Innlent

Forystukonan sem sögð er hafa grátið sig á þing

Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum og Íslandi í dag í kvöld. Hún segir eðlilega breytingar eiga sér stað á framboðslistum flokksins, þótt einn þingmanna hans hafi sagt sig úr flokknum vegna þeirra.

Innlent

Verk­föll í tveimur skólum til við­bótar

Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar í tveimur skólum til viðbótar í október og í nóvember. Það eru Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í Reykjavík sem bætast í hóp skóla þar sem til stendur að fara í verkfallsagðerðir.

Innlent

Segir kennara fagna hug­myndinni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu.

Innlent

Veikindi á fimm af sjö deildum leik­skólans

Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun.

Innlent

Sam­þykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórs­á

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október.

Innlent

Allt næsta ár undir til að halda byltingunni á­fram

Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. 

Innlent

Ugla og Eldur mætast í Norð­vestur

Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega.

Innlent

Karlar á jeppum og því er snjó­ruðningur góður

Talsverð vinna hefur verið lögð í það í fjárlögum að finna út hvaða áhrif lögin hafa á jafnrétti kynjanna. Þannig er að finna sérstakan kafla í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gerð er grein fyrir þessari vinnu og niðurstöðum hennar.

Innlent

Dyggðaskreytingar og grænþvottur kapítal­ismans

Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Pallborð Vísis tók stikkprufu á hinu svokallaða „frægðarfólki“ sem er nú í framboði og þar var ýmislegt látið flakka sem í frásögur er færandi. Hér fóru greinilega ekki atvinnumenn í pólitík sem vöfðu mál sitt í margfaldan umbúðapappír.

Innlent

Meiri­hluti starfs­fólks leik­skólans í vinnu í verk­fallinu

Þeim fjórum leikskólum þar sem boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku verður lokað á meðan verkföllunum stendur. Af 38 starfsmönnum á leikskólanum Drafnarsteini fara 15 í verkfall og verða því 23 enn í vinnu. Þau mega ekki ganga í störf kennara á meðan verkfalli stendur. 

Innlent

Um­ræða um „ofur­þéttingu“ sé leidd af Diljá og Guð­laugi Þór

Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

Innlent