Innlent Fengu óveðrið beint í æð Ferðamenn létu óveðrið fyrir hádegi ekki stoppa sig í að kynna sér hvað Reykjavík og Seltjarnarnes hefðu upp á að bjóða. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á ferðinni og myndaði nokkra af þeim þúsund ferðamanna sem njóta lífsins hér á landi á óveðursdegi. Innlent 6.2.2025 14:06 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Innlent 6.2.2025 13:28 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. Innlent 6.2.2025 13:26 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Innlent 6.2.2025 12:13 Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir kennara, ríkis- og sveitarfélaga til fundar klukkan eitt í dag en fundarhöld stóðu fram á níunda tímann í gærkvöldi. Innlent 6.2.2025 11:49 Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sveitarfélögin náðu að landa kjarasamningi á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir langan og strembinn dag. Bjarna Ingimarssyni, formanni Landssambandsins, var að vonum létt yfir áfanganum. Innlent 6.2.2025 11:39 Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík. Innlent 6.2.2025 11:29 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. Innlent 6.2.2025 10:48 Nýja hurðin sprakk upp Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. Innlent 6.2.2025 10:36 Þrjár í framboði formanns Fíh Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. Innlent 6.2.2025 10:23 Enginn Íslendingur í haldi ICE Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði. Innlent 6.2.2025 10:23 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. Innlent 6.2.2025 10:21 Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. Innlent 6.2.2025 09:51 Braut húsaleigulög með litavalinu Leigusala er heimilt að fá greiddar tíu þúsund krónur úr tryggingu fyrrverandi leigjanda síns sem hafði málað veggi í íbúðinni í dökkgráum lit í stað þess málarahvíta litar sem fyrir var og var sömuleiðis að finna á öðrum veggjum íbúðarinnar. Leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga. Innlent 6.2.2025 08:56 Stefnuræðu frestað til mánudags Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur verið frestað til mánudagsins 10. febrúar og hefjast regluleg þingstörf degi síðar. Ræðuna átti að halda í gærkvöldi en var frestað vegna rauðrar viðvörunar og hættustigs. Innlent 6.2.2025 08:50 Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Innlent 6.2.2025 06:18 Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Þrátt fyrir rauða veðurviðvörun voru þónokkrir á ferð um miðbæ Reykjavíkur í dag. Ferðamenn í stuttu stoppi sem vildu ekki eyða deginum inni á hótelherbergi, fólk á leið heim úr vinnu og einn hlaupari sem þurfti að klára æfingu dagsins. Innlent 5.2.2025 22:01 Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 5.2.2025 21:29 Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan. Innlent 5.2.2025 20:35 Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Trúnaðarmaður kennara segir vantraust ríkja hjá stéttinni og samningar hafi ekki náðst því ekki hafi verið boðið nóg. Þingmaður Sjálfstæðisflokks kallar eftir að ráðamenn beri ábyrgð. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag og stóð hann fram eftir degi. Innlent 5.2.2025 20:03 Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis. Innlent 5.2.2025 18:20 Gengur vel á óvænta fundinum Ríkissáttasemjari boðaði formann Kennarasambands Íslands óvænt á fund fyrr í dag. Hann segir samtölin hafa „skriðið ágætlega áfram í dag.“ Innlent 5.2.2025 17:30 Enn bætist í verkföllin Verkfall hefur verið boðað í Tónlistarskólanum á Akureyri. Fyrirhugað er að það hefjist 21. febrúar næstkomandi, hafi samningar ekki náðst. Innlent 5.2.2025 16:49 Stefnuræðu Kristrúnar frestað Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur, nýkjörins forsætisráðherra, hefur verið frestað vegna veðurs. Hún greindi frá þessu á Facebook. Innlent 5.2.2025 16:13 Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. Innlent 5.2.2025 16:07 Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Um 4,8 milljónir laxa drápust í sjókvíaeldi í fjörðum landsins í fyrra samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Hún rannsakar enn dauða meira en milljónar laxa hjá fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum í lok síðasta árs. Innlent 5.2.2025 15:58 Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Verkföll hefjast í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Innlent 5.2.2025 15:31 Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. Innlent 5.2.2025 15:12 Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. Innlent 5.2.2025 14:44 Lýsa yfir hættustigi almannavarna Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Innlent 5.2.2025 14:22 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 334 ›
Fengu óveðrið beint í æð Ferðamenn létu óveðrið fyrir hádegi ekki stoppa sig í að kynna sér hvað Reykjavík og Seltjarnarnes hefðu upp á að bjóða. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á ferðinni og myndaði nokkra af þeim þúsund ferðamanna sem njóta lífsins hér á landi á óveðursdegi. Innlent 6.2.2025 14:06
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Innlent 6.2.2025 13:28
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. Innlent 6.2.2025 13:26
Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Innlent 6.2.2025 12:13
Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir kennara, ríkis- og sveitarfélaga til fundar klukkan eitt í dag en fundarhöld stóðu fram á níunda tímann í gærkvöldi. Innlent 6.2.2025 11:49
Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sveitarfélögin náðu að landa kjarasamningi á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir langan og strembinn dag. Bjarna Ingimarssyni, formanni Landssambandsins, var að vonum létt yfir áfanganum. Innlent 6.2.2025 11:39
Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík. Innlent 6.2.2025 11:29
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. Innlent 6.2.2025 10:48
Nýja hurðin sprakk upp Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. Innlent 6.2.2025 10:36
Þrjár í framboði formanns Fíh Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. Innlent 6.2.2025 10:23
Enginn Íslendingur í haldi ICE Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði. Innlent 6.2.2025 10:23
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. Innlent 6.2.2025 10:21
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. Innlent 6.2.2025 09:51
Braut húsaleigulög með litavalinu Leigusala er heimilt að fá greiddar tíu þúsund krónur úr tryggingu fyrrverandi leigjanda síns sem hafði málað veggi í íbúðinni í dökkgráum lit í stað þess málarahvíta litar sem fyrir var og var sömuleiðis að finna á öðrum veggjum íbúðarinnar. Leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga. Innlent 6.2.2025 08:56
Stefnuræðu frestað til mánudags Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur verið frestað til mánudagsins 10. febrúar og hefjast regluleg þingstörf degi síðar. Ræðuna átti að halda í gærkvöldi en var frestað vegna rauðrar viðvörunar og hættustigs. Innlent 6.2.2025 08:50
Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Innlent 6.2.2025 06:18
Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Þrátt fyrir rauða veðurviðvörun voru þónokkrir á ferð um miðbæ Reykjavíkur í dag. Ferðamenn í stuttu stoppi sem vildu ekki eyða deginum inni á hótelherbergi, fólk á leið heim úr vinnu og einn hlaupari sem þurfti að klára æfingu dagsins. Innlent 5.2.2025 22:01
Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 5.2.2025 21:29
Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan. Innlent 5.2.2025 20:35
Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Trúnaðarmaður kennara segir vantraust ríkja hjá stéttinni og samningar hafi ekki náðst því ekki hafi verið boðið nóg. Þingmaður Sjálfstæðisflokks kallar eftir að ráðamenn beri ábyrgð. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag og stóð hann fram eftir degi. Innlent 5.2.2025 20:03
Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis. Innlent 5.2.2025 18:20
Gengur vel á óvænta fundinum Ríkissáttasemjari boðaði formann Kennarasambands Íslands óvænt á fund fyrr í dag. Hann segir samtölin hafa „skriðið ágætlega áfram í dag.“ Innlent 5.2.2025 17:30
Enn bætist í verkföllin Verkfall hefur verið boðað í Tónlistarskólanum á Akureyri. Fyrirhugað er að það hefjist 21. febrúar næstkomandi, hafi samningar ekki náðst. Innlent 5.2.2025 16:49
Stefnuræðu Kristrúnar frestað Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur, nýkjörins forsætisráðherra, hefur verið frestað vegna veðurs. Hún greindi frá þessu á Facebook. Innlent 5.2.2025 16:13
Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. Innlent 5.2.2025 16:07
Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Um 4,8 milljónir laxa drápust í sjókvíaeldi í fjörðum landsins í fyrra samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Hún rannsakar enn dauða meira en milljónar laxa hjá fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum í lok síðasta árs. Innlent 5.2.2025 15:58
Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Verkföll hefjast í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Innlent 5.2.2025 15:31
Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. Innlent 5.2.2025 15:12
Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. Innlent 5.2.2025 14:44
Lýsa yfir hættustigi almannavarna Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Innlent 5.2.2025 14:22