það að reisa nýja Landspítalann er í fullum gangi, líkt og hún hefur verið síðustu misseri. Unnið er að því að setja útveggina utan á húsnæði meðferðarkjarna og fljótlega verður hafist handa við setja niður lagnir í gólfum inni í húsinu og frágang á þaki. Innlent 15.2.2024 16:53
Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Innlent 15.2.2024 15:45
Styrkja börnin í Palestínu um 150 krónur fyrir hvert barn í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag einróma að styrkja börn í Palestínu um 150 krónur fyrir hvert reykvískt barn á aldrinum 0-18 ára. Þannig mun Reykjavíkurborg styrkja UNICEF um 4,5 milljónir króna. Innlent 15.2.2024 15:31
Ráðast í undirbúning aðgerða eftir tíu daga náist ekki samningar Samninganefndir Fagfélaganna, Matvís, Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), hafa gefið fulltrúum sínum við samningaborðið tíu daga til að ná saman við Samtök atvinnulífsins (SA) um nýjan kjarasamning. Takist það ekki munu nefndirnar hefja undirbúning aðgerða. Innlent 15.2.2024 15:30
Leikskólarnir aldrei þurft að loka deild eftir styttingu dvalartíma Eftir að Kópavogsbær tók upp fyrirkomulag þar sem leikskóladvöl barna er gjaldfrjáls sex tíma á dag hefur enginn leikskóli í sveitarfélaginu þurft að loka deild fyrr en venjulega vegna manneklu. Nú er minnihluti barna þar í leikskólanum átta tíma á dag eða lengur. Innlent 15.2.2024 15:20
Heilsugæslustöðin á Akureyri í nýtt húsnæði Heilsugæslustöðin á Akureyri flytur og mun opna í nýju húsnæði mánudaginn 19. febrúar næstkomandi við Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 15.2.2024 15:04
Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. Innlent 15.2.2024 14:57
Játar að hafa stungið mann sem seldi honum lélegt kókaín Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars næstkomandi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur játað að hafa stungið mann, sem hafi selt lélegt kókaín í samkvæmi. Innlent 15.2.2024 14:36
Sundlaugar Suðurnesja geta opnað á ný Hitaveitan í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum hefur náð jafnvægi. Sundlaugar geta því opnað á ný eftir að hafa verið lokaðar allt frá því að hitaveitulögn fór í sundur vegna hraunflæðis fyrir viku síðan. Innlent 15.2.2024 14:35
Lögmaður skammaður fyrir framkomu gagnvart erfingjum Lögmaður á Íslandi sem skipaður var skiptastjóri í dánarbúi konu hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að hafa haldið eftir fjármunum erfingjanna og reyna að villa um fyrir nefndinni. Hann heldur þó þóknun sinni sem erfingjar konunnar töldu allt of háa. Innlent 15.2.2024 14:31
Búast við svipaðri kvikusöfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars. Innlent 15.2.2024 14:16