Innlent

Leið­rétt laun for­manns, á­tök í Sýr­landi og skattadagurinn

Laun formanns sambands íslenskra sveitarfélaga hafa ekki hækkað um 170 prósent á tveimur árum, líkt og kom fram í fjölmiðlum í gær, heldur hækkuðu þau einungis um tæp fimmtíu prósent. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en sambandið sendi frá sér rangar upplýsingar um launin í síðustu viku.

Innlent

Launin hækkuðu bara um fimm­tíu pró­sent

Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025.

Innlent

Hrækti framan í lög­reglu­þjón

Lögregla var kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða í miðbæ Reykjavíkur í nótt, en við komu á vettvang tók einn maðurinn sig til og hrækti framan í lögreglumann. Maðurinn var færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis, og var vistaður í fangaklefa.

Innlent

Skóla­kerfið sé í vanda þegar ung­menni kunna ekki að beita rökum

Guðmundur Björnsson aðjunkt við ferðamálafræði segir það vekja upp spurningar um íslenska grunnskólakerfið ef nemendur skilji ekki lykilhugtök eins og rök eða röksemdarfærslu. Guðmundur segir frá því í aðsendri grein að fimmtán ára ungmenni hafi fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð en ekki vitað hvað rök þýðir.

Innlent

Öflugur Hafn­firðingur á 525 filmuljósmyndavélar

Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug þegar kemur að því að safna hlutum en gott dæmi um það er Hafnfirðingur, sem á vel yfir fimm hundruð filmu ljósmyndavélar. Elsta vélin er frá 1896 en uppáhalds myndavél safnarans er sú, sem hann fékk í fermingargjöf þegar hann var þrettán ára gamall.

Innlent

Óskiljan­legt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði

Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023.

Innlent

Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst

Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn.

Innlent

Leikskóla­kerfið ráði ekki við allt

Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið er hafin. Skrifstofustjóri hjá borginni segir miður að foreldrar þurfi stundum að þiggja pláss utan síns hverfis. Leikskólakerfið ráði ekki við ýmsar breytingar í samfélaginu. 

Innlent

Ganga fylktu liði frá Arnar­hóli

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna ganga konur og kvár fylktu liði frá Arnarhóli í Iðnó þar sem baráttufundur fer fram á eftir. Skipuleggjandi segir daginn sérstaklega mikilvægan í ár vegna umræðunnar í alþjóðasamfélaginu. 

Innlent

Breyta reglum um hljóðfærafar­angur

Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið.

Innlent

Húsbrot og rán í Hlíðunum

Tilkynnt var um húsbrot og rán í íbúð í hverfi 105 í Reykjavík í nótt. Gerandinn var handtekinn skömmu síðar og færður til fangaklefa vegna málsins.

Innlent