Innlent

Fór huldu höfði á landinu í sam­tals tvö ár

Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag.

Innlent

DNA konu fannst á typpi karl­manns en dugði ekki til

Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun með því að hafa á árshátíð stungið lim sínum í munn samstarfskonu eiginkonu sinnar á klósettinu. DNA úr konunni fannst á typpi mannsins, sáðfrumur í munni hennar en engar í nærbuxum mannsins. Of mikill vafi þótti á því hvort maðurinn hefði verið að verki.

Innlent

Ók bíl inn í verslun í Vest­manna­eyjum

„Þetta var smá sjokk. Því hann kom ágætlega inn hjá mér, húddið kom allt inn,“ segir Svava Tara Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Sölku í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Í morgun var bíl ekið inn í verslunina og brotnaði gluggi hennar fyrir vikið.

Innlent

Víðir kominn aftur úr veikinda­leyfi

Víðir Reynisson, sviðstjóri hjá almannavörnum, er kominn aftur úr veikindaleyfi. Víðir fór í veikindaleyfi þann 10. febrúar. Hann var viðstaddur íbúafund í Laugardalshöll í gær um málefni Grindvíkinga.

Innlent

Hafa fengið á­bendingar um Pétur Jökul

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða.

Innlent

Grætur ekki gamla heimilið í Elliða­ár­dalnum

Lengi hefur staðið til að rífa húsið Skálará í Elliðaárdalnum sem varð eldi að bráð í gærkvöldi. Fyrrverandi íbúi segir húsið hafa verið handónýtt og tilefni til að rífa það fyrir löngu síðan. Hann sér ekki á eftir heimili sínu um árabil.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með stöðunni á Reykjanesi þar sem sérfræðingar telja gos í vændum á allra næstu dögum. 

Innlent

Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kyn­mök frá­leitar

Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur.

Innlent

Vagn­stjóri fylgdi ekki verk­lagi þegar stúlku var hótað nauðgun

Vagnstjóri Strætó fylgdi ekki verklagsreglum þegar ung stúlka tilkynnti honum fyrir tæpum tveimur vikum að sex drengir væru að áreita hana í vagninum. Framkvæmdastjóri Strætó segir að verklag verði ítrekað við vagnstjóra. Hann segir slík atvik eiga sér stað reglulega en að þeim hafi ekki farið fjölgandi.

Innlent

Ára­langt heimilis­of­beldi náði nýjum hæðum á Spáni

Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla.

Innlent

Bein út­sending frá Þor­birni

Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikuhlaup hófst skammt frá Sýlingarfelli síðdegis í dag.

Innlent

Ekki talinn hæfur til að vera meðal al­mennings

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna einstaklings í annarlegu ástandi í miðborginni. Var viðkomandi metinn óhæfur til að vera á meðal almennings og vistaður í fangageymslu.

Innlent

Nýtt hraun á Reykja­nesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun

Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 

Innlent

Ferða­manni bjargað af flæði­skeri

Björgunarsveitarmenn frá Lífsbjörg í Snæfellsbæ björguðu undir kvöld ferðamanni af flæðiskeri á sunnaverðu Snæfellsnesi. Maðurinn var fastur á skeri undan ströndum Ytri Tungu og var honum bjargað á síðustu stundu.

Innlent

Skjálfti við Kleifar­vatn

Tiltölulega stór jarðskjálfti mældist við Kleifarvatn um klukkan hálf sjö í kvöld. Skjálftinn, sem var 3,4 stig og mældist um tvo kílómetra austur af vatninu, fannst í byggð og fylgdu honum nokkrir eftirskjálftar.

Innlent

Drög að sátt lögð fyrir ríkis­stjórn á næstu dögum

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Eflingar hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Reiknað er með að heildarpakki kjarasamninga verði lagður fyrir ríkisstjórn um eða upp úr miðri viku og ríkisstjórnin kynni þá þær aðgerðir sem hún er reiðubúin að grípa til í skiptum fyrir sátt á vinnumarkaði.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Auknar líkur eru taldar á gosi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast þar saman fyrir síðustu eldgos. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristínu Jónsdóttur á Veðurstofunni um stöðuna og við verðum í beinni frá fundi almannavarna í Laugardalshöll.

Innlent