Innlent

Rit­höfundar sjaldan verið í eins harðri sam­keppni um at­hygli og nú

Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.

Innlent

Flúði land vegna of­beldis Jóns stóra

„Hann var hress og skemmtilegur og öllum fannst hann svo æðislegur. Hann var mjög góður í að tala. Hann hefði getað selt ömmu sína, hefði hann reynt það,“ segir Sara Miller, fyrrverandi kærasta Jón Hilmars Hallgrímssonar, eða Jóns stóra, sem um tíma var einn þekktasti maður landsins. Þjóðþekktur glæpamaður, bæði umtalaður og umdeildur. 

Innlent

Vinnu­vél valt í Gilinu á Akur­eyri

Enginn slasaðist þegar vinnuvél valt af stalli við hlið kirkjutrappanna neðan við Akureyrarkirkju og langt út á Kaupvangsstræti fyrir hádegi í dag. Stjórnandi vélarinnar slapp með skrekkinn.

Innlent

„Mikil­vægt að láta ekki hug­fallast“

Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast

Innlent

Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur

Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli.

Innlent

„Ég veit ekki af hverju hann segir ó­satt“

Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur.

Innlent

Koma saman til að minnast Geirs

Minningarathöfn um Geir Örn Jacobsen sem lést í eldsvoða á Stuðlum þann 19. október verður haldin í Fríkirkjunni fimmtudaginn 31. október klukkan 17.

Innlent

Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru

Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð.

Innlent

Segir lífs­gæði að veði ef landa­mærin eru ekki tryggð

Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði.

Innlent

Klaustur­sveinar allir mættir sex árum síðar

Klausturmálið er enn og aftur að lauma sér í umræðuna og ekki að ófyrirsynju. Allir þeir karlar sem þá voru í deiglunni, þeir sem fyrir sex árum höfðu setið að sumbli og sagt eitt og annað sem betur hefði verið látið ósagt, eru komnir í framboð. Það virðist vera gaman á Alþingi. Og þeir líta svo á að það mál sé afgreitt og horfið í gleymskunnar dá.

Innlent

For­eldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín

Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn.

Innlent

Verk­fall kennara skollið á

Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember.

Innlent

„Við biðjum öll fyrir fram­tíð þessa unga efnismanns“

„Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“

Innlent

Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir al­manna­hag

„Það segjast allir flokkar vera berjast fyrir almannahag þó að allir vita að það sé ekki satt. Við erum almannahagsmuna flokkur og eigum við ekki bara lofa okkur að telja upp úr kössunum og sjá hverju við getum náð fram þegar við förum að ná okkar málum fram. Þetta snýst allt um málamiðlanir.“

Innlent

Karl Gauti og Ólafur Ís­leifs­son snúa aftur

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, mun leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins tillögu uppstillingarnefndar um framboðslitann í kjördæminu

Innlent

„Mér brá svo­lítið þegar ég sá þetta“

„Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta,“ sagði Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis, um skilaboð sem formaður flokks hans sendi, þar sem hún virtist hvetja kjósanda til að strika nafn Dags út af lista í komandi kosningum.

Innlent

Verk­fall lækna gæti hafist 18. nóvember

Atkvæðagreiðsla Læknafélags Íslands um hvort gripið verði til aðgerða stendur nú yfir. Það mun liggja fyrir klukkna 16:00 á fimmtudaginn hvort læknar ráðist í verkfallsaðgerðir en kjaraviðræður eru þó enn í fullum gangi að sögn Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands.

Innlent